Guð blessi heimilin - aftur? Ólafur Ísleifsson skrifar 11. október 2020 10:01 Yfirskrift þessa pistils er fengin úr yfirlýsingu stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna 6. október sl. sem krefst þess að heimilin verði varin fyrir afleiðingum kórónufaraldursins, ekki síður en fyrirtæki. Sjónarmið stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Enginn, ekki ein einasta fjölskylda, á að eiga á hættu að missa heimili sitt af völdum covid-19, segja HH. Heimili landsins eru ekki afgangsstærð heldur meðal hornsteina samfélagsins. Hagsmunasamtök heimilanna leggja áherslu á að stjórnvöld dragi lærdóm af skelfilegum afleiðingum bankahrunsins og verji heimili landsins áður en skaðinn er skeður. Stjórn hagsmunasamtakanna segir að enda þótt margir hafi orðið atvinnulausir eftir hrunið hafi það ekki verið eini vandi þeirra þúsunda sem misstu heimili sín eftir hrun, heldur frekar stökkbreyttar afborganir húsnæðislána, m.a. vegna verðtrygginga. Þetta reyndist þúsundum fjölskyldna ofviða þrátt fyrir að fólk væri í vinnu og yki við sig vinnu í viðleitni til að standa undir lánum. Þegar liðin eru 12 ár frá því forsætisráðherra bað Guð blessa Ísland, er við hæfi að minna á skelfilegar afleiðingar aðgerðaleysis og vanhugsaðra aðgerða stjórnvalda, fyrir heimili landsins. Þau mistök sem gerð voru þá mega aldrei endurtaka sig, segir í yfirlýsingu stjórnar hagsmunasamtakanna. Reynslan af hruninu og eftirleik þess Ábendingar Hagsmunasamtaka heimilanna eiga við enda flestum í fersku minni skeytingarleysi norrænu velferðarstjórnarinnar undir forystu Jóhönnu og Steingríms um heimilin. Reyndar gengu þau lengra gegn hagsmunum heimila og fjölskyldna með því að heita starfsmönnum ríkisbanka veglegum kaupauka gengju þeir nægilega hart fram við innheimtu stökkbreyttra lána. Þau gáfu út veiðileyfi á heimili og fjölskyldur eins og það var orðað á sínum tíma. Skjaldborgin sem lofað var reis aldrei, þau skipti engu að verðtryggingin æddi yfir landið eldi eyðandi. Foreldrar máttu þúsundum saman leiða börn sín sér við hönd út af heimilinum. Opinberar tölur staðfesta að þetta átti við 10-15 þúsund heimili og snerti beint tugþúsundir Íslendinga. Þessi framganga ráðamanna á sínum tíma gleymist ekki. Eftir að kjósendur ráku þau frá völdum fengu margir síðbúna sárabót með leiðréttingunni undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í ríkisstjórninni sem á eftir fylgdi. Kröfur stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Í yfirlýsingu sinni um aðgerðir vegna veirufársins krefst stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þess að sett verði þak á verðbætur lána heimilanna í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Telja samtökin þá aðgerð mundu ein og sér hjálpa mörgum heimilum. Samhliða því verður að stöðva nauðungarsölur á heimilum a.m.k. út næsta ár, svo þau heimili sem verða fyrir hvað mestum tekjumissi fái tækifæri til að vinna sig úr tímabundnum erfiðleikum í því skjóli sem heimilið er. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess jafnframt sem eini hlutlausi aðilinn á Íslandi með sérþekkingu á sviði neytendaverndar heimilanna á fjármálamarkaði að fá aðkomu að öllum ákvörðunum stjórnvalda um lausnir fyrir heimilin. Tillögur á Alþingi Greinarhöfundi hefur með fyrirspurnum til ráðherra á Alþingi tekist að afla upplýsinga um fjölda þeirra heimila sem tekin voru af fjölskyldum í eftirleik hrunsins eins og rakið var að ofan. Þá sést af svari við fyrirspurn um vægi húsnæðisliðarins í vísitölunni að hann hefur á umliðnum árum reynst hin eiginlega vísitala þrátt fyrir að vera ákveðinn á opinberri skrifstofu úti í bæ án tillits til hagrænna sjónarmiða. Lunginn af verðbótaálagi á lán undanfarinn ár verður rakinn til húsnæðisliðarins en ekki almennra verðbreytinga sem vísitölunni var ætlað að endurspegla. Ekki er rými hér til að rekja allan tillöguflutning minn á Alþingi um varnir í þágu heimilanna. Þó skal getið um frumvarp sem ætlað er að þrengja svo að vísitölunni að hún heyri sögunni til. Ræðir hér um aðgerðir sem saman mega kallast tangarsókn gegn vísitölunni og felast í afnámi húsnæðisliðar, afnámi áhrifa óbeinna skatta auk annarra aðgerða. Lyklafrumvarpið Þá skal loks getið um frumvarp greinarhöfundar um lyklafrumvarp sem lagt hefur verið að nýju fram á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að stofni til sprottið að frumkvæði Hagsmunasamtaka heimilanna. Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi veðandlag lána sinna, þ.e. hlutaðeigandi fasteign, og ganga skuldlausir frá borði ef í harðbakkann slær. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta sé einhliða á hendi lántaka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Yfirskrift þessa pistils er fengin úr yfirlýsingu stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna 6. október sl. sem krefst þess að heimilin verði varin fyrir afleiðingum kórónufaraldursins, ekki síður en fyrirtæki. Sjónarmið stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Enginn, ekki ein einasta fjölskylda, á að eiga á hættu að missa heimili sitt af völdum covid-19, segja HH. Heimili landsins eru ekki afgangsstærð heldur meðal hornsteina samfélagsins. Hagsmunasamtök heimilanna leggja áherslu á að stjórnvöld dragi lærdóm af skelfilegum afleiðingum bankahrunsins og verji heimili landsins áður en skaðinn er skeður. Stjórn hagsmunasamtakanna segir að enda þótt margir hafi orðið atvinnulausir eftir hrunið hafi það ekki verið eini vandi þeirra þúsunda sem misstu heimili sín eftir hrun, heldur frekar stökkbreyttar afborganir húsnæðislána, m.a. vegna verðtrygginga. Þetta reyndist þúsundum fjölskyldna ofviða þrátt fyrir að fólk væri í vinnu og yki við sig vinnu í viðleitni til að standa undir lánum. Þegar liðin eru 12 ár frá því forsætisráðherra bað Guð blessa Ísland, er við hæfi að minna á skelfilegar afleiðingar aðgerðaleysis og vanhugsaðra aðgerða stjórnvalda, fyrir heimili landsins. Þau mistök sem gerð voru þá mega aldrei endurtaka sig, segir í yfirlýsingu stjórnar hagsmunasamtakanna. Reynslan af hruninu og eftirleik þess Ábendingar Hagsmunasamtaka heimilanna eiga við enda flestum í fersku minni skeytingarleysi norrænu velferðarstjórnarinnar undir forystu Jóhönnu og Steingríms um heimilin. Reyndar gengu þau lengra gegn hagsmunum heimila og fjölskyldna með því að heita starfsmönnum ríkisbanka veglegum kaupauka gengju þeir nægilega hart fram við innheimtu stökkbreyttra lána. Þau gáfu út veiðileyfi á heimili og fjölskyldur eins og það var orðað á sínum tíma. Skjaldborgin sem lofað var reis aldrei, þau skipti engu að verðtryggingin æddi yfir landið eldi eyðandi. Foreldrar máttu þúsundum saman leiða börn sín sér við hönd út af heimilinum. Opinberar tölur staðfesta að þetta átti við 10-15 þúsund heimili og snerti beint tugþúsundir Íslendinga. Þessi framganga ráðamanna á sínum tíma gleymist ekki. Eftir að kjósendur ráku þau frá völdum fengu margir síðbúna sárabót með leiðréttingunni undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í ríkisstjórninni sem á eftir fylgdi. Kröfur stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Í yfirlýsingu sinni um aðgerðir vegna veirufársins krefst stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þess að sett verði þak á verðbætur lána heimilanna í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Telja samtökin þá aðgerð mundu ein og sér hjálpa mörgum heimilum. Samhliða því verður að stöðva nauðungarsölur á heimilum a.m.k. út næsta ár, svo þau heimili sem verða fyrir hvað mestum tekjumissi fái tækifæri til að vinna sig úr tímabundnum erfiðleikum í því skjóli sem heimilið er. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess jafnframt sem eini hlutlausi aðilinn á Íslandi með sérþekkingu á sviði neytendaverndar heimilanna á fjármálamarkaði að fá aðkomu að öllum ákvörðunum stjórnvalda um lausnir fyrir heimilin. Tillögur á Alþingi Greinarhöfundi hefur með fyrirspurnum til ráðherra á Alþingi tekist að afla upplýsinga um fjölda þeirra heimila sem tekin voru af fjölskyldum í eftirleik hrunsins eins og rakið var að ofan. Þá sést af svari við fyrirspurn um vægi húsnæðisliðarins í vísitölunni að hann hefur á umliðnum árum reynst hin eiginlega vísitala þrátt fyrir að vera ákveðinn á opinberri skrifstofu úti í bæ án tillits til hagrænna sjónarmiða. Lunginn af verðbótaálagi á lán undanfarinn ár verður rakinn til húsnæðisliðarins en ekki almennra verðbreytinga sem vísitölunni var ætlað að endurspegla. Ekki er rými hér til að rekja allan tillöguflutning minn á Alþingi um varnir í þágu heimilanna. Þó skal getið um frumvarp sem ætlað er að þrengja svo að vísitölunni að hún heyri sögunni til. Ræðir hér um aðgerðir sem saman mega kallast tangarsókn gegn vísitölunni og felast í afnámi húsnæðisliðar, afnámi áhrifa óbeinna skatta auk annarra aðgerða. Lyklafrumvarpið Þá skal loks getið um frumvarp greinarhöfundar um lyklafrumvarp sem lagt hefur verið að nýju fram á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að stofni til sprottið að frumkvæði Hagsmunasamtaka heimilanna. Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi veðandlag lána sinna, þ.e. hlutaðeigandi fasteign, og ganga skuldlausir frá borði ef í harðbakkann slær. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta sé einhliða á hendi lántaka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun