Jafn réttur til fæðingarorlofs og brjóstagjöf Ásdís A. Arnalds og Sunna Símonardóttir skrifa 29. september 2020 11:01 Brjóstagjöf hefur nýverið skotið upp kollinum í umræðu um frumvarp um breytingar á lögum um fæðingarorlof þar sem lýst hefur verið áhyggjum af áhrifum jafnræðis í orlofstöku á brjóstagjöf. En er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að brjóstagjöf líði fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra? Brjóstagjöf á Íslandi Brjóstagjöf er bæði algeng og álitin sjálfsögð á Íslandi og líkt og á hinum Norðurlöndunum þá hefja næstum allar íslenskar mæður brjóstagjöf. Hátt hlutfall brjóstagjafar bendir til þess að sú hugmynd að mæður vilji hafa börn sín á brjósti sé menningarlega mjög sterk hér á landi. Tölur frá árinu 2018 sýna að við fyrstu heimavitjun eru um 84% á brjósti, eingöngu, aðallega eða með þurrmjólkurábót og við sex vikna skoðun er hlutfallið komið upp í 88,4%. Í viðmiðum um næringu ungbarna er foreldrum bent á að börn á aldrinum fjögurra til sex mánaða geti fengið að smakka litla skammta af öðrum mat sem viðbót við brjóstamjólk eða þurrmjólk. Þegar barnið er orðið 6 mánaða þarf það aftur á móti meiri næringu en brjóstamjólk eða þurrmjólk til að fullnægja orku- og næringarþörf sinni og því er æskilegt að auka fjölbreytni í fæðuvali tiltölulega hratt eftir 6 mánaða aldur. Tölur um brjóstagjöf við 6 mánuða aldur sýna að foreldrar fylgja þessum tilmælum því þá eru aðeins 16% barna eingöngu á brjósti en 67% fá brjóstamjólk ásamt öðrum mat. Fæðingarorlof og brjóstagjöf Í nýju frumvarpi um fæðingarorlof er lagt til að réttur hvors foreldris verði 6 mánuðir en að foreldrar geti hvort um sig framselt einn mánuð til hins aðilans. Leiða má líkur að því að flestar mæður muni þá nýta 7 mánuði. Rannsóknir sem gerðar hafa verið við Háskóla Íslands undir forystu Guðnýjar Bjarkar Eydal og Ingólfs V. Gíslasonar sýna að fram til þessa hefur orlofslengd mæðra ekki komið í veg fyrir að þær væru lengi með börn sín á brjósti. Þvert á móti hefur lengd brjóstagjafar aukist jafnt og þétt á undangengum 20 árum. Könnun sem náði til foreldra sem áttu sitt fyrsta barn árið 2003 sýndi að mæður voru að meðaltali 8,3 mánuði með barnið á brjósti en til samanburðar var meðallengd brjóstagjafar 9,6 mánuðir í könnun meðal foreldra sem áttu sitt fyrsta barn árið 2014. Þessi aukning átti sér stað þrátt fyrir að mæður í síðarnefnda hópnum hefðu sama rétt til töku orlofs og mæður í þeim fyrrnefnda. Sömu rannsóknir sýna að engin tengsl eru á milli lengdar brjóstagjafar og þess hvenær mæður fara aftur til vinnu eftir barnsburð. Niðurstöður meðal þeirra sem áttu sitt fyrsta barn árið 2014 sýndu til að mynda að mæður sem hófu störf innan við 7 mánuðum eftir fæðingu voru að meðaltali 9,4 mánuði með barnið á brjósti en meðallengd brjóstagjafar var 9,6 mánuðir hjá þeim sem hófu vinnu eftir að barnið varð eins árs. Af þessu má ráða að atvinnuþátttaka mæðra kemur alls ekki í veg fyrir að þær séu með barn sitt á brjósti. Með öðrum orðum að atvinnuþátttaka ræður ekki lengd brjóstagjafar. Hugmyndir okkar og vísindaleg þekking á brjóstagjöf er nátengd hugmyndum okkar um móðurhlutverkið, hvað felist í því að vera móðir og hvaða eiginleikum góðar mæður skuli búa yfir, og því getur það að ná ekki að hafa barn sitt á brjósti haft mikil áhrif á sjálfsmynd þeirra mæðra sem það upplifa. Rannsóknir Sunnu Símonardóttur benda til þess að hin mikla áhersla sem lögð er á farsæla brjóstagjöf geti valdið skömm, sektarkennd og upplifun um að hafa brugðist hjá mæðrum sem gefa börnum sínum þurrmjólk og á sérstaklega við um þær konur sem vildu hafa börn sín á brjósti, en gátu það ekki. Það þjónar ekki hagsmunum mæðra sem eru með börn sín á brjósti, eða mæðra sem geta ekki haft börn sín á brjósti að stilla umræðunni upp með þeim hætti að réttindi til fæðingarorlofs eigi að stjórnast af virkni mjólkurkirtla. Þær íslensku rannsóknir sem vísað er í hér á undan benda einnig eindregið til þess að áhyggjur af því að brjóstagjöf muni líða fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra séu einfaldlega ekki á rökum reistar. Ásdís A. Arnalds, doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild HÍ og verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sunna Símonardóttir Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Brjóstagjöf hefur nýverið skotið upp kollinum í umræðu um frumvarp um breytingar á lögum um fæðingarorlof þar sem lýst hefur verið áhyggjum af áhrifum jafnræðis í orlofstöku á brjóstagjöf. En er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að brjóstagjöf líði fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra? Brjóstagjöf á Íslandi Brjóstagjöf er bæði algeng og álitin sjálfsögð á Íslandi og líkt og á hinum Norðurlöndunum þá hefja næstum allar íslenskar mæður brjóstagjöf. Hátt hlutfall brjóstagjafar bendir til þess að sú hugmynd að mæður vilji hafa börn sín á brjósti sé menningarlega mjög sterk hér á landi. Tölur frá árinu 2018 sýna að við fyrstu heimavitjun eru um 84% á brjósti, eingöngu, aðallega eða með þurrmjólkurábót og við sex vikna skoðun er hlutfallið komið upp í 88,4%. Í viðmiðum um næringu ungbarna er foreldrum bent á að börn á aldrinum fjögurra til sex mánaða geti fengið að smakka litla skammta af öðrum mat sem viðbót við brjóstamjólk eða þurrmjólk. Þegar barnið er orðið 6 mánaða þarf það aftur á móti meiri næringu en brjóstamjólk eða þurrmjólk til að fullnægja orku- og næringarþörf sinni og því er æskilegt að auka fjölbreytni í fæðuvali tiltölulega hratt eftir 6 mánaða aldur. Tölur um brjóstagjöf við 6 mánuða aldur sýna að foreldrar fylgja þessum tilmælum því þá eru aðeins 16% barna eingöngu á brjósti en 67% fá brjóstamjólk ásamt öðrum mat. Fæðingarorlof og brjóstagjöf Í nýju frumvarpi um fæðingarorlof er lagt til að réttur hvors foreldris verði 6 mánuðir en að foreldrar geti hvort um sig framselt einn mánuð til hins aðilans. Leiða má líkur að því að flestar mæður muni þá nýta 7 mánuði. Rannsóknir sem gerðar hafa verið við Háskóla Íslands undir forystu Guðnýjar Bjarkar Eydal og Ingólfs V. Gíslasonar sýna að fram til þessa hefur orlofslengd mæðra ekki komið í veg fyrir að þær væru lengi með börn sín á brjósti. Þvert á móti hefur lengd brjóstagjafar aukist jafnt og þétt á undangengum 20 árum. Könnun sem náði til foreldra sem áttu sitt fyrsta barn árið 2003 sýndi að mæður voru að meðaltali 8,3 mánuði með barnið á brjósti en til samanburðar var meðallengd brjóstagjafar 9,6 mánuðir í könnun meðal foreldra sem áttu sitt fyrsta barn árið 2014. Þessi aukning átti sér stað þrátt fyrir að mæður í síðarnefnda hópnum hefðu sama rétt til töku orlofs og mæður í þeim fyrrnefnda. Sömu rannsóknir sýna að engin tengsl eru á milli lengdar brjóstagjafar og þess hvenær mæður fara aftur til vinnu eftir barnsburð. Niðurstöður meðal þeirra sem áttu sitt fyrsta barn árið 2014 sýndu til að mynda að mæður sem hófu störf innan við 7 mánuðum eftir fæðingu voru að meðaltali 9,4 mánuði með barnið á brjósti en meðallengd brjóstagjafar var 9,6 mánuðir hjá þeim sem hófu vinnu eftir að barnið varð eins árs. Af þessu má ráða að atvinnuþátttaka mæðra kemur alls ekki í veg fyrir að þær séu með barn sitt á brjósti. Með öðrum orðum að atvinnuþátttaka ræður ekki lengd brjóstagjafar. Hugmyndir okkar og vísindaleg þekking á brjóstagjöf er nátengd hugmyndum okkar um móðurhlutverkið, hvað felist í því að vera móðir og hvaða eiginleikum góðar mæður skuli búa yfir, og því getur það að ná ekki að hafa barn sitt á brjósti haft mikil áhrif á sjálfsmynd þeirra mæðra sem það upplifa. Rannsóknir Sunnu Símonardóttur benda til þess að hin mikla áhersla sem lögð er á farsæla brjóstagjöf geti valdið skömm, sektarkennd og upplifun um að hafa brugðist hjá mæðrum sem gefa börnum sínum þurrmjólk og á sérstaklega við um þær konur sem vildu hafa börn sín á brjósti, en gátu það ekki. Það þjónar ekki hagsmunum mæðra sem eru með börn sín á brjósti, eða mæðra sem geta ekki haft börn sín á brjósti að stilla umræðunni upp með þeim hætti að réttindi til fæðingarorlofs eigi að stjórnast af virkni mjólkurkirtla. Þær íslensku rannsóknir sem vísað er í hér á undan benda einnig eindregið til þess að áhyggjur af því að brjóstagjöf muni líða fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra séu einfaldlega ekki á rökum reistar. Ásdís A. Arnalds, doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild HÍ og verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun