Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 11:48 Íbúar Napólí birgja sig upp af nauðsynjavörum fyrir dvöl sína í sóttkví. Getty/KONTROLAB Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi, með meðfylgjandi aðgerðum þarlendra stjórnvalda. Þetta kom fram í máli aðstoðarefnahagsráðherra Ítalíu í útvarpsviðtali í morgun. „Já, þetta stendur til, fyrir einstaklinga og heimili,“ sagði Laura Castelli í samtali við Radio Anch'io aðspurð um þennan möguleika. Að auki munu fjölskyldur ekki þurfa að standa skil á öðrum sambærilegum útgjöldum meðan aðgerðir ítalskra stjórnvalda eru í gildi. Castelli sagði aukinheldur að stjórnvöld séu þegar búin að ráðfæra sig við þarlendan bankageira um málið. Meðfram þessu hefur verið tekin ákvörðun um að stækka björgunarpakkann til handa einstaklingum og fyrirtækjum sem berjast nú í bökkum vegna kórónuveirunnar. Upphaflega höfðu ítölsk stjórnvöld ætlað 7,5 milljaðra evra í verkið en tilkynntu í morgun að heildarupphæðin yrði nær 10 milljörðum evra, rúmlega 1450 milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Efasemdir um að aðgerðir Ítala séu vænlegar til árangurs Stefano Patuanelli, efnhagsþróunarmálaráðherra Ítalíu, sagði fyrirséð að hallarekstur ríkisjóðs muni nema tæplega 3 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár, samanborið við 1,6 prósent halla í fyrra. Eins og greint var frá í gærkvöld hafa Ítalir hert aðgerðir sínar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, sem hefur leikið norðurhluta landsins grátt. Frá og með deginum í dag er landið allt í sóttkví; búið að banna fjöldasamkomur, loka skólum og leikhúsum og takmarka ferðafrelsi gríðarlega. Þannig má aðeins ferðast til og frá vinnu í neyðartilfellum. Aðgerðirnar ná til allra íbúa landsins, sem telja rúmlega 60 milljónir. Flest kórónuveirutilfellin í Evrópu hafa enda komið upp á Ítalíu. Staðfestu smittilfellin voru um 9200 þar í landi í gær og hafa þau dregið 463 til dauða. Rúmlega 720 Ítalir hafa hins vegar náð sér af kórónuveikindum sínum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Ítalski forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að þurfa að fresta öllu í mánuð Allar ítalskar íþróttir verða í dvala í einn mánuð vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsætisráðherra Ítalíu tók þessa stóru ákvörðun í gær. 10. mars 2020 11:30 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi, með meðfylgjandi aðgerðum þarlendra stjórnvalda. Þetta kom fram í máli aðstoðarefnahagsráðherra Ítalíu í útvarpsviðtali í morgun. „Já, þetta stendur til, fyrir einstaklinga og heimili,“ sagði Laura Castelli í samtali við Radio Anch'io aðspurð um þennan möguleika. Að auki munu fjölskyldur ekki þurfa að standa skil á öðrum sambærilegum útgjöldum meðan aðgerðir ítalskra stjórnvalda eru í gildi. Castelli sagði aukinheldur að stjórnvöld séu þegar búin að ráðfæra sig við þarlendan bankageira um málið. Meðfram þessu hefur verið tekin ákvörðun um að stækka björgunarpakkann til handa einstaklingum og fyrirtækjum sem berjast nú í bökkum vegna kórónuveirunnar. Upphaflega höfðu ítölsk stjórnvöld ætlað 7,5 milljaðra evra í verkið en tilkynntu í morgun að heildarupphæðin yrði nær 10 milljörðum evra, rúmlega 1450 milljörðum íslenskra króna.Sjá einnig: Efasemdir um að aðgerðir Ítala séu vænlegar til árangurs Stefano Patuanelli, efnhagsþróunarmálaráðherra Ítalíu, sagði fyrirséð að hallarekstur ríkisjóðs muni nema tæplega 3 prósentum af vergri landsframleiðslu í ár, samanborið við 1,6 prósent halla í fyrra. Eins og greint var frá í gærkvöld hafa Ítalir hert aðgerðir sínar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar, sem hefur leikið norðurhluta landsins grátt. Frá og með deginum í dag er landið allt í sóttkví; búið að banna fjöldasamkomur, loka skólum og leikhúsum og takmarka ferðafrelsi gríðarlega. Þannig má aðeins ferðast til og frá vinnu í neyðartilfellum. Aðgerðirnar ná til allra íbúa landsins, sem telja rúmlega 60 milljónir. Flest kórónuveirutilfellin í Evrópu hafa enda komið upp á Ítalíu. Staðfestu smittilfellin voru um 9200 þar í landi í gær og hafa þau dregið 463 til dauða. Rúmlega 720 Ítalir hafa hins vegar náð sér af kórónuveikindum sínum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Ítalski forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að þurfa að fresta öllu í mánuð Allar ítalskar íþróttir verða í dvala í einn mánuð vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsætisráðherra Ítalíu tók þessa stóru ákvörðun í gær. 10. mars 2020 11:30 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ítalski forsætisráðherrann baðst afsökunar á því að þurfa að fresta öllu í mánuð Allar ítalskar íþróttir verða í dvala í einn mánuð vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsætisráðherra Ítalíu tók þessa stóru ákvörðun í gær. 10. mars 2020 11:30