Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Sevilla | Real á toppnum 4. október 2020 21:15 Lionel Messi komst hvorki lönd né strönd í kvöld. Xavier Bonilla/Getty Images Barcelona tapaði sínum fyrstu stigum í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er þeir mættu Evrópudeildarmeisturum Sevilla á heimavelli, lokatölur 1-1. Luuk de Jong kom gestunum yfir strax á 8. mínútu leiksins. Ekki beint óskabyrjun Börsunga en liðið hafði unnið báða leiki sína fyrir leik kvöldsins. Það tók þó hins vegar aðeins tvær mínútur að jafna metin en þar var að verki Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho. Sá hefur fengið traustið undir stjórn Ronald Koeman og byrjað alla leiki tímabilsins. Hann þakkaði traustið í kvöld en því miður fyrir Koeman og Coutinho var þetta eina mark Börsunga í kvöld. Sevilla hélt í stigið þrátt fyrir að eiga aðeins eitt skot á markið allan leikinn. Annars var leikurinn jafn og jafntefli eflaust sanngjörn niðurstaða. Fyrr í dag unnu Spánarmeistarar Real Madrid 2-0 sigur á útivelli gegn Levante. Vinicius Junior kom Real yfir á 18. mínútu og stefndi í að það yrði eina mark leiksins. Karim Benzema tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. Sá sigur kom Real á toppinn þar sem liðið trónir með tíu stig eftir fjóra leiki. Real Betis, Real Sociedad og Villareal koma þar fyrir neðan með níu og átta stig. Börsungar eru svo í 5. sæti með sjö stig en þeir hafa aðeins leikið þrjá leiki. Spænski boltinn Fótbolti
Barcelona tapaði sínum fyrstu stigum í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er þeir mættu Evrópudeildarmeisturum Sevilla á heimavelli, lokatölur 1-1. Luuk de Jong kom gestunum yfir strax á 8. mínútu leiksins. Ekki beint óskabyrjun Börsunga en liðið hafði unnið báða leiki sína fyrir leik kvöldsins. Það tók þó hins vegar aðeins tvær mínútur að jafna metin en þar var að verki Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho. Sá hefur fengið traustið undir stjórn Ronald Koeman og byrjað alla leiki tímabilsins. Hann þakkaði traustið í kvöld en því miður fyrir Koeman og Coutinho var þetta eina mark Börsunga í kvöld. Sevilla hélt í stigið þrátt fyrir að eiga aðeins eitt skot á markið allan leikinn. Annars var leikurinn jafn og jafntefli eflaust sanngjörn niðurstaða. Fyrr í dag unnu Spánarmeistarar Real Madrid 2-0 sigur á útivelli gegn Levante. Vinicius Junior kom Real yfir á 18. mínútu og stefndi í að það yrði eina mark leiksins. Karim Benzema tryggði svo sigurinn í uppbótartíma. Sá sigur kom Real á toppinn þar sem liðið trónir með tíu stig eftir fjóra leiki. Real Betis, Real Sociedad og Villareal koma þar fyrir neðan með níu og átta stig. Börsungar eru svo í 5. sæti með sjö stig en þeir hafa aðeins leikið þrjá leiki.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti