Þögn Aðalsteins Páll Steingrímsson skrifar 2. október 2020 08:01 Núna eru tæpar þrjár vikur síðan ég beindi einfaldri fyrirspurn til Aðalsteins Kjartanssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja. Ég hef enn engin svör fengið. Í þætti Kveiks sem var sýndur 26. nóvember 2019 kom fram að starfsmenn norska bankans DNB hafi talið að Samherji ætti félagið Cape Cod FS. Ekki var vísað til neinna gagna þessari staðhæfingu til stuðnings en inni á Wikileaks er gríðarmikið magn gagna um Cape Cod FS og hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Cape Cod FS var skráð á Marshall-eyjum en með skattalega heimilisfesti á Kýpur. Félagið annaðist greiðslur til skipverja á skipum í útgerð félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Eigandi 100% hlutafjár í Cape Cod FS var áhafnarleigan JPC Shipmanagement og endanlegir eigendur þýskir einstaklingar. Þetta kemur skýrt fram í gögnum frá DNB inni á Wikileaks. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, skrifaði grein í Kjarnann 11. september þar sem hann fjallaði um viðbrögð við þætti sem Samherji lét framleiða um Cape Cod. Tilgangur þáttarins var að leiðrétta rangfærslur úr Kveik um eignarhald félagsins. Þá kom fram í þættinum að tilgangurinn með Cape Cod var að ganga úr skugga um að skipverjar í áhöfnum fengju greitt á réttum tíma enda gátu greiðslur dregist á langinn vegna gjaldeyrishafta í Namibíu. Aðalsteinn Kjartansson, einn fréttamanna Kveiks, brást við grein Björgólfs með færslu á Facebook þar sem hann skrifaði eftirfarandi: „Ég stend við allt sem fram kom í þættinum. Umfjöllunin snerist um eftirfarandi: DNB hélt að Samherji ætti Cape Cod FS, DNB gerði úttekt á eignarhaldinu og komst að því að ekki væru til næg gögn til að sýna fram á hvernig því væri í raun háttað, DNB lokaði bankareikningnum vegna þess að varnir um peningaþvætti eiga að koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki geti notað bankareikninga undir nafnleynd.“ Ég spurði Aðalstein hvar í gögnunum á Wikileaks kæmi fram að úttekt DNB bankans hafi snúist um eignarhaldið á Cape Cod en ekki viðskiptavininn. Þá spurði ég hann hvar það hefði komið fram í þessum sömu skjölum frá DNB að ekki hafi verið til næg gögn um eignarhaldið á Cape Cod og hvar það kæmi fram að lokun bankareikninga Cape Cod hafi snúist um eignarhald þeirra. Núna, tæpum þremur vikum síðar, hefur Aðalsteinn ekki enn svarað mér. Hann setti hlekk á umfjöllun Kveiks en þátturinn svarar ekki þessum spurningum. Vandamálið sem Aðalsteinn stendur frammi fyrir er að hann getur ekki horfst í augu við að fullyrðingar hans í Kveik um félagið Cape Cod voru rangar, upplýsingar voru slitnar úr samhengi og ekki var vísað til annarra gagna á Wikileaks þar sem kemur skýrt fram hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Í skjali frá DNB, sem sýnt var í Kveik, stendur til dæmis skýrum stöfum að Cape Cod hafi verið dótturfélag JPC Shipmanagement. Þá kemur fram í öðru skjali inni á Wikileaks að JPC Shipmanagement hafi átt 100% hlutafjár í Cape Cod. Ekkert þeirra gagna sem lekið var frá DNB og finna má á Wikileaks inniheldur vangaveltur eða vafa starfsmanna DNB um eignarhaldið á Cape Cod. Engu að síður sagði Aðalsteinn í Kveik að áhöld væru um eignarhald á félaginu og fullyrti, án þess að vísa til nokkurra heimilda, að DNB hafi talið að Samherji ætti félagið. Þessi vinnubrögð hjá fréttamanni sem vill láta taka sig alvarlega eru varla boðleg. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Núna eru tæpar þrjár vikur síðan ég beindi einfaldri fyrirspurn til Aðalsteins Kjartanssonar, fréttamanns Ríkisútvarpsins, vegna umfjöllunar Kveiks um Samherja. Ég hef enn engin svör fengið. Í þætti Kveiks sem var sýndur 26. nóvember 2019 kom fram að starfsmenn norska bankans DNB hafi talið að Samherji ætti félagið Cape Cod FS. Ekki var vísað til neinna gagna þessari staðhæfingu til stuðnings en inni á Wikileaks er gríðarmikið magn gagna um Cape Cod FS og hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Cape Cod FS var skráð á Marshall-eyjum en með skattalega heimilisfesti á Kýpur. Félagið annaðist greiðslur til skipverja á skipum í útgerð félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Eigandi 100% hlutafjár í Cape Cod FS var áhafnarleigan JPC Shipmanagement og endanlegir eigendur þýskir einstaklingar. Þetta kemur skýrt fram í gögnum frá DNB inni á Wikileaks. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, skrifaði grein í Kjarnann 11. september þar sem hann fjallaði um viðbrögð við þætti sem Samherji lét framleiða um Cape Cod. Tilgangur þáttarins var að leiðrétta rangfærslur úr Kveik um eignarhald félagsins. Þá kom fram í þættinum að tilgangurinn með Cape Cod var að ganga úr skugga um að skipverjar í áhöfnum fengju greitt á réttum tíma enda gátu greiðslur dregist á langinn vegna gjaldeyrishafta í Namibíu. Aðalsteinn Kjartansson, einn fréttamanna Kveiks, brást við grein Björgólfs með færslu á Facebook þar sem hann skrifaði eftirfarandi: „Ég stend við allt sem fram kom í þættinum. Umfjöllunin snerist um eftirfarandi: DNB hélt að Samherji ætti Cape Cod FS, DNB gerði úttekt á eignarhaldinu og komst að því að ekki væru til næg gögn til að sýna fram á hvernig því væri í raun háttað, DNB lokaði bankareikningnum vegna þess að varnir um peningaþvætti eiga að koma í veg fyrir að fólk og fyrirtæki geti notað bankareikninga undir nafnleynd.“ Ég spurði Aðalstein hvar í gögnunum á Wikileaks kæmi fram að úttekt DNB bankans hafi snúist um eignarhaldið á Cape Cod en ekki viðskiptavininn. Þá spurði ég hann hvar það hefði komið fram í þessum sömu skjölum frá DNB að ekki hafi verið til næg gögn um eignarhaldið á Cape Cod og hvar það kæmi fram að lokun bankareikninga Cape Cod hafi snúist um eignarhald þeirra. Núna, tæpum þremur vikum síðar, hefur Aðalsteinn ekki enn svarað mér. Hann setti hlekk á umfjöllun Kveiks en þátturinn svarar ekki þessum spurningum. Vandamálið sem Aðalsteinn stendur frammi fyrir er að hann getur ekki horfst í augu við að fullyrðingar hans í Kveik um félagið Cape Cod voru rangar, upplýsingar voru slitnar úr samhengi og ekki var vísað til annarra gagna á Wikileaks þar sem kemur skýrt fram hvernig eignarhaldi félagsins var háttað. Í skjali frá DNB, sem sýnt var í Kveik, stendur til dæmis skýrum stöfum að Cape Cod hafi verið dótturfélag JPC Shipmanagement. Þá kemur fram í öðru skjali inni á Wikileaks að JPC Shipmanagement hafi átt 100% hlutafjár í Cape Cod. Ekkert þeirra gagna sem lekið var frá DNB og finna má á Wikileaks inniheldur vangaveltur eða vafa starfsmanna DNB um eignarhaldið á Cape Cod. Engu að síður sagði Aðalsteinn í Kveik að áhöld væru um eignarhald á félaginu og fullyrti, án þess að vísa til nokkurra heimilda, að DNB hafi talið að Samherji ætti félagið. Þessi vinnubrögð hjá fréttamanni sem vill láta taka sig alvarlega eru varla boðleg. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun