Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2020 11:21 Stofnendur The One, Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir. Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. Er þetta önnur fjármögnun félagsins á skömmum tíma en The One tók inn 15 milljónir í fjármagn fyrir rúmu hálfu ári síðan. Meðal fjárfesta eru núverandi og fyrrverandi forkólfar í CCP. Stefnumótaforritið var kynnt til leiks í fyrrasumar og kynnt sem mótsvar við þeim vefstefnumótamiðlum sem eru á markaðnum í dag. Ætlunin var að leggja minni áherslu á skyndikynni en þess í stað gefa fólki færi á að kynnast betur. Upphaflega fékk fólk úthlutað einum einstaklingi til að spjalla við og höfðu notendur til miðnættis til að spjalla saman - ellegar hyrfi viðmælandinn að eilífu nema báðir þátttakendur vildu framlengja spjallið. Forritið tók hins vegar töluverðum breytingum þann 14. febrúar síðastliðinn, á sjálfan Valentínusardaginn. Nú fá notendur úr þremur viðmælendum að velja í þrjá daga. „Þetta er í raun bara eins og Djúpa Laugin í gamla daga. Þetta gefur notendum meira val og ýtir undir fleiri samtöl,“ eins og Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One, komst að orði á sínum tíma. Reksturinn tryggður út árið Meðfram þessari uppfærslu lagði fyrirtækið lokahönd á aðra fjármögnungarlotu, með nýjum og núverandi fjárfestum. „Lotan nemur tæplega 30 milljónum og tryggir félaginu áframhaldandi rekstur og þróun út árið 2020,” segir Davíð Örn. Meðal nýrra fjárfesta í The One eru Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Sigurður Ólafsson fyrrum stjórnarmaður CCP og Ville Laakso, finnskur fjárfestir. Davíð Örn og Ásgeir Vísir, annar stofnenda The One, ræddu við Brennsluna um miðjan febrúar um nýju uppfærsluna og næstu skref. Davíð segir þar meðal annars að það sé mjög mikið af stefnumótaforritum í boði; eins og til dæmis Tinder, Bumble og Coffee meets Bagel. Þeirra forrit skeri sig þó úr fjöldanum. Viðtalið við þá má heyra hér að neðan. Ástin og lífið Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. Er þetta önnur fjármögnun félagsins á skömmum tíma en The One tók inn 15 milljónir í fjármagn fyrir rúmu hálfu ári síðan. Meðal fjárfesta eru núverandi og fyrrverandi forkólfar í CCP. Stefnumótaforritið var kynnt til leiks í fyrrasumar og kynnt sem mótsvar við þeim vefstefnumótamiðlum sem eru á markaðnum í dag. Ætlunin var að leggja minni áherslu á skyndikynni en þess í stað gefa fólki færi á að kynnast betur. Upphaflega fékk fólk úthlutað einum einstaklingi til að spjalla við og höfðu notendur til miðnættis til að spjalla saman - ellegar hyrfi viðmælandinn að eilífu nema báðir þátttakendur vildu framlengja spjallið. Forritið tók hins vegar töluverðum breytingum þann 14. febrúar síðastliðinn, á sjálfan Valentínusardaginn. Nú fá notendur úr þremur viðmælendum að velja í þrjá daga. „Þetta er í raun bara eins og Djúpa Laugin í gamla daga. Þetta gefur notendum meira val og ýtir undir fleiri samtöl,“ eins og Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One, komst að orði á sínum tíma. Reksturinn tryggður út árið Meðfram þessari uppfærslu lagði fyrirtækið lokahönd á aðra fjármögnungarlotu, með nýjum og núverandi fjárfestum. „Lotan nemur tæplega 30 milljónum og tryggir félaginu áframhaldandi rekstur og þróun út árið 2020,” segir Davíð Örn. Meðal nýrra fjárfesta í The One eru Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Sigurður Ólafsson fyrrum stjórnarmaður CCP og Ville Laakso, finnskur fjárfestir. Davíð Örn og Ásgeir Vísir, annar stofnenda The One, ræddu við Brennsluna um miðjan febrúar um nýju uppfærsluna og næstu skref. Davíð segir þar meðal annars að það sé mjög mikið af stefnumótaforritum í boði; eins og til dæmis Tinder, Bumble og Coffee meets Bagel. Þeirra forrit skeri sig þó úr fjöldanum. Viðtalið við þá má heyra hér að neðan.
Ástin og lífið Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00