Sam McBratney, höfundur barnabókarinnar Veistu hvað ég elska þig mikið? er látinn 77 ára að aldri. Bókin, sem heitir á móðurmáli skáldsins Guess How Much I Love You?, var þýdd yfir á 57 tungumál og seldist í fimmtíu milljónum eintaka um allan heim.
''I love you right up to the moon,' he said and closed his eyes. 'Oh that's far,' said Big Nutbrown Hare. 'That is very, very far.''
— Waterstones (@Waterstones) September 21, 2020
We are very sad to hear that Sam McBratney, author of Guess How Much I Love You, has died aged 77. pic.twitter.com/AXfmeAByvo
Bókin fjallar um Stóra og Litla héraljúf sem reyna að mæla væntumþykjuna, sem reynist þeim erfitt. Hún er hvað þekktust fyrir lokaorðin: „Ég elska þig til tunglsins og til baka“.
Bókin var fyrst gefin út árið 1994 og var meðal annars þýdd yfir á íslensku. McBratney var kennari áður en hann sneri sér að rithöfundastörfum og gaf út yfir fimmtíu bækur á ferlinum. Engin var þó jafn vinsæl og bókin um Stóra og Litla héraljúf.