Borgarhlutverk Akureyrar Hilda Jana Gísladóttir skrifar 1. október 2020 15:01 Akureyri á að vera hin borgin á Íslandi. Ég er sannfærð um að ef okkur tekst að skilgreina hlutverk bæjarins á þeim forsendum þá verði það öllum íbúum Norðausturlands, sem og öllum Íslendingum, til hagsbóta. Til þess að svo megi verða þá þarf að fara í markvissa og faglega stefnumótun um þetta verkefni í góðu samstarfi sveitarfélaga, landshlutasamtaka og ríkisvaldsins. Því er ákaflega ánægjulegt að segja frá því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið í samvinnu við Akureyrarbæ og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) að skipa verkaefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar. Hópurinn hefur það hlutverk að meta hvernig hægt er að haga samstarfi ríkis og sveitarfélaga um þau áhersluatriði sem koma fram annas vegar í byggðaáætlun um sjálfbæra þróun byggða um land allt þar sem skilgreindir verði meginkjarnar í hverjum landshluta og hins vegar sóknaráætlunar Norðurlands eystra um borgarhlutverk Akureyrar. Mikilvægt er að draga saman þær áskoranir sem Akureyrarbær sem stærsti þéttbýlisstaður utan höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir, afla upplýsinga sem skipta máli í því samhengi, og leiða saman lykilaðila til að ræða mögulega stefnumótun og aðgerðir til lengri og skemmri tíma. Undirrituð mun taka sæti í verkefnahópnum, ásamt bæjarstjórum Akureyrar, Norðurþings, Fjallabyggðar og fulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Með hópnum munu einnig starfa sérfræðingar frá ráðuneytinu, SSNE, Byggðastofnun, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og öðrum aðilum eftir atvikum. Sérstaklega mikilvægt er að Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur nú þegar fengið fjármagn í gegnum áhersluverkefni Sóknaráætlunar til þess að starfa með hópnum, enda tel ég ákaflega mikilvægt að leggja áherslu á rannsóknir sem og markvissa rýni á vel heppnuðum byggðaaðgerðum í öðrum löndum. Sem dæmi tel ég að við gætum horft sérstaklega til Oulu í Finnlandi eða Tromsö í Noregi. Í Tromsö er öflugt háskólasamfélag, sjúkrahús og höfuðstöðvar Norðurskautsráðsins. Þar að auki er þar öflug miðstöð rannsókna- og nýsköpunar. Tromsö er í raun mikilvæg miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, verslunar, menningar og menntunar í Norður Noregi. Ég hlakka til að bretta upp ermar og leggja mitt af mörkum í þessari vinnu, en stefnt er að því að verkefnahópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir júlí á næsta ári. Höfundur er formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Hilda Jana Gísladóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Akureyri á að vera hin borgin á Íslandi. Ég er sannfærð um að ef okkur tekst að skilgreina hlutverk bæjarins á þeim forsendum þá verði það öllum íbúum Norðausturlands, sem og öllum Íslendingum, til hagsbóta. Til þess að svo megi verða þá þarf að fara í markvissa og faglega stefnumótun um þetta verkefni í góðu samstarfi sveitarfélaga, landshlutasamtaka og ríkisvaldsins. Því er ákaflega ánægjulegt að segja frá því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur ákveðið í samvinnu við Akureyrarbæ og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) að skipa verkaefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar. Hópurinn hefur það hlutverk að meta hvernig hægt er að haga samstarfi ríkis og sveitarfélaga um þau áhersluatriði sem koma fram annas vegar í byggðaáætlun um sjálfbæra þróun byggða um land allt þar sem skilgreindir verði meginkjarnar í hverjum landshluta og hins vegar sóknaráætlunar Norðurlands eystra um borgarhlutverk Akureyrar. Mikilvægt er að draga saman þær áskoranir sem Akureyrarbær sem stærsti þéttbýlisstaður utan höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir, afla upplýsinga sem skipta máli í því samhengi, og leiða saman lykilaðila til að ræða mögulega stefnumótun og aðgerðir til lengri og skemmri tíma. Undirrituð mun taka sæti í verkefnahópnum, ásamt bæjarstjórum Akureyrar, Norðurþings, Fjallabyggðar og fulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Með hópnum munu einnig starfa sérfræðingar frá ráðuneytinu, SSNE, Byggðastofnun, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og öðrum aðilum eftir atvikum. Sérstaklega mikilvægt er að Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri hefur nú þegar fengið fjármagn í gegnum áhersluverkefni Sóknaráætlunar til þess að starfa með hópnum, enda tel ég ákaflega mikilvægt að leggja áherslu á rannsóknir sem og markvissa rýni á vel heppnuðum byggðaaðgerðum í öðrum löndum. Sem dæmi tel ég að við gætum horft sérstaklega til Oulu í Finnlandi eða Tromsö í Noregi. Í Tromsö er öflugt háskólasamfélag, sjúkrahús og höfuðstöðvar Norðurskautsráðsins. Þar að auki er þar öflug miðstöð rannsókna- og nýsköpunar. Tromsö er í raun mikilvæg miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, verslunar, menningar og menntunar í Norður Noregi. Ég hlakka til að bretta upp ermar og leggja mitt af mörkum í þessari vinnu, en stefnt er að því að verkefnahópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir júlí á næsta ári. Höfundur er formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun