Boðum Hann, breytum Honum ekki Árný Björg Blandon skrifar 10. september 2020 11:30 Mig langar að tjá mig aðeins eftir að hafa lesið grein hér á Vísi sem vísar í setningu séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur, starfsmanns á biskupsstofu, en hún skrifar í Hinseginspjalli sínu á Facebook: „Kristur er allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna”. Í þessari setningu kemur fram rökvilla. Þrjú fyrstu orðin eru sannarlega rétt og þar hefði mátt koma punktur eftir þau því að það er vitað að Jesús var ekki hvítur og náði ekki að verða miðaldra. Jesús er okkar allra, kvenna, barna og karla. Fyrir marga er hann bjargvættur, hjálpari, vinur. Í sunnudagaskólanum er sungið um Jesú, besta VIN barnanna og ég upplifi svo mikla hryggð yfir því að starfsmenn hjá þjóðkirkjunni birti Jesú í umtalaðri auglýsingu fyrir sunnudagaskólann á þennan hátt. Ég myndi aldrei leyfa að einhver afskræmdi mynd af mér eða fjölskyldu minni, af fáum einstaklingum sem fyndist það afar sniðugt að auglýsa okkur eins og við erum ekki, stilla svo myndum upp fyrir almenning til að auglýsa sig og sín verkefni án leyfis viðkomandi eða aðstandenda og til að reyna að koma ákveðnum skilaboðum til fólks. Ég þekki Jesú og hef gert í áratugi. Hann er mér svo dýrmætur, hefur gert svo mikið fyrir mig, mína fjölskyldu og vini. Hjarta mitt er sorgmætt og þungt yfir því að Hann skuli vera settur í þessa auglýsingaherferð þegar kirkjan á að leggja áherslu á að boða fagnaðarerindið eins og það kemur fyrir sig. En starfsfólk á biskupsstofunni tekur sér þetta bessaleyfi. Hvað með fólkið sem er í kirkjunni, borgar sitt ársgjald og vill þetta ekki, hefur það ekkert að segja? Er þjóðkirkjan ekki líka þeirra sem eru meðlimir? Hvað með alla prestana sem þetta særir? Í auglýsingunni er farið langt langt yfir strikið að mínu mati. Jesús ER SONUR Guðs, frelsari okkar manna, þetta er virðingarleysi við kirkjuna, boðskap hennar, meðlimi hennar og fólkið í landinu. Það hefur enginn rétt á að breyta ímynd Hans. Skyldu starfmenn biskupsstofu hafa gleymt trúarjátningu þjóðkirkjunnar? "Ég trúi á Guð Föður, skapara himins og jarðar, ég trúi á einkaSON Hans Jesú Krist". Hvernig á nú á að hugsa og túlka trúarjátninguna eftir þessa auglýsingu? Ég bið til Guðs að henni verði ekki að breytt til að aðlaga hana og til að styðja við vonda auglýsingu. Jóh 3:16. Litla Biblían: „Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf SON sinn eingetinn til þess að hver sem á HANN trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Þetta lærði ég í sunnudagaskólanum. Hvernig á nú að aðlaga þetta vers að skoðun þjóðkirkjunnar með auglýsingunni? Ekki mega þau breyta Biblíunni. Börn eru auðtrúa, þau treysta á fólkið sem á að kenna þeim rétt frá röngu, þau hafa heyrt margt sem Biblían segir okkur og hefur verið kennt að Jesús er karlmaður. Þau hafa lært það í sunnudagaskólanum og í sumarbúðum og mörg á heimilum sínum. Þetta hlýtur að rugla þau í ríminu og það er heilmikil ábyrgð. Og að lokum, það þarf alls ekki að hjálpa Jesú við að undirstrika kærleika Hans, það þarf bara boða Hann eins og Hann er og eins og alltaf hefur verið gert. Mér finnst mjög virðingarvert að þjóðkirkjan hafi beðið hinseginn fólk afsökunar, það var tími til kominn þar sem Jesús elskar alla. En mörgum þeirra finnst þessi auglýsingaherferð særa þau sem ég skil algjörlega. Að síðustu, myndi biskup Íslands samþykkja að hún yrði teiknuð í auglýsingu fyrir sunnudagaskólann með þykkar augabrýr, skalla, flatbrjósta og með skegg ef það nú undirstrikaði betur kærleika Krists? Ég er hreint ekki viss. Það væri bara orðin skopmynd af biskupi sem er fulltrúi þjóðkirkjunnar og yrði algjört virðingarleysi við hana og hennar fólk. Virðingarfyllst, Árný Björg Blandon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Árný Björg Blandon Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að tjá mig aðeins eftir að hafa lesið grein hér á Vísi sem vísar í setningu séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur, starfsmanns á biskupsstofu, en hún skrifar í Hinseginspjalli sínu á Facebook: „Kristur er allra, ekki bara hvítra gagnkynhneigðra karlmanna”. Í þessari setningu kemur fram rökvilla. Þrjú fyrstu orðin eru sannarlega rétt og þar hefði mátt koma punktur eftir þau því að það er vitað að Jesús var ekki hvítur og náði ekki að verða miðaldra. Jesús er okkar allra, kvenna, barna og karla. Fyrir marga er hann bjargvættur, hjálpari, vinur. Í sunnudagaskólanum er sungið um Jesú, besta VIN barnanna og ég upplifi svo mikla hryggð yfir því að starfsmenn hjá þjóðkirkjunni birti Jesú í umtalaðri auglýsingu fyrir sunnudagaskólann á þennan hátt. Ég myndi aldrei leyfa að einhver afskræmdi mynd af mér eða fjölskyldu minni, af fáum einstaklingum sem fyndist það afar sniðugt að auglýsa okkur eins og við erum ekki, stilla svo myndum upp fyrir almenning til að auglýsa sig og sín verkefni án leyfis viðkomandi eða aðstandenda og til að reyna að koma ákveðnum skilaboðum til fólks. Ég þekki Jesú og hef gert í áratugi. Hann er mér svo dýrmætur, hefur gert svo mikið fyrir mig, mína fjölskyldu og vini. Hjarta mitt er sorgmætt og þungt yfir því að Hann skuli vera settur í þessa auglýsingaherferð þegar kirkjan á að leggja áherslu á að boða fagnaðarerindið eins og það kemur fyrir sig. En starfsfólk á biskupsstofunni tekur sér þetta bessaleyfi. Hvað með fólkið sem er í kirkjunni, borgar sitt ársgjald og vill þetta ekki, hefur það ekkert að segja? Er þjóðkirkjan ekki líka þeirra sem eru meðlimir? Hvað með alla prestana sem þetta særir? Í auglýsingunni er farið langt langt yfir strikið að mínu mati. Jesús ER SONUR Guðs, frelsari okkar manna, þetta er virðingarleysi við kirkjuna, boðskap hennar, meðlimi hennar og fólkið í landinu. Það hefur enginn rétt á að breyta ímynd Hans. Skyldu starfmenn biskupsstofu hafa gleymt trúarjátningu þjóðkirkjunnar? "Ég trúi á Guð Föður, skapara himins og jarðar, ég trúi á einkaSON Hans Jesú Krist". Hvernig á nú á að hugsa og túlka trúarjátninguna eftir þessa auglýsingu? Ég bið til Guðs að henni verði ekki að breytt til að aðlaga hana og til að styðja við vonda auglýsingu. Jóh 3:16. Litla Biblían: „Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf SON sinn eingetinn til þess að hver sem á HANN trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf“. Þetta lærði ég í sunnudagaskólanum. Hvernig á nú að aðlaga þetta vers að skoðun þjóðkirkjunnar með auglýsingunni? Ekki mega þau breyta Biblíunni. Börn eru auðtrúa, þau treysta á fólkið sem á að kenna þeim rétt frá röngu, þau hafa heyrt margt sem Biblían segir okkur og hefur verið kennt að Jesús er karlmaður. Þau hafa lært það í sunnudagaskólanum og í sumarbúðum og mörg á heimilum sínum. Þetta hlýtur að rugla þau í ríminu og það er heilmikil ábyrgð. Og að lokum, það þarf alls ekki að hjálpa Jesú við að undirstrika kærleika Hans, það þarf bara boða Hann eins og Hann er og eins og alltaf hefur verið gert. Mér finnst mjög virðingarvert að þjóðkirkjan hafi beðið hinseginn fólk afsökunar, það var tími til kominn þar sem Jesús elskar alla. En mörgum þeirra finnst þessi auglýsingaherferð særa þau sem ég skil algjörlega. Að síðustu, myndi biskup Íslands samþykkja að hún yrði teiknuð í auglýsingu fyrir sunnudagaskólann með þykkar augabrýr, skalla, flatbrjósta og með skegg ef það nú undirstrikaði betur kærleika Krists? Ég er hreint ekki viss. Það væri bara orðin skopmynd af biskupi sem er fulltrúi þjóðkirkjunnar og yrði algjört virðingarleysi við hana og hennar fólk. Virðingarfyllst, Árný Björg Blandon.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun