Eru ekki bara með Hagi heldur líka með „Puskas“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 13:30 George Puscas og Ianis Hagi fagna saman marki með rúmenska landsliðinu. Samsett/Getty Tvær af ungu stjörnunum í rúmenska landsliðinu sem spila á Laugardalsvellinum í kvöld bera afar kunnugleg nöfn úr knattspyrnusögunni. Þetta eru þeir Hagi og Puscas. Það er þó ekki vitað um nein tengsl á milli George Puscas og ungversku stjórstjörnunnar Ferenc Puskás enda eru eftirnöfn þeirra ekki skrifuð eins þótt þau hljómi líkt. Tengslin á milli Hagi og hins eina sanna Gheorghe Hagi eru hins vegar eins sterk og þau verða. Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum með Ungverjum og var um tíma talinn verða besti knattspyrnumaður heims. Hann endaði feril sinn með Real Madrid og sem spænskur landsliðsmaður. Gheorghe Hagi er markahæsti leikmaður rúmenska landsliðsins frá upphafi, skoraði 35 mörk í 124 landsleikjum af miðjunni og lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum ferli. Ianis Hagi er 21 árs sókndjarfur miðjumaður sem er sonur frægasta fótboltamanns í sögu Rúmeníu, Gheorghe Hagi. Gheorghe Hagi á líka mikið í fótboltamanninum því Ianis Hagi kom upp í gegnum félag pabba síns, Viitorul Constanta. Gheorge Hagi í leik með rúmenska landsliðinu á EM 1996.Getty/Mark Leech Ianis Hagi er frekar nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir að hafa byrjað síðasa tímabil hjá belgíska félaginu Genk. Hann fór líka ungur að árum til Fiorentina en snéri aftur heim til Viitorul. Genk keypti hann frá rúmenska félaginu en lánaði hann svo til Rangers í janúar. Rangers keyptui síðan Ianis Hagi í maí. Ianis Hagi er kominn með ellefu landsleiki fyrir Rúmeníu en hefur ekki náð að skora. Hann skoraði aftur á móti 4 mörk í 14 leikjum með 21 árs liðinu og var í lykilhlutverki þegar liðið komst alla leið í undanúrslit á EM 2019. George Puscas er 23 ára framherji sem spilar þessa dagana með enska b-deildarliðinu Reading en var áður hjá Internazionale og Palermo. George Puscas skoraði 12 mörk í 38 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili með Reading en 2018-19 tímabilið var hann með 9 mörk í 33 leikjum með Palermo í ítölsku b-deildinni. George Puscas er með 1 mark í 3 fyrstu leikjunum með Reading á 2020-21 tímabilinu. George Puscas hefur aðeins spilað 15 leiki í A-deildum á ferlinum en er fyrir löngu búinn að stimpla sig inn hjá rúmenska landsliðinu þar sem hann er kominn með 7 mörk í 16 A-landsleikjum. Fimm af þeim komu í undankeppninni en öll í leikjum við Möltu (3) og Færeyjar (2). George Puscas var allt í öllu í framlínu 21 árs landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 en hann varð þá næstmarkahæsti leikmaður keppninnar með 4 mörk og valinn í úrvalsliðið. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Tvær af ungu stjörnunum í rúmenska landsliðinu sem spila á Laugardalsvellinum í kvöld bera afar kunnugleg nöfn úr knattspyrnusögunni. Þetta eru þeir Hagi og Puscas. Það er þó ekki vitað um nein tengsl á milli George Puscas og ungversku stjórstjörnunnar Ferenc Puskás enda eru eftirnöfn þeirra ekki skrifuð eins þótt þau hljómi líkt. Tengslin á milli Hagi og hins eina sanna Gheorghe Hagi eru hins vegar eins sterk og þau verða. Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum með Ungverjum og var um tíma talinn verða besti knattspyrnumaður heims. Hann endaði feril sinn með Real Madrid og sem spænskur landsliðsmaður. Gheorghe Hagi er markahæsti leikmaður rúmenska landsliðsins frá upphafi, skoraði 35 mörk í 124 landsleikjum af miðjunni og lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum ferli. Ianis Hagi er 21 árs sókndjarfur miðjumaður sem er sonur frægasta fótboltamanns í sögu Rúmeníu, Gheorghe Hagi. Gheorghe Hagi á líka mikið í fótboltamanninum því Ianis Hagi kom upp í gegnum félag pabba síns, Viitorul Constanta. Gheorge Hagi í leik með rúmenska landsliðinu á EM 1996.Getty/Mark Leech Ianis Hagi er frekar nýkominn til skoska liðsins Rangers eftir að hafa byrjað síðasa tímabil hjá belgíska félaginu Genk. Hann fór líka ungur að árum til Fiorentina en snéri aftur heim til Viitorul. Genk keypti hann frá rúmenska félaginu en lánaði hann svo til Rangers í janúar. Rangers keyptui síðan Ianis Hagi í maí. Ianis Hagi er kominn með ellefu landsleiki fyrir Rúmeníu en hefur ekki náð að skora. Hann skoraði aftur á móti 4 mörk í 14 leikjum með 21 árs liðinu og var í lykilhlutverki þegar liðið komst alla leið í undanúrslit á EM 2019. George Puscas er 23 ára framherji sem spilar þessa dagana með enska b-deildarliðinu Reading en var áður hjá Internazionale og Palermo. George Puscas skoraði 12 mörk í 38 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili með Reading en 2018-19 tímabilið var hann með 9 mörk í 33 leikjum með Palermo í ítölsku b-deildinni. George Puscas er með 1 mark í 3 fyrstu leikjunum með Reading á 2020-21 tímabilinu. George Puscas hefur aðeins spilað 15 leiki í A-deildum á ferlinum en er fyrir löngu búinn að stimpla sig inn hjá rúmenska landsliðinu þar sem hann er kominn með 7 mörk í 16 A-landsleikjum. Fimm af þeim komu í undankeppninni en öll í leikjum við Möltu (3) og Færeyjar (2). George Puscas var allt í öllu í framlínu 21 árs landsliðsins sem komst í undanúrslit á EM 2019 en hann varð þá næstmarkahæsti leikmaður keppninnar með 4 mörk og valinn í úrvalsliðið. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti