Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2020 11:21 Stofnendur The One, Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir. Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. Er þetta önnur fjármögnun félagsins á skömmum tíma en The One tók inn 15 milljónir í fjármagn fyrir rúmu hálfu ári síðan. Meðal fjárfesta eru núverandi og fyrrverandi forkólfar í CCP. Stefnumótaforritið var kynnt til leiks í fyrrasumar og kynnt sem mótsvar við þeim vefstefnumótamiðlum sem eru á markaðnum í dag. Ætlunin var að leggja minni áherslu á skyndikynni en þess í stað gefa fólki færi á að kynnast betur. Upphaflega fékk fólk úthlutað einum einstaklingi til að spjalla við og höfðu notendur til miðnættis til að spjalla saman - ellegar hyrfi viðmælandinn að eilífu nema báðir þátttakendur vildu framlengja spjallið. Forritið tók hins vegar töluverðum breytingum þann 14. febrúar síðastliðinn, á sjálfan Valentínusardaginn. Nú fá notendur úr þremur viðmælendum að velja í þrjá daga. „Þetta er í raun bara eins og Djúpa Laugin í gamla daga. Þetta gefur notendum meira val og ýtir undir fleiri samtöl,“ eins og Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One, komst að orði á sínum tíma. Reksturinn tryggður út árið Meðfram þessari uppfærslu lagði fyrirtækið lokahönd á aðra fjármögnungarlotu, með nýjum og núverandi fjárfestum. „Lotan nemur tæplega 30 milljónum og tryggir félaginu áframhaldandi rekstur og þróun út árið 2020,” segir Davíð Örn. Meðal nýrra fjárfesta í The One eru Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Sigurður Ólafsson fyrrum stjórnarmaður CCP og Ville Laakso, finnskur fjárfestir. Davíð Örn og Ásgeir Vísir, annar stofnenda The One, ræddu við Brennsluna um miðjan febrúar um nýju uppfærsluna og næstu skref. Davíð segir þar meðal annars að það sé mjög mikið af stefnumótaforritum í boði; eins og til dæmis Tinder, Bumble og Coffee meets Bagel. Þeirra forrit skeri sig þó úr fjöldanum. Viðtalið við þá má heyra hér að neðan. Ástin og lífið Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. Er þetta önnur fjármögnun félagsins á skömmum tíma en The One tók inn 15 milljónir í fjármagn fyrir rúmu hálfu ári síðan. Meðal fjárfesta eru núverandi og fyrrverandi forkólfar í CCP. Stefnumótaforritið var kynnt til leiks í fyrrasumar og kynnt sem mótsvar við þeim vefstefnumótamiðlum sem eru á markaðnum í dag. Ætlunin var að leggja minni áherslu á skyndikynni en þess í stað gefa fólki færi á að kynnast betur. Upphaflega fékk fólk úthlutað einum einstaklingi til að spjalla við og höfðu notendur til miðnættis til að spjalla saman - ellegar hyrfi viðmælandinn að eilífu nema báðir þátttakendur vildu framlengja spjallið. Forritið tók hins vegar töluverðum breytingum þann 14. febrúar síðastliðinn, á sjálfan Valentínusardaginn. Nú fá notendur úr þremur viðmælendum að velja í þrjá daga. „Þetta er í raun bara eins og Djúpa Laugin í gamla daga. Þetta gefur notendum meira val og ýtir undir fleiri samtöl,“ eins og Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One, komst að orði á sínum tíma. Reksturinn tryggður út árið Meðfram þessari uppfærslu lagði fyrirtækið lokahönd á aðra fjármögnungarlotu, með nýjum og núverandi fjárfestum. „Lotan nemur tæplega 30 milljónum og tryggir félaginu áframhaldandi rekstur og þróun út árið 2020,” segir Davíð Örn. Meðal nýrra fjárfesta í The One eru Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Sigurður Ólafsson fyrrum stjórnarmaður CCP og Ville Laakso, finnskur fjárfestir. Davíð Örn og Ásgeir Vísir, annar stofnenda The One, ræddu við Brennsluna um miðjan febrúar um nýju uppfærsluna og næstu skref. Davíð segir þar meðal annars að það sé mjög mikið af stefnumótaforritum í boði; eins og til dæmis Tinder, Bumble og Coffee meets Bagel. Þeirra forrit skeri sig þó úr fjöldanum. Viðtalið við þá má heyra hér að neðan.
Ástin og lífið Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00