Cesc Fabregas segir að Sadio Mané sé sá besti í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2020 10:30 Sadio Mané fagnar öðru marka sinna fyrir Liverpool á móti Chelsea á Stamford Bridge um helgina. EPA-EFE/Matt Dunha Mohamed Salah var hetja Liverpool í fyrstu umferðinni þegar hann skoraði þrennu í dramatískum 4-3 sigri á Leeds. Um helgina var komið að Sadio Mané að eigna sér sviðsljósið. Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool liðsins í 2-0 sigri á Chelsea og fékk mikið hrós frá Spánverjanum Cesc Fabregas. Áður en Sadio Mané skoraði mörkin sín þá hafði hann fiskað danska miðvörðinn Andreas Christensen af velli. Andreas Christensen þurfti hreinlega að beita rúgby tæklingu til að stoppa Sadio Mané. Atvikið með Christensen varð á lokamínútu fyrri hálfleik. Það tók Sadio Mané síðan bara tíu mínútur af seinni hálfleik að leggja gruninn að sigri Liverpool með tveimur mörkum. If Mane isn't the best in the Premier League, then who is? #LFC https://t.co/2l8hECEfh9— GiveMeSport Football (@GMS__Football) September 20, 2020 Cesc Fabregas kveikti heldur betur í netheimum með því að setja inn stóra yfirlýsingu á Twitter-reikninginn sinn. Cesc Fabregas skrifaði: „Ég segi það aftur. Mané er besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.“ Kevin de Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá má ekki gleyma liðsfélögunum Salah og Virgil van Dijk hjá Liverpool. Það er vissulega nóg af frábærum leikmönnum í deildinni og þeim er bara að fjölga eftir að enska úrvalsdeildin er að fá heimsklassa leikmenn frá bæði Þýskalandi og Spáni. I ll say it again. Mané best player in the League.— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) September 20, 2020 Cesc Fabregas fékk mikil viðbrögð við tísti sínu. Yfir 2500 manns tjáðu sig um það og því var endurtíst yfir 22 þúsundum sinnum. Jamie Carragher tók undir orð Fabregas á Sky Sports og hrósaði Mané mikið en það er þó ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. „Ég tel að Mané sé einn af bestu leikmönnum heims sem spila vinstra megin. Ég elska hann,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Hann er fyrstu stóru kaup Jürgen Klopp og hann hjálpaði Liverpool að komast í Meistaradeildina á fyrsta tímabilinu. Hann er mjög stöðugur og er algjör ofurstjarna,“ sagði Carragher. „Við elskuðum John Barnes og hann hefur alltaf verið í úrvalsliði Liverpool frá upphafi. Ég held að þegar Mané hættir þá verður hann kominn langt með það að ýta Barnes út úr því liði,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Mohamed Salah var hetja Liverpool í fyrstu umferðinni þegar hann skoraði þrennu í dramatískum 4-3 sigri á Leeds. Um helgina var komið að Sadio Mané að eigna sér sviðsljósið. Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool liðsins í 2-0 sigri á Chelsea og fékk mikið hrós frá Spánverjanum Cesc Fabregas. Áður en Sadio Mané skoraði mörkin sín þá hafði hann fiskað danska miðvörðinn Andreas Christensen af velli. Andreas Christensen þurfti hreinlega að beita rúgby tæklingu til að stoppa Sadio Mané. Atvikið með Christensen varð á lokamínútu fyrri hálfleik. Það tók Sadio Mané síðan bara tíu mínútur af seinni hálfleik að leggja gruninn að sigri Liverpool með tveimur mörkum. If Mane isn't the best in the Premier League, then who is? #LFC https://t.co/2l8hECEfh9— GiveMeSport Football (@GMS__Football) September 20, 2020 Cesc Fabregas kveikti heldur betur í netheimum með því að setja inn stóra yfirlýsingu á Twitter-reikninginn sinn. Cesc Fabregas skrifaði: „Ég segi það aftur. Mané er besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.“ Kevin de Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá má ekki gleyma liðsfélögunum Salah og Virgil van Dijk hjá Liverpool. Það er vissulega nóg af frábærum leikmönnum í deildinni og þeim er bara að fjölga eftir að enska úrvalsdeildin er að fá heimsklassa leikmenn frá bæði Þýskalandi og Spáni. I ll say it again. Mané best player in the League.— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) September 20, 2020 Cesc Fabregas fékk mikil viðbrögð við tísti sínu. Yfir 2500 manns tjáðu sig um það og því var endurtíst yfir 22 þúsundum sinnum. Jamie Carragher tók undir orð Fabregas á Sky Sports og hrósaði Mané mikið en það er þó ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. „Ég tel að Mané sé einn af bestu leikmönnum heims sem spila vinstra megin. Ég elska hann,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Hann er fyrstu stóru kaup Jürgen Klopp og hann hjálpaði Liverpool að komast í Meistaradeildina á fyrsta tímabilinu. Hann er mjög stöðugur og er algjör ofurstjarna,“ sagði Carragher. „Við elskuðum John Barnes og hann hefur alltaf verið í úrvalsliði Liverpool frá upphafi. Ég held að þegar Mané hættir þá verður hann kominn langt með það að ýta Barnes út úr því liði,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira