Breiðum birkið út! Pétur Halldórsson skrifar 15. september 2020 16:00 Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Á þeim degi er upplagt að efna til sameiginlegs verkefnis með þjóðinni um útbreiðslu á einni öflugustu frumherjaplöntu sem þrífst á landinu. Planta þessi er birki, ilmbjörk, og heitir á latínu Betula pubescens. Við landnám var að minnsta kosti fjórðungur landsins vaxinn birkiskóglendi. Nú er þekja birkis einungis hálft annað prósent. Aðeins hálft prósent af þessu birkiskóglendi telst vera skógur út frá alþjóðlegri skilgreiningu á skógi, sem segir að skógur sé svæði sem er að minnsta kosti hálfur hektari á stærð vaxið trjám sem ná 5 metra hæð eða meira. Slíkur skógur gæti vaxið mun víðar en nú er. Pétur Halldórsson Meginkostur birkis er mikil fræframleiðsla sem þýðir að tegundin er mjög dugleg að sá sér út ef aðstæður eru hagstæðar fyrir fræið að spíra. Birki er frumherjategund. Slíkar tegundir eru á undan öðrum að nema land og duga því vel til að koma upp heilbrigðri gróðurhulu sem þolað getur ýmis áföll. Á Íslandi þarf gróðurlendi að þola alls kyns áraun af völdum náttúruaflanna, hvort sem það er veður, öskugos eða annað. Skógi vaxið land stenst slíka áraun mun betur en skóglaust. Í dag er biðlað til þjóðarinnar að hjálpa birkinu að breiðast út á ný um landið. Nælið ykkur í söfnunaröskju í Bónus eða finnið sjálf bréfpoka, taupoka eða grisju til að safna í, finnið falleg tré með miklu fræi, skráið hvar tínt var og sáið á beitarfriðuðum svæðum þar sem leyfilegt er. Ef fólki hentar ekki að sá fræinu á eigin spýtur má líka skila því í tunnur í Bónus-verslunum eða koma því til Skógræktarinnar eða Landgræðslunnar. Meira á vef verkefnisins, birkiskogur.is. Höfundur situr í undirbúningshópi fræsöfnunarverkefnisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Pétur Halldórsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Á þeim degi er upplagt að efna til sameiginlegs verkefnis með þjóðinni um útbreiðslu á einni öflugustu frumherjaplöntu sem þrífst á landinu. Planta þessi er birki, ilmbjörk, og heitir á latínu Betula pubescens. Við landnám var að minnsta kosti fjórðungur landsins vaxinn birkiskóglendi. Nú er þekja birkis einungis hálft annað prósent. Aðeins hálft prósent af þessu birkiskóglendi telst vera skógur út frá alþjóðlegri skilgreiningu á skógi, sem segir að skógur sé svæði sem er að minnsta kosti hálfur hektari á stærð vaxið trjám sem ná 5 metra hæð eða meira. Slíkur skógur gæti vaxið mun víðar en nú er. Pétur Halldórsson Meginkostur birkis er mikil fræframleiðsla sem þýðir að tegundin er mjög dugleg að sá sér út ef aðstæður eru hagstæðar fyrir fræið að spíra. Birki er frumherjategund. Slíkar tegundir eru á undan öðrum að nema land og duga því vel til að koma upp heilbrigðri gróðurhulu sem þolað getur ýmis áföll. Á Íslandi þarf gróðurlendi að þola alls kyns áraun af völdum náttúruaflanna, hvort sem það er veður, öskugos eða annað. Skógi vaxið land stenst slíka áraun mun betur en skóglaust. Í dag er biðlað til þjóðarinnar að hjálpa birkinu að breiðast út á ný um landið. Nælið ykkur í söfnunaröskju í Bónus eða finnið sjálf bréfpoka, taupoka eða grisju til að safna í, finnið falleg tré með miklu fræi, skráið hvar tínt var og sáið á beitarfriðuðum svæðum þar sem leyfilegt er. Ef fólki hentar ekki að sá fræinu á eigin spýtur má líka skila því í tunnur í Bónus-verslunum eða koma því til Skógræktarinnar eða Landgræðslunnar. Meira á vef verkefnisins, birkiskogur.is. Höfundur situr í undirbúningshópi fræsöfnunarverkefnisins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun