Stofnandi Play krefst gjaldþrotaskipta félagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 15:21 Frá kynningu flugfélagsins í Perlunni í nóvember síðastliðnum. Bogi Guðmundsson er annar frá vinstri og Arnar Már þar til hægri. Þarna lék allt í lyndi en síðan hefur Boga verið sagt upp með tilheyrandi ósætti. Vísir/Vilhelm Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa. Forstjóri Play segir leiðinlegt að fyrrverandi samstarfsmaður kjósi að fara þessa leið og reyna að bregða fæti fyrir fyrrverandi liðsfélaga sína. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, staðfestir í samtali við fréttastofu að krafan hafi verið lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann hefði óskað þess að ekki kæmi til þessa. Þetta skapi leiðinlega umfjöllun um félagið en muni engin áhrif hafa á áform flugfélagsins sem sé klárt í slaginn. Segir félagið hafa gert upp við Boga Bogi Guðmundsson lögfræðingur, sem gerir kröfuna um gjaldþrot Play, var einn af fjórum stofnendum Play sem kynnt var til leiks með pompi og prakt í nóvember í fyrra. Að neðan má sjá blaðamannafundinn í nóvember. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs félagsins. Skúli Skúlason og fleiri fjárfestar, undir merkjum FEA ehf, voru stór fjárfestir í Play og tóku félagið yfir í maí. Við þær breytingar voru frekari starfskraftar Boga afþakkaðir. „Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp,“ segir Arnar Már. Arnar Már á kynningarfundi Play í nóvember. Hann segir útspil Boga hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm „Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. “ Segir Play tilbúið Endurskoðandi Play hafi staðfest rekstrarhæfi félagsins og þessi krafa Boga ætti engin áhrif að hafa. Þetta virki eins og sprengja inn í umræðuna en svo verði þetta gleymt. „Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið,“ segir Arnar Már. Hann segir stöðu Play góða miðað við aðstæður. „Við erum tilbúin, eins og við höfum sagt. Á meðan það er skimun og sóttkví þá er ekki tímabært að fara fram. En það er allt tilbúið, meðal annars flugvélar. Við bíðum bara eftir að fá græna ljósið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni. Yfirlýsing vegna kröfu Boga Guðmundssonar á hendur PLAY Okkur þykir auðvitað leitt að það hafi komið til þess að Bogi hafi ákveðið að fara þessa leið gegn félaginu og okkur fyrrverandi samstarfsfélögum hjá PLAY. Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp. Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. Endurskoðandi félagsins hefur staðfest rekstrarhæfi félagsins og að félagið geti staðið undir þeim skuldbindingum sem það hefur tekið sér á hendur. Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið. Við bíðum aðeins eftir því að slakað verði á sóttvörnum og að við fáum að þjónusta viðskiptavini okkar á grunni sanngjarnra leikreglna. Fréttir af flugi Play Dómsmál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa. Forstjóri Play segir leiðinlegt að fyrrverandi samstarfsmaður kjósi að fara þessa leið og reyna að bregða fæti fyrir fyrrverandi liðsfélaga sína. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, staðfestir í samtali við fréttastofu að krafan hafi verið lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hann hefði óskað þess að ekki kæmi til þessa. Þetta skapi leiðinlega umfjöllun um félagið en muni engin áhrif hafa á áform flugfélagsins sem sé klárt í slaginn. Segir félagið hafa gert upp við Boga Bogi Guðmundsson lögfræðingur, sem gerir kröfuna um gjaldþrot Play, var einn af fjórum stofnendum Play sem kynnt var til leiks með pompi og prakt í nóvember í fyrra. Að neðan má sjá blaðamannafundinn í nóvember. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs félagsins. Skúli Skúlason og fleiri fjárfestar, undir merkjum FEA ehf, voru stór fjárfestir í Play og tóku félagið yfir í maí. Við þær breytingar voru frekari starfskraftar Boga afþakkaðir. „Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp,“ segir Arnar Már. Arnar Már á kynningarfundi Play í nóvember. Hann segir útspil Boga hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm „Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. “ Segir Play tilbúið Endurskoðandi Play hafi staðfest rekstrarhæfi félagsins og þessi krafa Boga ætti engin áhrif að hafa. Þetta virki eins og sprengja inn í umræðuna en svo verði þetta gleymt. „Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið,“ segir Arnar Már. Hann segir stöðu Play góða miðað við aðstæður. „Við erum tilbúin, eins og við höfum sagt. Á meðan það er skimun og sóttkví þá er ekki tímabært að fara fram. En það er allt tilbúið, meðal annars flugvélar. Við bíðum bara eftir að fá græna ljósið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni. Yfirlýsing vegna kröfu Boga Guðmundssonar á hendur PLAY Okkur þykir auðvitað leitt að það hafi komið til þess að Bogi hafi ákveðið að fara þessa leið gegn félaginu og okkur fyrrverandi samstarfsfélögum hjá PLAY. Við unnum náið saman að því að koma PLAY á laggirnar og lögðum mikið undir þegar unnið var myrkranna á milli. Það varð hinsvegar ljóst í aðdraganda þess að nýir hluthafar komu að félaginu að Bogi ætti ekki lengur samleið með PLAY. Bogi hefur hinsvegar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp. Laun Boga hafa verið gerð upp auk uppsagnarfrests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyrir fyrrum liðsfélaga sína með kröfum sem eru úr lausu lofti gripnar. Endurskoðandi félagsins hefur staðfest rekstrarhæfi félagsins og að félagið geti staðið undir þeim skuldbindingum sem það hefur tekið sér á hendur. Við óskum þess innilega að Bogi finni sér jákvæðari og sanngjarnari farveg í lífinu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfsmenn hjá félaginu, allt að verða tilbúið fyrir fyrsta flugið. Við bíðum aðeins eftir því að slakað verði á sóttvörnum og að við fáum að þjónusta viðskiptavini okkar á grunni sanngjarnra leikreglna.
Fréttir af flugi Play Dómsmál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira