„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. september 2020 10:51 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í pontu þegar hlutafjárútboðið hófst í vikunni. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist ekki geta tjáð sig um einstaka áskriftir í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í gær, spurður út í fregnir þess efnis að stjórn félagsins hafi hafnað sjö milljarða króna tilboði bandaríska fjárfestisins Michelle Ballarin. Hann segir í samtali við Vísi að útboðið hafi gengið vonum framar og að starfsmenn félagsins séu stoltir og auðmjúkir. Í tilkynningu Icelandair í gær kom fram að umframeftirspurn hefði verið eftir hlutum í félaginu. Alls hefðu borist yfir 9 þúsund áskriftir samtals að fjárhæð 37,3 milljarðar króna. Stjórn hefði samþykkt áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða og þannig ákveðið að nýta heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar. Athygli vekur að sjö milljörðum króna munar á heildarfjárhæð áskrifta og því sem stjórn samþykkti en greint var frá því í gær að Ballarin hefði einmitt skráð sig fyrir sjö milljarða hlut í félaginu. Einni áskrift hafnað þar sem ekki tókst að sýna fram á fjármögnun „Ég get ekki tjáð mig um einstakar áskriftir en í svona útboðum þá hafa umsjónaraðilar og stjórn heimild til þess að fá staðfestingu á og kanna fjármögnun á áskriftum ef aðilar telja svo vera nauðsynlegt. Það var gert í nokkrum tilvikum og í einu tilviki þá tókst áskrifanda ekki að sanna eða sýna fram á að fjármögnun lægi fyrir á áskriftinni þannig að einni áskrift var hafnað,“ segir Bogi spurður út í tilboð Ballarin og hvort því hafi verið hafnað. Þá segir hann aðspurður hvort Ballarin sé orðinn einn stærsti hluthafinn í Icelandair að hluthafalistinn verði birtur fljótlega. Það þurfi að skrá bréfin og gefa þau út, það geti tekið einhverja daga. Fyrir útboðið voru lífeyrissjóðirnir stærstu hluthafar í Icelandair og héldu samanlagt á rúmum fimmtíu og þremur prósentum. Þeim var boðið að verja sinn hlut í útboðinu en Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem fyrir útboð var stærsti hluthafinn, tók ekki þátt í útboðinu. Bogi var spurður hvort lífeyrissjóðirnir væru enn í meirihluta að útboði loknu. „Eins og kom framí tilkynningunni í gær þá fjölgar almennum fjársfestar og almenningi í hluthafahópnum. Nú eru svokallaðir „retail“fjárfestar 50% af okkar hluthöfum og hluthöfum eru að fjölga mjög mikið, um sjö þúsund og eru um 11 þúsund hluthafar núna, sem er mjög ánægjulegt og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið.“ Finna til ábyrgðar eftir útboðið Bogi segir að hann hafi alltaf verið bjartsýnn á að hlutafjárútboðið myndi ganga upp en niðurstaðan sé þó vonum framar. „Eftirspurnin var meiri heldur en við gerðum ráð fyrir sem er algjörlega frábært og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni má segja, hluthöfum fjölgar um sjö þúsund, þeir verða um ellefu þúsund. Þannig að við erum bara mjög stolt og auðmjúk hérna hjá félaginu,“ segir Bogi. Eru þetta þá aðallega innlendir fagfjárfestar og einstaklingar sem tóku þátt í útboðinu þar sem þú talar um stuðningsyfirlýsingu frá þjóðinni? „Já, náttúrulega í útboðinu og svo hefur verið mikil hvatning víða úr þjóðfélaginu í gegnum ferlið allt saman. Við erum mjög ánægð með það.“ Hver eru svo næstu skref hjá Icelandair? „Nú er þessu verkefni lokið sem við höfum verið að fókusera á síðustu sex mánuði og nú verðum við að einbeita okkur að rekstri fyrirtækisins og það ætlum við að gera og ná árangri þar. Við finnum til ábyrgðar eftir þetta útboð og ætlum að ná árangri,“ segir Bogi. Á kynningarfundi á dögunum var því haldið fram að ef flugið tæki ekki við sér næsta sumar þyrfti jafnvel að draga á lánalínur með ríkisábyrgð í lok sumars. Bogi segir að niðurstaðan í útboðinu, minnki, upp að vissu marki, líkurnar á því að þess þurfi. „Ef eftirspurnin tekur ekki við sér næsta sumar að neinu leiti - og við verðum á sama stað þá og við erum núna - þá eru einhverjar líkur a því að við þurfum að draga á lánalínuna en markmiðið okkar er að þurfa ekki að gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist ekki geta tjáð sig um einstaka áskriftir í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í gær, spurður út í fregnir þess efnis að stjórn félagsins hafi hafnað sjö milljarða króna tilboði bandaríska fjárfestisins Michelle Ballarin. Hann segir í samtali við Vísi að útboðið hafi gengið vonum framar og að starfsmenn félagsins séu stoltir og auðmjúkir. Í tilkynningu Icelandair í gær kom fram að umframeftirspurn hefði verið eftir hlutum í félaginu. Alls hefðu borist yfir 9 þúsund áskriftir samtals að fjárhæð 37,3 milljarðar króna. Stjórn hefði samþykkt áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða og þannig ákveðið að nýta heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar. Athygli vekur að sjö milljörðum króna munar á heildarfjárhæð áskrifta og því sem stjórn samþykkti en greint var frá því í gær að Ballarin hefði einmitt skráð sig fyrir sjö milljarða hlut í félaginu. Einni áskrift hafnað þar sem ekki tókst að sýna fram á fjármögnun „Ég get ekki tjáð mig um einstakar áskriftir en í svona útboðum þá hafa umsjónaraðilar og stjórn heimild til þess að fá staðfestingu á og kanna fjármögnun á áskriftum ef aðilar telja svo vera nauðsynlegt. Það var gert í nokkrum tilvikum og í einu tilviki þá tókst áskrifanda ekki að sanna eða sýna fram á að fjármögnun lægi fyrir á áskriftinni þannig að einni áskrift var hafnað,“ segir Bogi spurður út í tilboð Ballarin og hvort því hafi verið hafnað. Þá segir hann aðspurður hvort Ballarin sé orðinn einn stærsti hluthafinn í Icelandair að hluthafalistinn verði birtur fljótlega. Það þurfi að skrá bréfin og gefa þau út, það geti tekið einhverja daga. Fyrir útboðið voru lífeyrissjóðirnir stærstu hluthafar í Icelandair og héldu samanlagt á rúmum fimmtíu og þremur prósentum. Þeim var boðið að verja sinn hlut í útboðinu en Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem fyrir útboð var stærsti hluthafinn, tók ekki þátt í útboðinu. Bogi var spurður hvort lífeyrissjóðirnir væru enn í meirihluta að útboði loknu. „Eins og kom framí tilkynningunni í gær þá fjölgar almennum fjársfestar og almenningi í hluthafahópnum. Nú eru svokallaðir „retail“fjárfestar 50% af okkar hluthöfum og hluthöfum eru að fjölga mjög mikið, um sjö þúsund og eru um 11 þúsund hluthafar núna, sem er mjög ánægjulegt og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið.“ Finna til ábyrgðar eftir útboðið Bogi segir að hann hafi alltaf verið bjartsýnn á að hlutafjárútboðið myndi ganga upp en niðurstaðan sé þó vonum framar. „Eftirspurnin var meiri heldur en við gerðum ráð fyrir sem er algjörlega frábært og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni má segja, hluthöfum fjölgar um sjö þúsund, þeir verða um ellefu þúsund. Þannig að við erum bara mjög stolt og auðmjúk hérna hjá félaginu,“ segir Bogi. Eru þetta þá aðallega innlendir fagfjárfestar og einstaklingar sem tóku þátt í útboðinu þar sem þú talar um stuðningsyfirlýsingu frá þjóðinni? „Já, náttúrulega í útboðinu og svo hefur verið mikil hvatning víða úr þjóðfélaginu í gegnum ferlið allt saman. Við erum mjög ánægð með það.“ Hver eru svo næstu skref hjá Icelandair? „Nú er þessu verkefni lokið sem við höfum verið að fókusera á síðustu sex mánuði og nú verðum við að einbeita okkur að rekstri fyrirtækisins og það ætlum við að gera og ná árangri þar. Við finnum til ábyrgðar eftir þetta útboð og ætlum að ná árangri,“ segir Bogi. Á kynningarfundi á dögunum var því haldið fram að ef flugið tæki ekki við sér næsta sumar þyrfti jafnvel að draga á lánalínur með ríkisábyrgð í lok sumars. Bogi segir að niðurstaðan í útboðinu, minnki, upp að vissu marki, líkurnar á því að þess þurfi. „Ef eftirspurnin tekur ekki við sér næsta sumar að neinu leiti - og við verðum á sama stað þá og við erum núna - þá eru einhverjar líkur a því að við þurfum að draga á lánalínuna en markmiðið okkar er að þurfa ekki að gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33