Plastleysi - er það eitthvað? Þórdís V. Þórhallsdóttir skrifar 4. september 2020 08:00 Síðustu ár höfum við fjölskyldan verið að færa okkur meira og meira í umhverfisvæna átt. Við höfum tekið þetta í nokkrum skrefum og þegar Plastlaus september byrjaði árið 2017, notuðum við tækifærið og prófuðum allskonar vörur og settum okkur markmið til að prófa næstu ellefu mánuði á eftir, eða áður en Plastlaus september kæmi upp aftur. Þetta höfum við svo gert síðan. Ekkert átak, sama í hverju það felst, virkar er maður ætlar að taka það með trukki á núll einni. Við ákváðum í byrjun t.d. að muna alltaf eftir fjölnotapokunum okkar, líka fyrir grænmetið. Kaupa pappírs- eða bambuseyrnapinna, prófa sjampóstykki og bambustannbursta, fylla á sápuna okkar sjálf, kaupa túrnærbuxur og tannkremstöflur. Í öllum tilvikum kláruðum við fyrst það sem við áttum hér heima. Stundum vorum við ekki glöð með vöruna, t.d. þurfum við að prófa nokkra bambustannbursta áður en við fundum bambustannbursta sem við vildum halda áfram að kaupa. Sama átti við um sjampóstykkin. Svo settum við okkur ný markmið árið eftir, prófuðum eitthvað nýtt. Stundum er markmiðið líka að gefa gjafir sem falla í plastlausan flokk, pakka inn í gömul blöð eða landakort, gefa upplifanir eða pening í stað hluta. Þrátt fyrir að hafa unnið að því markvisst að minnka plast síðustu þrjú ár, er plastruslatunnan okkar samt sú sem fyllist hraðast. Helstu sökudólgarnir þar eru matvæli sem oft eru margpökkuð, í pappír og í eitt eða tvö lög af plasti. Má þar helst nefna morgunkorn, kex og grænmeti. Við kaupum kaffi í pokum sem flokkast með pappír og reynum að beina viðskiptum okkar í plastlausan farveg þar sem það er hægt. Það er nefnilega þannig að í hvert sinn sem við notum peninga erum við að kjósa í hvernig heimi við ætlum að lifa. Ég vona að þið setjið ykkur nokkur plastlaus markmið og fylgið þeim eftir, endurskoðið og prófið ykkur áfram. Gerið plastlausan september að upphafspunktinum að því að breyta til hins betra. Höfundur er í framkvæmdashóp um Plastlausan september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár höfum við fjölskyldan verið að færa okkur meira og meira í umhverfisvæna átt. Við höfum tekið þetta í nokkrum skrefum og þegar Plastlaus september byrjaði árið 2017, notuðum við tækifærið og prófuðum allskonar vörur og settum okkur markmið til að prófa næstu ellefu mánuði á eftir, eða áður en Plastlaus september kæmi upp aftur. Þetta höfum við svo gert síðan. Ekkert átak, sama í hverju það felst, virkar er maður ætlar að taka það með trukki á núll einni. Við ákváðum í byrjun t.d. að muna alltaf eftir fjölnotapokunum okkar, líka fyrir grænmetið. Kaupa pappírs- eða bambuseyrnapinna, prófa sjampóstykki og bambustannbursta, fylla á sápuna okkar sjálf, kaupa túrnærbuxur og tannkremstöflur. Í öllum tilvikum kláruðum við fyrst það sem við áttum hér heima. Stundum vorum við ekki glöð með vöruna, t.d. þurfum við að prófa nokkra bambustannbursta áður en við fundum bambustannbursta sem við vildum halda áfram að kaupa. Sama átti við um sjampóstykkin. Svo settum við okkur ný markmið árið eftir, prófuðum eitthvað nýtt. Stundum er markmiðið líka að gefa gjafir sem falla í plastlausan flokk, pakka inn í gömul blöð eða landakort, gefa upplifanir eða pening í stað hluta. Þrátt fyrir að hafa unnið að því markvisst að minnka plast síðustu þrjú ár, er plastruslatunnan okkar samt sú sem fyllist hraðast. Helstu sökudólgarnir þar eru matvæli sem oft eru margpökkuð, í pappír og í eitt eða tvö lög af plasti. Má þar helst nefna morgunkorn, kex og grænmeti. Við kaupum kaffi í pokum sem flokkast með pappír og reynum að beina viðskiptum okkar í plastlausan farveg þar sem það er hægt. Það er nefnilega þannig að í hvert sinn sem við notum peninga erum við að kjósa í hvernig heimi við ætlum að lifa. Ég vona að þið setjið ykkur nokkur plastlaus markmið og fylgið þeim eftir, endurskoðið og prófið ykkur áfram. Gerið plastlausan september að upphafspunktinum að því að breyta til hins betra. Höfundur er í framkvæmdashóp um Plastlausan september.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar