Vanmáttartilfinningin sigruð Brynhildur Bolladóttir skrifar 15. september 2020 14:30 Mörg okkar hafa fylgst með fréttum sl. daga og fundið fyrir kunnuglegri vanmáttartilfinningu sem gerir alltof oft vart við sig. Fregnir af brottvísun fjölskyldu frá landinu nísta inn að hjartarótum, myndir af eldum sem geisa í Moria búðunum í Grikklandi eru óhugsandi. Börn flýja eina heimilið sem þau þekkja, tjaldbúðir með þúsundum annarra þar sem 167 einstaklingar deila klósetti og 242 sturtu. Stundum hugsa ég um hvernig mér hefur liðið að lokinni útilegu eða ferð á tónlistarhátíð, þar sem ég fór í þeim eina tilgangi að hafa gaman en hef alltaf þakkað fyrir rúmið mitt og sturtuna að skemmtun lokinni. Fólk sem býr í flóttamannabúðum er svo sannarlega ekki í skemmtiferð og það veit ekkert hvar heima verður í framtíðinni. Það eygir von um að eignast betra líf á friðsælum stað, en allra helst myndi það vilja búa þar sem það átti heima. Þar sem það átti vini og fjölskyldu, menninguna sína og lífsviðurværi. En öryggi heimilisins eða jafnvel landsins alls var ógnað svo það lagði á flótta og býr nú í ómannsæmandi aðstæðum. Fréttamyndir frá Sýrlandi, Jemen, Palestínu, Grikklandi og Miðjarðarhafinu og fleiri og fleiri löndum sitja í mér. Hvað get ég gert héðan af heimili mínu í Laugardalnum? Úr vinnunni minni í Efstaleiti í litlu Reykjavík? Mörg grípa til aðgerða, fara erlendis sem sendifulltrúar á vegum félaga líkt og Rauða krossins eða annarra. Ekki öll hafa tækifæri, vilja eða getu til þess að aðstoða á vettvangi enda reynir það virkilega á líkama og sál en það eru hins vegar ótal tækifæri til þess að styðja við fólk og rétta út hjálparhönd. Láta gott af sér leiða en læra líka óskaplega margt í leiðinni. Eitt það gagnlegasta sem þú getur gert er að gerast sjálfboðaliði og styðja fólk sem komið er hingað til lands í leit að vernd. Rauði krossinn er með fjölmörg verkefni um allt land sem snúa m.a. að því að veita aðstoð en ekki síst vináttu til fólks sem flúið hefur heimkynni sín. Þá eru einnig ýmis verkefni sem snúa að því að koma í veg fyrir einmanaleika og fleira. Tími er gjarnan af skornum skammti en sjálfboðaliðastarf gefur fólki oftast mun meira en það tekur og lærdómurinn, gleðin og ánægjan skila sér. Kannski er líka bara hægt að horfa saman á Netflix í staðinn fyrir að gera það ein? Látum þetta verða haustið þar sem við sigrum vanmáttartilfinninguna og gerum eitthvað í því að gera heiminn að betri stað. Skráðu þig sem sjálfboðaliða strax í dag á raudikrossinn.is Sjálfboðastarf þitt getur breytt lífum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Hælisleitendur Félagasamtök Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Mörg okkar hafa fylgst með fréttum sl. daga og fundið fyrir kunnuglegri vanmáttartilfinningu sem gerir alltof oft vart við sig. Fregnir af brottvísun fjölskyldu frá landinu nísta inn að hjartarótum, myndir af eldum sem geisa í Moria búðunum í Grikklandi eru óhugsandi. Börn flýja eina heimilið sem þau þekkja, tjaldbúðir með þúsundum annarra þar sem 167 einstaklingar deila klósetti og 242 sturtu. Stundum hugsa ég um hvernig mér hefur liðið að lokinni útilegu eða ferð á tónlistarhátíð, þar sem ég fór í þeim eina tilgangi að hafa gaman en hef alltaf þakkað fyrir rúmið mitt og sturtuna að skemmtun lokinni. Fólk sem býr í flóttamannabúðum er svo sannarlega ekki í skemmtiferð og það veit ekkert hvar heima verður í framtíðinni. Það eygir von um að eignast betra líf á friðsælum stað, en allra helst myndi það vilja búa þar sem það átti heima. Þar sem það átti vini og fjölskyldu, menninguna sína og lífsviðurværi. En öryggi heimilisins eða jafnvel landsins alls var ógnað svo það lagði á flótta og býr nú í ómannsæmandi aðstæðum. Fréttamyndir frá Sýrlandi, Jemen, Palestínu, Grikklandi og Miðjarðarhafinu og fleiri og fleiri löndum sitja í mér. Hvað get ég gert héðan af heimili mínu í Laugardalnum? Úr vinnunni minni í Efstaleiti í litlu Reykjavík? Mörg grípa til aðgerða, fara erlendis sem sendifulltrúar á vegum félaga líkt og Rauða krossins eða annarra. Ekki öll hafa tækifæri, vilja eða getu til þess að aðstoða á vettvangi enda reynir það virkilega á líkama og sál en það eru hins vegar ótal tækifæri til þess að styðja við fólk og rétta út hjálparhönd. Láta gott af sér leiða en læra líka óskaplega margt í leiðinni. Eitt það gagnlegasta sem þú getur gert er að gerast sjálfboðaliði og styðja fólk sem komið er hingað til lands í leit að vernd. Rauði krossinn er með fjölmörg verkefni um allt land sem snúa m.a. að því að veita aðstoð en ekki síst vináttu til fólks sem flúið hefur heimkynni sín. Þá eru einnig ýmis verkefni sem snúa að því að koma í veg fyrir einmanaleika og fleira. Tími er gjarnan af skornum skammti en sjálfboðaliðastarf gefur fólki oftast mun meira en það tekur og lærdómurinn, gleðin og ánægjan skila sér. Kannski er líka bara hægt að horfa saman á Netflix í staðinn fyrir að gera það ein? Látum þetta verða haustið þar sem við sigrum vanmáttartilfinninguna og gerum eitthvað í því að gera heiminn að betri stað. Skráðu þig sem sjálfboðaliða strax í dag á raudikrossinn.is Sjálfboðastarf þitt getur breytt lífum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar