Ofbeldi gegn börnum þarf að lúta í lægra haldi - sama hvað það kostar Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 17. september 2020 11:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Þeirra staða er sú að þau hafa verið eða eru að verða fyrir hvers konar ofbeldi. Nýjar tölur segja að það eru rúmlega 300 börn sem búa við heimilisofbeldi. Þessi tala er byggð á tilkynningum - þá eru eftir skuggatölurnar. Eða það ofbeldi sem er ekki er tilkynnt. Undanfarna daga hafa svo birst fréttir af því að börn, sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi, þurfi að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Einnig sjáum við að stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu. Flest hafa lifað með því alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Þau fá ekki vini heim með sér eftir skóla og eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum. Ekkert þessara barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. Þetta eru einungis nýleg dæmi úr fréttum sl. daga. Við vitum að það er gríðarmikil fylgni á milli áfalla tengdum ofbeldi í æsku og þess að glíma við erfiðleika á borð við fíkn, geðsjúkdóma og jafnvel tilheyra jaðarsettum hópum á fullorðinsárum. Það var og er enn talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldursins. Og það ekki að ósekju. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir sendu ákall til almennings og hvöttu til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur um hvers konar ofbeldi væri fyrir hendi. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá sé svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tilkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Og tilkynningum fjölgaði um 20% Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá að tilkynningum til Barnaverndar jukust. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Það er þess vegna sem ég vildi nýta umræðuna í borgarstjórn til að ræða ofbeldi gegn börnum á breiðari vettvangi. Því það á ekki að skipta máli í hvaða flokki við tilheyrum eða hvort við erum í sveitastjórn eða á þinginu. Staða sumra barna er einfaldlega svo alvarleg að við verðum að standa saman til að sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Sama hvað það kostar. Í mínum huga eru mannréttindi - eða réttindi barna - ekki kostnaður og kvöð heldur alvöru verðmæti til framtíðar. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur. Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Þeirra staða er sú að þau hafa verið eða eru að verða fyrir hvers konar ofbeldi. Nýjar tölur segja að það eru rúmlega 300 börn sem búa við heimilisofbeldi. Þessi tala er byggð á tilkynningum - þá eru eftir skuggatölurnar. Eða það ofbeldi sem er ekki er tilkynnt. Undanfarna daga hafa svo birst fréttir af því að börn, sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi, þurfi að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Einnig sjáum við að stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu. Flest hafa lifað með því alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Þau fá ekki vini heim með sér eftir skóla og eru ekki í skipulögðum tómstundum eða íþróttum. Ekkert þessara barnanna var í tónlistarnámi og helmingur var ekki með neitt áhugamál. Þetta eru einungis nýleg dæmi úr fréttum sl. daga. Við vitum að það er gríðarmikil fylgni á milli áfalla tengdum ofbeldi í æsku og þess að glíma við erfiðleika á borð við fíkn, geðsjúkdóma og jafnvel tilheyra jaðarsettum hópum á fullorðinsárum. Það var og er enn talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldursins. Og það ekki að ósekju. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir sendu ákall til almennings og hvöttu til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur um hvers konar ofbeldi væri fyrir hendi. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá sé svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tilkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Og tilkynningum fjölgaði um 20% Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá að tilkynningum til Barnaverndar jukust. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Það er þess vegna sem ég vildi nýta umræðuna í borgarstjórn til að ræða ofbeldi gegn börnum á breiðari vettvangi. Því það á ekki að skipta máli í hvaða flokki við tilheyrum eða hvort við erum í sveitastjórn eða á þinginu. Staða sumra barna er einfaldlega svo alvarleg að við verðum að standa saman til að sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Sama hvað það kostar. Í mínum huga eru mannréttindi - eða réttindi barna - ekki kostnaður og kvöð heldur alvöru verðmæti til framtíðar. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur. Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.
Í 1. grein Barnalaga segir: Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun