Sér fyrir sér góðan dag þar sem verkefnin leysast farsællega Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. mars 2020 10:00 Í kaffispjalli um helgar fáum við innsýn í líf og starf fólks sem vinnur í ólíkum störfum. Víðir Þór Þrastarson heilsu- og einkaþjálfari í World Class gefur án efa mörgum góðar hugmyndir um heilbrigðan lífstíl um leið og hann lýsir dæmigerðum vinnudegi hjá sér. Vísir/Aðsent Mitt í allri umræðu um kórónuveiru og faraldur tökum við kaffispjall helgarinnar með Víði Þór Þrastarsyni heilsu- og einkaþjálfara og fáum um leið innblástur um það hvernig við getum hugað betur að heilsu og vellíðan. Í því samhengi bendir Víðir Þór ekkert síður á jákvætt hugarfar og segir til dæmis mikinn mun á því að taka nokkrar mínútur í það á morgnana að kyrra hugann og sjá fyrir sér góðan dag þar sem öll verkefni leysast farsællega, í samanburði við það að hlaupa í símann og kíkja á samfélagsmiðlana. Það geti oft sett hausinn á fullt og dagurinn hefst í streitu. Í kaffispjalli um helgar spyrjum við alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og um það hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna, skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna upp úr klukkan fimm á morgnana þar sem ég mæti til vinnu klukkan sex alla virka daga. Ég byrja daginn á hugleiðslu þar sem ég kyrra hugann um stund og set mér síðan ásetning fyrir daginn. Þar sé ég fyrir mér að dagurinn verði góður og að öll mín verkefni leysist farsællega. Það er ótrúlegur munur fyrir mig að byrja daginn þannig, í stað þess að hlaupa beint í símann á samfélagsmiðlana því við það getur hausinn farið á fullt og dagurinn byrjað í streitu. Í framhaldinu raða ég hollmeti í blandarann minn og mixa boozt. Græja svo nesti í framhaldinu fyrir daginn. Mér finnst það mikilvægt að skipuleggja hvað ég borða og hvenær. Þá enda ég síður með lágan blóðsykur síðar um daginn þar sem líkaminn öskrar á orku og maður grípur það sem hendi er næst, því oftast nær er það ekki það hollasta.“ Víðir Þór segir daga þar sem við byrjum á því að hlaupa í síman og skoða samfélagsmiðlana geta byrjað sem stress daga.Vísir/Aðsent Myndir þú segja að heilsa og hreyfing sé þín stærsta ástríða? „Fyrir mér er heilsan það dýrmætasta sem við eigum. Ef heilsan er góð, bæði líkamlega og andlega, eru mestar líkur á að okkur líði vel og fyrir vikið gangi vel í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Ég starfa sem heildrænn þjálfari og hjálpa fólki að uppfæra lífstílinn með það að leiðarljósi að gera hreyfingu sem hluta af daglegu lífi. Í bland við að uppistaðan í mataræðinu séu fersk, hrein og holl matvæli, og svo einnig að þjálfa upp jákvætt hugarfar.“ Í hvaða verkefnum ertu helst að vinna þessa dagana? „Þessa dagana er ég að þjálfa á fullu í World Class Laugum, eins og undanfarin 15 ár. Einnig er í gangi hjá mér kennslulota en ég kenni íþróttanudd og teygjur við Heilsunuddbraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Enn fremur er ég í fjarnámi við háskóla í Bandaríkjunum þar sem ég er að mennta mig meira í heilsufræðinni, svo það er óhætt að segja að mér leiðist ekki þessa dagana.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Snjallsíminn fær smá tíma eftir morgunrútínuna en með honum held ég utan um bókaða tíma og hvað ég tek fyrir hjá hverjum skjólstæðing fyrir sig.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Alla jafna fer svo ég svo að undirbúa svefninn upp úr klukkan níu á kvöldin. Tek seinni hugleiðslu dagsins, kíki aðeins í góða bók og slaka á eftir daginn. Ég passa upp á að horfa hvorki á sjónvarp né vera í símanum í klukkutíma eða svo fyrir svefninn þar sem þessi raftæki gefa frá sér ljós sem geta haft áhrif á viss hormón í líkamanum og haft þannig neikvæð áhrif á svefninn.“ Með yfirliti yfir daginn sinn hefur Víðir Þór án efa gefið einhverjum lesendum nokkrar hugmyndir um hvað við getum gert til að efla heilsu og vellíðan. En er hann með einhvern boðskap fyrir okkur til að taka með okkur inn í helgina og vinnuvikuna framundan? „Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag, er óvíst að heilsan hafi tíma fyrir þig á morgun.“ Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Mitt í allri umræðu um kórónuveiru og faraldur tökum við kaffispjall helgarinnar með Víði Þór Þrastarsyni heilsu- og einkaþjálfara og fáum um leið innblástur um það hvernig við getum hugað betur að heilsu og vellíðan. Í því samhengi bendir Víðir Þór ekkert síður á jákvætt hugarfar og segir til dæmis mikinn mun á því að taka nokkrar mínútur í það á morgnana að kyrra hugann og sjá fyrir sér góðan dag þar sem öll verkefni leysast farsællega, í samanburði við það að hlaupa í símann og kíkja á samfélagsmiðlana. Það geti oft sett hausinn á fullt og dagurinn hefst í streitu. Í kaffispjalli um helgar spyrjum við alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og um það hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna, skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna upp úr klukkan fimm á morgnana þar sem ég mæti til vinnu klukkan sex alla virka daga. Ég byrja daginn á hugleiðslu þar sem ég kyrra hugann um stund og set mér síðan ásetning fyrir daginn. Þar sé ég fyrir mér að dagurinn verði góður og að öll mín verkefni leysist farsællega. Það er ótrúlegur munur fyrir mig að byrja daginn þannig, í stað þess að hlaupa beint í símann á samfélagsmiðlana því við það getur hausinn farið á fullt og dagurinn byrjað í streitu. Í framhaldinu raða ég hollmeti í blandarann minn og mixa boozt. Græja svo nesti í framhaldinu fyrir daginn. Mér finnst það mikilvægt að skipuleggja hvað ég borða og hvenær. Þá enda ég síður með lágan blóðsykur síðar um daginn þar sem líkaminn öskrar á orku og maður grípur það sem hendi er næst, því oftast nær er það ekki það hollasta.“ Víðir Þór segir daga þar sem við byrjum á því að hlaupa í síman og skoða samfélagsmiðlana geta byrjað sem stress daga.Vísir/Aðsent Myndir þú segja að heilsa og hreyfing sé þín stærsta ástríða? „Fyrir mér er heilsan það dýrmætasta sem við eigum. Ef heilsan er góð, bæði líkamlega og andlega, eru mestar líkur á að okkur líði vel og fyrir vikið gangi vel í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Ég starfa sem heildrænn þjálfari og hjálpa fólki að uppfæra lífstílinn með það að leiðarljósi að gera hreyfingu sem hluta af daglegu lífi. Í bland við að uppistaðan í mataræðinu séu fersk, hrein og holl matvæli, og svo einnig að þjálfa upp jákvætt hugarfar.“ Í hvaða verkefnum ertu helst að vinna þessa dagana? „Þessa dagana er ég að þjálfa á fullu í World Class Laugum, eins og undanfarin 15 ár. Einnig er í gangi hjá mér kennslulota en ég kenni íþróttanudd og teygjur við Heilsunuddbraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Enn fremur er ég í fjarnámi við háskóla í Bandaríkjunum þar sem ég er að mennta mig meira í heilsufræðinni, svo það er óhætt að segja að mér leiðist ekki þessa dagana.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Snjallsíminn fær smá tíma eftir morgunrútínuna en með honum held ég utan um bókaða tíma og hvað ég tek fyrir hjá hverjum skjólstæðing fyrir sig.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Alla jafna fer svo ég svo að undirbúa svefninn upp úr klukkan níu á kvöldin. Tek seinni hugleiðslu dagsins, kíki aðeins í góða bók og slaka á eftir daginn. Ég passa upp á að horfa hvorki á sjónvarp né vera í símanum í klukkutíma eða svo fyrir svefninn þar sem þessi raftæki gefa frá sér ljós sem geta haft áhrif á viss hormón í líkamanum og haft þannig neikvæð áhrif á svefninn.“ Með yfirliti yfir daginn sinn hefur Víðir Þór án efa gefið einhverjum lesendum nokkrar hugmyndir um hvað við getum gert til að efla heilsu og vellíðan. En er hann með einhvern boðskap fyrir okkur til að taka með okkur inn í helgina og vinnuvikuna framundan? „Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag, er óvíst að heilsan hafi tíma fyrir þig á morgun.“
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira