Landbúnaðarráðherra og lausnaleysið Hermann Ingi Gunnarsson skrifar 9. október 2020 10:01 Landbúnaðarráðherra lét miður gáfuleg orð falla í garð sauðfjárbænda á dögunum. Voru það kaldar kveðjur þegar sauðfjárbændur hafa farið í gegnum nokkur verulega mögur ár og margir komnir í þrönga stöðu. Eitthvað reyndi ráðherrann að bera í bætifláka í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á fimmtudag. Þar fór ráðherrann yfir það að vandi bænda væri margþættur og kvartaði undan því að menn væru ekki að hugsa í lausnum og að vandinn væri úrræðaleysið. Þessi ummæli ráðherrans skjóta býsna skökku við. Um margra mánaða skeið hafa bændur bent á tollasvindl sem stundað er á Íslandi. Ekkert hefur bólað á því að ráðherrann ásamt fjármálaráðherra hafi tekið á vandanum, og þar með ekki sýnt nokkra viðleitni í þá átt að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Þá er tómt mál að tala um úrræðaleysi og margþættan vanda. Eða þarf kannski ekkert að bregðast við lögbrotum ef þau bitna bændum sem eru hvort sem er bara í búskap því það er svo huggulegur lífsstíll? Jurtaostar og beinlausir bitar Á liðnu ári hefur verið flutt inn óhemju magn af matvælum á röngum tollanúmerum sem hefur orðið til þess að íslenskar afurðir hafa orðið undir vegna skakkrar samkeppnisstöðu. Mikið hefur verið flutt inn af svokölluðum jurtaosti. Það er ostur sem er 82–84% mozzarellaostur (úr kúamjólk) blandaður pálmaolíu að 11–12% og 5% sterkju. Þessi vara ætti samkvæmt lögum að falla undir að vera ostur og vera tolluð inn í landið sem slíkur. Osturinn hefur engu að síður verið tollafgreiddur á öðru tollanúmeri en því sem við á, komist á markað utan tollkvóta og þar af leiðandi án tolla inn í landið. Þetta heitir lögbrot á íslensku og ber að uppræta. Sama á við um innflutning á kjöti sem tollafgreitt hefur verið á röngum tollnúmerum til þess að heildsalar og veitingahúsakeðjur komist hjá því að greiða tolla af vörum sem þeim ber sannanlega að greiða tolla af. Beinlaust kjöt verður að kjöti með beini í afgreiðslu og kemst þannig inn í landið án þess að af því sé greiddur tollur. Þetta er óþolandi ástand. Á meðan ráðherrar á covid-tímum hvetja til þess að við „Látum það ganga“ og nýtum innlenda framleiðslu til að hún haldi velli þá gera þeir ekki handtak í þessum tollalögbrotum. Innanlandsframleiðsla missir markaðshlutdeild, verð á kjöti lækkar til bænda, mikilvægur virðisauki sem annars hefði orðið til í samfélaginu gufar upp, en á sama tíma er verið að hvetja fólk til að halda atvinnulífinu í landinu gangandi. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd. Lausnir og leiðir Landbúnaðarráðherrann kallaði í útvarpsviðtalinu í Bítinu eftir lausnum. Það er margbúið að ræða lausnir við hann en ekkert gerist. Þetta tal hans um að hann sé tilbúinn í hvað sem er til að styrkja stöðu bænda er marklaust. Eða ég mun að minnsta kosti líta svo á nema að ráðherrann girði sig í brók og taki á lögbrotum sem framin eru á hverjum degi. Lögbrot sem bæði bitna á bændum, ríkissjóði og samfélaginu öllu. Því meðan ekki er tekið á þessu máli er ríkissjóður að tapa stórum fjárhæðum vegna vangoldinna tolla og landbúnaðurinn í heild sinni getur ekki brugðist við aðstæðum ef ekki er farið eftir leikreglum þegar kemur að innflutningi. Þess vegna er grátbroslegt að hlusta á tal um áhyggjur af hallarekstur ríkissjóðs þegar ekki er unnin bragabót á þessum svikum. Íslenskur landbúnaður getur vel dafnað enda framleiða bændur þessa lands, sem jú vissulega völdu það sjálfir að starfa við þessa grein, hágæðavörur af mikilli hugsjón og alúð en til þess að leikurinn sé sanngjarn er nauðsynlegt að allir fari eftir reglum og sitji við sama borð. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Hermann Ingi Gunnarsson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Landbúnaðarráðherra lét miður gáfuleg orð falla í garð sauðfjárbænda á dögunum. Voru það kaldar kveðjur þegar sauðfjárbændur hafa farið í gegnum nokkur verulega mögur ár og margir komnir í þrönga stöðu. Eitthvað reyndi ráðherrann að bera í bætifláka í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á fimmtudag. Þar fór ráðherrann yfir það að vandi bænda væri margþættur og kvartaði undan því að menn væru ekki að hugsa í lausnum og að vandinn væri úrræðaleysið. Þessi ummæli ráðherrans skjóta býsna skökku við. Um margra mánaða skeið hafa bændur bent á tollasvindl sem stundað er á Íslandi. Ekkert hefur bólað á því að ráðherrann ásamt fjármálaráðherra hafi tekið á vandanum, og þar með ekki sýnt nokkra viðleitni í þá átt að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Þá er tómt mál að tala um úrræðaleysi og margþættan vanda. Eða þarf kannski ekkert að bregðast við lögbrotum ef þau bitna bændum sem eru hvort sem er bara í búskap því það er svo huggulegur lífsstíll? Jurtaostar og beinlausir bitar Á liðnu ári hefur verið flutt inn óhemju magn af matvælum á röngum tollanúmerum sem hefur orðið til þess að íslenskar afurðir hafa orðið undir vegna skakkrar samkeppnisstöðu. Mikið hefur verið flutt inn af svokölluðum jurtaosti. Það er ostur sem er 82–84% mozzarellaostur (úr kúamjólk) blandaður pálmaolíu að 11–12% og 5% sterkju. Þessi vara ætti samkvæmt lögum að falla undir að vera ostur og vera tolluð inn í landið sem slíkur. Osturinn hefur engu að síður verið tollafgreiddur á öðru tollanúmeri en því sem við á, komist á markað utan tollkvóta og þar af leiðandi án tolla inn í landið. Þetta heitir lögbrot á íslensku og ber að uppræta. Sama á við um innflutning á kjöti sem tollafgreitt hefur verið á röngum tollnúmerum til þess að heildsalar og veitingahúsakeðjur komist hjá því að greiða tolla af vörum sem þeim ber sannanlega að greiða tolla af. Beinlaust kjöt verður að kjöti með beini í afgreiðslu og kemst þannig inn í landið án þess að af því sé greiddur tollur. Þetta er óþolandi ástand. Á meðan ráðherrar á covid-tímum hvetja til þess að við „Látum það ganga“ og nýtum innlenda framleiðslu til að hún haldi velli þá gera þeir ekki handtak í þessum tollalögbrotum. Innanlandsframleiðsla missir markaðshlutdeild, verð á kjöti lækkar til bænda, mikilvægur virðisauki sem annars hefði orðið til í samfélaginu gufar upp, en á sama tíma er verið að hvetja fólk til að halda atvinnulífinu í landinu gangandi. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd. Lausnir og leiðir Landbúnaðarráðherrann kallaði í útvarpsviðtalinu í Bítinu eftir lausnum. Það er margbúið að ræða lausnir við hann en ekkert gerist. Þetta tal hans um að hann sé tilbúinn í hvað sem er til að styrkja stöðu bænda er marklaust. Eða ég mun að minnsta kosti líta svo á nema að ráðherrann girði sig í brók og taki á lögbrotum sem framin eru á hverjum degi. Lögbrot sem bæði bitna á bændum, ríkissjóði og samfélaginu öllu. Því meðan ekki er tekið á þessu máli er ríkissjóður að tapa stórum fjárhæðum vegna vangoldinna tolla og landbúnaðurinn í heild sinni getur ekki brugðist við aðstæðum ef ekki er farið eftir leikreglum þegar kemur að innflutningi. Þess vegna er grátbroslegt að hlusta á tal um áhyggjur af hallarekstur ríkissjóðs þegar ekki er unnin bragabót á þessum svikum. Íslenskur landbúnaður getur vel dafnað enda framleiða bændur þessa lands, sem jú vissulega völdu það sjálfir að starfa við þessa grein, hágæðavörur af mikilli hugsjón og alúð en til þess að leikurinn sé sanngjarn er nauðsynlegt að allir fari eftir reglum og sitji við sama borð. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar