Gætu þurft að sýna enska boltann í opinni dagskrá ef leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson og aðrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gætu þurft að spila fyrir luktum dyrum á næstunni. Getty/ TF-Images Enska úrvalsdeildin bannaði öll handabönd í leikjum helgarinnar en gæti þurft að grípa til enn frekari ráðstafana í næstu leikjum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Bresk stjórnvöld hafa kallað æðstu menn íþróttanna í Bretlandi á sinn fund í dag en þar á meðal verður ræddur sá möguleiki að spila leiki fyrir luktum dyrum á næstunni ef þess gerist þörf. Fundurinn er þó haldinn til að fara yfir hvað sé best að gera í stöðunni og að það gildi það sama yfir allar íþróttir. Ítalir og Danir eru farnir að spila fótboltaleiki sína án áhorfenda og það þykir líklegt að aðrar þjóðir gætu lent í sömu stöðu. Smithættan er mikil á stórum leikvöngum þar sem tugir þúsunda mæta. Þetta gæti einnig haft áhrif á útsendingar frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í Englandi ef marka má fréttir frá Englandi. The Times hefur heimildir fyrir því að það hafi verið haft samband við sjónvarpsstöðvarnar Sky Sports og BT Sport sem eru rétthafar fyrir ensku úrvalsdeildina í heimalandinu. Samkvæmt þeirri frétt hefur yfirmönnum Sky Sports og BT Sport verið greint frá því að þau þurfi mögulega að sýna alla leiki í opinni dagskrá fari svo að áhorfendur verði bannaðir af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirmenn allra helstu sjónvarpsstöðvanna, þar á meðal Sky Sports og BT Sport, verða á þessum fundi í dag en þar verða líka fulltrúa frá fótbolta, tennis, krikket og rúgbý. Verði leikir spilaðir fyrir luktum dyrum gæti það þýtt ekki aðeins mikið tekjutap fyrir félögin sjálf heldur einnig haft áhrif á innkomu þessara áskrifastöðva ef að þær mega ekki lengur sína leikina í læstri útsendingu. Það er allavega ljóst að það stefnir í tíma sem við höfum aldrei séð áður í ensku úrvalsdeildinni. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út af þessum mikilvæga fundi í dag. Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Enska úrvalsdeildin bannaði öll handabönd í leikjum helgarinnar en gæti þurft að grípa til enn frekari ráðstafana í næstu leikjum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Bresk stjórnvöld hafa kallað æðstu menn íþróttanna í Bretlandi á sinn fund í dag en þar á meðal verður ræddur sá möguleiki að spila leiki fyrir luktum dyrum á næstunni ef þess gerist þörf. Fundurinn er þó haldinn til að fara yfir hvað sé best að gera í stöðunni og að það gildi það sama yfir allar íþróttir. Ítalir og Danir eru farnir að spila fótboltaleiki sína án áhorfenda og það þykir líklegt að aðrar þjóðir gætu lent í sömu stöðu. Smithættan er mikil á stórum leikvöngum þar sem tugir þúsunda mæta. Þetta gæti einnig haft áhrif á útsendingar frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í Englandi ef marka má fréttir frá Englandi. The Times hefur heimildir fyrir því að það hafi verið haft samband við sjónvarpsstöðvarnar Sky Sports og BT Sport sem eru rétthafar fyrir ensku úrvalsdeildina í heimalandinu. Samkvæmt þeirri frétt hefur yfirmönnum Sky Sports og BT Sport verið greint frá því að þau þurfi mögulega að sýna alla leiki í opinni dagskrá fari svo að áhorfendur verði bannaðir af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirmenn allra helstu sjónvarpsstöðvanna, þar á meðal Sky Sports og BT Sport, verða á þessum fundi í dag en þar verða líka fulltrúa frá fótbolta, tennis, krikket og rúgbý. Verði leikir spilaðir fyrir luktum dyrum gæti það þýtt ekki aðeins mikið tekjutap fyrir félögin sjálf heldur einnig haft áhrif á innkomu þessara áskrifastöðva ef að þær mega ekki lengur sína leikina í læstri útsendingu. Það er allavega ljóst að það stefnir í tíma sem við höfum aldrei séð áður í ensku úrvalsdeildinni. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út af þessum mikilvæga fundi í dag.
Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira