Grafin eigin gröf Aðalbjörg Egilsdóttir og Sigrún Jónsdóttir skrifa 13. október 2020 19:08 Síðustu áratugi hefur urðun á sorpi aukist gríðarlega á Íslandi samhliða aukinni neyslu í samfélaginu. Til að mynda eru nú yfir 500 tonn af sorpi urðuð daglega á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins að Álfsnesi og árið 2018 losaði urðun úrgangs um 200 þúsund tonn CO2 ígilda. Það er jafn mikil losun og ef 6,2 milljónir Toyota Yaris bílar keyrðu árlega hringinn í kringum landið (reiknað með kolefnisreikni orkusetursins). Innan Evrópusambandsins hefur verið dregið mikið úr urðun á undanförnum árum og er markmiðið að innan við 10% úrgangs verði urðaður árið 2035. Urðun úrgangs er nefnilega alls ekki séríslenskt vandamál. Ísland er skuldbundið sömu markmiðum í gegnum EES samninginn og var eitt af þeim úrræðum sem nýta átti til að ná því markmiði skattur á urðun. Nýlega bárust fréttir af því að ekkert yrði af fyrirhuguðum urðunarskatti umhverfisráðherra, sem er hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2030. Markmið aðgerðarinnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá urðun úrgangs og gera aðrar umhverfisvænni meðhöndlunarleiðir samkeppnishæfar við urðun. Deilt hefur verið um skattinn og virðist vera að stjórnendur sveitarfélaga hafi áhyggjur af því að um sé að ræða nefskatt á íbúa sveitarfélaganna frekar en hvata til minnkunar á úrgangi. Skatturinn ætti öllu heldur að fjármagna betri sorpúrræði sveitarfélaga, sem m.a. geta verið betri aðstaða íbúa til flokkunar, betri aðstaða sveitarfélaganna til að taka á móti sorpi o.s.frv. Auk þess getur urðunarskattur hvatt til minni sóunar, sem myndi líklega leiða til minni neyslu, sem mikil þörf er á þar sem neysluspor Íslendinga er með því hæsta sem gerist í heiminum. Samkvæmt nýuppfærðri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum á urðunarskattur að draga úr losun GHL frá Íslandi um 28 þúsund tonn á ári. Samhliða honum á að banna urðun á lífrænum úrgangi, sem draga á úr losun GHL um 104 þúsund tonn á ári. Af þessu má má draga þá ályktun að án skattsins muni ganga hægar að koma í veg fyrir a.m.k. 132 þúsund tonna losun GHL á ári, frá og með árinu 2030 (þegar fullur árangur á að hafa náðst). Báðar aðgerðirnar voru einnig í fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunarinnar frá 2018 og hefur því gefist nægur tími til að undirbúa innleiðingu þeirra. Skoðum aðeins af hverju það er mikilvægt að draga úr urðun sorps, m.a. með skattlagningu: Urðað sorp losar ekki aðeins gróðurhúsalofttegundir þegar það brotnar niður, heldur getur það mengað bæði jarðveg og vatn. Þegar ákveðið er að nýta land í sorpurðun kemur það í veg fyrir annars konar nýtingu landið, m.a. endurheimtar vistkerfa, uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, landbúnaðar og svo mætti lengi áfram halda. Land er af skornum skammti, líkt og aðrar auðlindir jarðar, og er þetta því sóun á auðlindum. Ef lífrænn úrgangur er flokkaður er auðvelt að nýta hann til jarðgerðar. Ýmsar leiðir eru til, sem hafa m.a. verið nýttar í sveitarfélögum víðs vegar um landið, t.a.m. Bokashi jarðgerð (Rangárvallasýsla) og moltugerð (Stykkishólmur, Akureyri o.fl. sveitarfélög). Nýting lífræns úrgangs til jarðgerðar stuðlar að aukinni sjálfbærni og sjálfstæði íslenskra atvinnugreina, og þá sérstaklega landbúnaðar, því þá þarf ekki lengur að flytja inn tilbúinn, erlendan áburð, sem getur mengað loft, vatn og jarðveg. Um 40% jarðvegs á Íslandi hefur orðið fyrir rofi. Með því að nýta lífrænan úrgang til áburðar á rofið land má ekki aðeins draga úr losun GHL vegna urðunar heldur einnig vegna rofs. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Með því að skattleggja urðun sorps og banna urðun lífræns úrgangs er hvatt til nýsköpunar á sviði sorpmála. Það býður ekki aðeins upp á umhverfisvænni lausnir heldur ný og spennandi störf. Er það ekki einmitt leiðin út úr kófinu, græn uppbygging? Með urðun sorps er einmitt komið í veg fyrir annars konar nýtingu þess. Urðun sorps gerir í raun fátt annað en að ýta undir frekari ofnýtingu auðlinda og dregur þ.a.l. úr möguleikum á sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og að taka loftslagsvána föstum tökum. Á tímum sem þessum, þar sem loftslagsváin er ein af stærstu áskorunum mannkynsins, er óábyrgt að sneiða hjá aðgerðum sem eru hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum, bæði ríkisstjórn, þingi og sveitarfélögunum, að taka málið föstum tökum. Það er ekki í takt við alvarleika málsins að hætta við aðgerðir sem eiga að draga úr losun. Sérstaklega án þess að koma með mótvægisaðgerðir til að ná sömu markmiðum. Því hvaða rétt hafa stjórnvöld til að halda áfram að grafa rusl ofan í jörðina sem við tökum við eftir örstuttan tíma? Er ekki kominn tími til að axla ábyrgð og koma fram við Móður jörð og framtíðarkynslóðir af þeirri virðingu sem við eigum skilið? Bréf þessa efnis hefur verið sent á umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Samtök íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og Sorpu. Þar var sömuleiðis sóst eftir að ákvörðunin um að falla frá áformum um urðunarskatt verði endurskoðuð og að nýtt frumvarp um urðunarskatt verði undirbúið í samstarfi við SÍS, Sorpu og ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Aðalbjörg Egilsdóttir er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála og Sigrún Jónsdóttir er þátttakandi í skipulagshópi loftslagsverkfallsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu áratugi hefur urðun á sorpi aukist gríðarlega á Íslandi samhliða aukinni neyslu í samfélaginu. Til að mynda eru nú yfir 500 tonn af sorpi urðuð daglega á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins að Álfsnesi og árið 2018 losaði urðun úrgangs um 200 þúsund tonn CO2 ígilda. Það er jafn mikil losun og ef 6,2 milljónir Toyota Yaris bílar keyrðu árlega hringinn í kringum landið (reiknað með kolefnisreikni orkusetursins). Innan Evrópusambandsins hefur verið dregið mikið úr urðun á undanförnum árum og er markmiðið að innan við 10% úrgangs verði urðaður árið 2035. Urðun úrgangs er nefnilega alls ekki séríslenskt vandamál. Ísland er skuldbundið sömu markmiðum í gegnum EES samninginn og var eitt af þeim úrræðum sem nýta átti til að ná því markmiði skattur á urðun. Nýlega bárust fréttir af því að ekkert yrði af fyrirhuguðum urðunarskatti umhverfisráðherra, sem er hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2030. Markmið aðgerðarinnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá urðun úrgangs og gera aðrar umhverfisvænni meðhöndlunarleiðir samkeppnishæfar við urðun. Deilt hefur verið um skattinn og virðist vera að stjórnendur sveitarfélaga hafi áhyggjur af því að um sé að ræða nefskatt á íbúa sveitarfélaganna frekar en hvata til minnkunar á úrgangi. Skatturinn ætti öllu heldur að fjármagna betri sorpúrræði sveitarfélaga, sem m.a. geta verið betri aðstaða íbúa til flokkunar, betri aðstaða sveitarfélaganna til að taka á móti sorpi o.s.frv. Auk þess getur urðunarskattur hvatt til minni sóunar, sem myndi líklega leiða til minni neyslu, sem mikil þörf er á þar sem neysluspor Íslendinga er með því hæsta sem gerist í heiminum. Samkvæmt nýuppfærðri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum á urðunarskattur að draga úr losun GHL frá Íslandi um 28 þúsund tonn á ári. Samhliða honum á að banna urðun á lífrænum úrgangi, sem draga á úr losun GHL um 104 þúsund tonn á ári. Af þessu má má draga þá ályktun að án skattsins muni ganga hægar að koma í veg fyrir a.m.k. 132 þúsund tonna losun GHL á ári, frá og með árinu 2030 (þegar fullur árangur á að hafa náðst). Báðar aðgerðirnar voru einnig í fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunarinnar frá 2018 og hefur því gefist nægur tími til að undirbúa innleiðingu þeirra. Skoðum aðeins af hverju það er mikilvægt að draga úr urðun sorps, m.a. með skattlagningu: Urðað sorp losar ekki aðeins gróðurhúsalofttegundir þegar það brotnar niður, heldur getur það mengað bæði jarðveg og vatn. Þegar ákveðið er að nýta land í sorpurðun kemur það í veg fyrir annars konar nýtingu landið, m.a. endurheimtar vistkerfa, uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, landbúnaðar og svo mætti lengi áfram halda. Land er af skornum skammti, líkt og aðrar auðlindir jarðar, og er þetta því sóun á auðlindum. Ef lífrænn úrgangur er flokkaður er auðvelt að nýta hann til jarðgerðar. Ýmsar leiðir eru til, sem hafa m.a. verið nýttar í sveitarfélögum víðs vegar um landið, t.a.m. Bokashi jarðgerð (Rangárvallasýsla) og moltugerð (Stykkishólmur, Akureyri o.fl. sveitarfélög). Nýting lífræns úrgangs til jarðgerðar stuðlar að aukinni sjálfbærni og sjálfstæði íslenskra atvinnugreina, og þá sérstaklega landbúnaðar, því þá þarf ekki lengur að flytja inn tilbúinn, erlendan áburð, sem getur mengað loft, vatn og jarðveg. Um 40% jarðvegs á Íslandi hefur orðið fyrir rofi. Með því að nýta lífrænan úrgang til áburðar á rofið land má ekki aðeins draga úr losun GHL vegna urðunar heldur einnig vegna rofs. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Með því að skattleggja urðun sorps og banna urðun lífræns úrgangs er hvatt til nýsköpunar á sviði sorpmála. Það býður ekki aðeins upp á umhverfisvænni lausnir heldur ný og spennandi störf. Er það ekki einmitt leiðin út úr kófinu, græn uppbygging? Með urðun sorps er einmitt komið í veg fyrir annars konar nýtingu þess. Urðun sorps gerir í raun fátt annað en að ýta undir frekari ofnýtingu auðlinda og dregur þ.a.l. úr möguleikum á sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og að taka loftslagsvána föstum tökum. Á tímum sem þessum, þar sem loftslagsváin er ein af stærstu áskorunum mannkynsins, er óábyrgt að sneiða hjá aðgerðum sem eru hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum, bæði ríkisstjórn, þingi og sveitarfélögunum, að taka málið föstum tökum. Það er ekki í takt við alvarleika málsins að hætta við aðgerðir sem eiga að draga úr losun. Sérstaklega án þess að koma með mótvægisaðgerðir til að ná sömu markmiðum. Því hvaða rétt hafa stjórnvöld til að halda áfram að grafa rusl ofan í jörðina sem við tökum við eftir örstuttan tíma? Er ekki kominn tími til að axla ábyrgð og koma fram við Móður jörð og framtíðarkynslóðir af þeirri virðingu sem við eigum skilið? Bréf þessa efnis hefur verið sent á umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Samtök íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og Sorpu. Þar var sömuleiðis sóst eftir að ákvörðunin um að falla frá áformum um urðunarskatt verði endurskoðuð og að nýtt frumvarp um urðunarskatt verði undirbúið í samstarfi við SÍS, Sorpu og ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Aðalbjörg Egilsdóttir er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála og Sigrún Jónsdóttir er þátttakandi í skipulagshópi loftslagsverkfallsins.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun