Lýgin innra með mér Gunnar Dan Wiium skrifar 25. ágúst 2020 11:00 Get ég fylgst með heiminum innanfrá? Ég fer í gegnum lífið lesandi fréttir. Heyri af atburðum og set mig inn í nýjasta slúðrið. Ég hlusta á þríeykið finna upp hjólið á hverjum degi. Stundum er það þríhyrnt, stundum sexhyrnt og stundum trapisa. Ég tek til og reiti arfa í garðinum. Fylgist grant með hvort hundaeigendurnir poki ekki kúkinn af grasinu því ég trúi ekki á girðingar þó mér sé ílla við saur milli tánna. Ég sé flísina í öðrum og bendi óspart. Ég leita í örvæntingu að sannleika utan við mig en finn aldrei neitt nema lýgi. Minnir mig á söguna af betlaranum sem eyddi ævinni sitjandi á hálf ónýtri kistu betlandi aura. Eftir að hann dó kom það í ljós að kistan sem hann sat á var fjarsjóðskista full af gulli og demöntum betlaranum óafvitandi. Svo því spyr ég mig hvort heiminn sé að finna innra með mér? Get ég byrjað þar? Öll viljum við finna sannleikan og tilgang. Allar vörur eru seldar okkur sem sannleikur og tilgangur. Við erum nánast tilbúin að gera hvað sem er fyrir sannleika, eitthvað hreint og áreynslulaust. Raunverulega gleði og kærleik, sjálfs kærleik. En ég segi nánast, við erum kannski ekki tilbúin að gera allt, bara nánast allt. Kannski viljum við það alveg en erum ekki tilbúin að sjá að ytra er einungis spegilmynd þess innra. Innra er miklihvellurinn sem framkallar þennslu þess raunveruleika sem svo er skynjaður af hverjum og einum. Þess vegna í stað þess eins og fiskur í leit af vatni staldra ég við og rýni inn í myrkrið með athygli á það eina sem er, andardráttur. Ég leita án þess að leita. Eindirnar byrja að hrannast upp hver af annari í örvæntingu og lífsþorsta. Þær sækjast í athygli, samsömum með sjálfi sem ég veiti þeim ekki því athyglin er andardráttur. Það þarf ekkert mikið til að þær missa mátt sinn og sökkva til botns í þykkt leðjulag. Eins og molta sem svo með tímanum við réttar aðstæður kristallast yfir í fjársjóð. Eftir situr sannleikurinn. Rýmið sem þarf til speglunar sjálfs í tærri tjörn vitundar. Svo bræður og systur, ef þið hafið komist í gegnum þessa langloku, og trúið mér, alls ekki sjálfgefið. Þá leitið inná við að lýginni einungis í þeim tilgangi að upplifa sannleikan sem við í raun og veru erum. Við erum sannleikurinn sem leitar sjálfs síns. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Get ég fylgst með heiminum innanfrá? Ég fer í gegnum lífið lesandi fréttir. Heyri af atburðum og set mig inn í nýjasta slúðrið. Ég hlusta á þríeykið finna upp hjólið á hverjum degi. Stundum er það þríhyrnt, stundum sexhyrnt og stundum trapisa. Ég tek til og reiti arfa í garðinum. Fylgist grant með hvort hundaeigendurnir poki ekki kúkinn af grasinu því ég trúi ekki á girðingar þó mér sé ílla við saur milli tánna. Ég sé flísina í öðrum og bendi óspart. Ég leita í örvæntingu að sannleika utan við mig en finn aldrei neitt nema lýgi. Minnir mig á söguna af betlaranum sem eyddi ævinni sitjandi á hálf ónýtri kistu betlandi aura. Eftir að hann dó kom það í ljós að kistan sem hann sat á var fjarsjóðskista full af gulli og demöntum betlaranum óafvitandi. Svo því spyr ég mig hvort heiminn sé að finna innra með mér? Get ég byrjað þar? Öll viljum við finna sannleikan og tilgang. Allar vörur eru seldar okkur sem sannleikur og tilgangur. Við erum nánast tilbúin að gera hvað sem er fyrir sannleika, eitthvað hreint og áreynslulaust. Raunverulega gleði og kærleik, sjálfs kærleik. En ég segi nánast, við erum kannski ekki tilbúin að gera allt, bara nánast allt. Kannski viljum við það alveg en erum ekki tilbúin að sjá að ytra er einungis spegilmynd þess innra. Innra er miklihvellurinn sem framkallar þennslu þess raunveruleika sem svo er skynjaður af hverjum og einum. Þess vegna í stað þess eins og fiskur í leit af vatni staldra ég við og rýni inn í myrkrið með athygli á það eina sem er, andardráttur. Ég leita án þess að leita. Eindirnar byrja að hrannast upp hver af annari í örvæntingu og lífsþorsta. Þær sækjast í athygli, samsömum með sjálfi sem ég veiti þeim ekki því athyglin er andardráttur. Það þarf ekkert mikið til að þær missa mátt sinn og sökkva til botns í þykkt leðjulag. Eins og molta sem svo með tímanum við réttar aðstæður kristallast yfir í fjársjóð. Eftir situr sannleikurinn. Rýmið sem þarf til speglunar sjálfs í tærri tjörn vitundar. Svo bræður og systur, ef þið hafið komist í gegnum þessa langloku, og trúið mér, alls ekki sjálfgefið. Þá leitið inná við að lýginni einungis í þeim tilgangi að upplifa sannleikan sem við í raun og veru erum. Við erum sannleikurinn sem leitar sjálfs síns. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar