Bróðir Jeremy Corbyn handtekinn Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 22:58 Piers Corbyn á mótmælunum í gær. Á peysu hans sjást orðin „Refuse the tracking app“, eða hafnið smitrakningarforritinu. Vísir/Getty Piers Corbyn, eldri bróðir fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins, var á meðal þeirra fyrstu sem var handtekinn og sektaður á grundvelli nýrra laga sem sett voru vegna kórónuveirufaraldursins. Lögin banna opinberar samkomur þar sem fleiri en þrjátíu koma saman. Corbyn hafði skipulagt mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda sem fóru fram á Trafalgar-torgi í Lundúnum í gær. Var hann sektaður um 10 þúsund pund, sem samsvarar rúmlega 1,8 milljónum íslenskum krónum. Í samtali við Guardian segir Corbyn lögreglu hafa komið að sér eftir ræðu sem hann hélt á sviði sem sett var upp á torginu. „Ég var að kveðja fólk og leit í kringum mig og hugsaði að ég ætti að fara að koma mér, og svo greip lögreglan í mig aftan frá.“ Hann segist ekki hafa verið færður í handjárn en þó bjóst hann alls ekki við því að vera handtekinn og hljóta sekt vegna mótmælanna. Hann var í haldi lögreglu í tíu tíma að eigin sögn og fullyrti að hann hafði fengið tilskilin leyfi fyrir mótmælunum. Hann hyggst fara með málið lengra. Piers Corbyn er nokkuð þekktur í heimalandinu, en hann veðurfræðingur að mennt. Þekktastur er hann þó fyrir samsæriskenningar sínar og hefur hann meðal annars dreift slíkum um 5G samskiptatækni. Hann hefur til að mynda sagt WHO hafa rangt fyrir sér um að 5G komi ekki að útbreiðslu kórónuveirunnar. Meðal annars vegna þess að hátíðnibylgjur gætu verið að skaða lungu fólks. Hann sagðist skilja reiði fólks og skemmdarverk á símamöstrum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira
Piers Corbyn, eldri bróðir fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins, var á meðal þeirra fyrstu sem var handtekinn og sektaður á grundvelli nýrra laga sem sett voru vegna kórónuveirufaraldursins. Lögin banna opinberar samkomur þar sem fleiri en þrjátíu koma saman. Corbyn hafði skipulagt mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda sem fóru fram á Trafalgar-torgi í Lundúnum í gær. Var hann sektaður um 10 þúsund pund, sem samsvarar rúmlega 1,8 milljónum íslenskum krónum. Í samtali við Guardian segir Corbyn lögreglu hafa komið að sér eftir ræðu sem hann hélt á sviði sem sett var upp á torginu. „Ég var að kveðja fólk og leit í kringum mig og hugsaði að ég ætti að fara að koma mér, og svo greip lögreglan í mig aftan frá.“ Hann segist ekki hafa verið færður í handjárn en þó bjóst hann alls ekki við því að vera handtekinn og hljóta sekt vegna mótmælanna. Hann var í haldi lögreglu í tíu tíma að eigin sögn og fullyrti að hann hafði fengið tilskilin leyfi fyrir mótmælunum. Hann hyggst fara með málið lengra. Piers Corbyn er nokkuð þekktur í heimalandinu, en hann veðurfræðingur að mennt. Þekktastur er hann þó fyrir samsæriskenningar sínar og hefur hann meðal annars dreift slíkum um 5G samskiptatækni. Hann hefur til að mynda sagt WHO hafa rangt fyrir sér um að 5G komi ekki að útbreiðslu kórónuveirunnar. Meðal annars vegna þess að hátíðnibylgjur gætu verið að skaða lungu fólks. Hann sagðist skilja reiði fólks og skemmdarverk á símamöstrum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Sjá meira
Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35