Fótbolti

Tveir í röð hjá West Ham og þægi­legt hjá Ever­ton

Siggeir Ævarsson skrifar
Zian Flemming skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Burnley
Zian Flemming skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Burnley Vísir/Getty

West Ham vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Burnley 3-2. Þá vann Everton þægilegan 2-0 heimasigur á Fulham.

Zian Flemming kom gestunum yfir með marki á 35. mínútu en Callum Wilson jafnaði metin rétt fyrir hálfleik.

Varamaðurinn Tomáš Souček kom Hömrunum svo yfir á 77. mínútu og Kyle Walker-Peters skoraði þriðja mark West Ham á 87. mínútu sem virtist ætla að gulltryggja sigurinn en djúpt inn í uppbótartíma skoraði Josh Cullen mark eftir mistök frá Aréola í marki West Ham sem greip ekki boltann og missti hann fyrir fætur Cullen.

Klippa: West Ham 3 -2 Burnley

Með sigrinum jafnar West Ham Burnley að stigum og hefði farið upp úr fallsæti ef leikurinn hefði farið 3-1 en sárabótamark Cullen þýðir að Burnley hangir fyrir ofan fallsætið á markatölu.

Stuðningsmenn West Ham mótmæltu fyrir leikVísir/Getty

Í Liverpool tók Everton á móti Fulham og vann nokkuð þægilegan 2-0 með mörkum frá Idrissa Gueye og Michael Keane. Sjáðu allt það helsta úr leiknum í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Everton 2 - 0 Fulham



Fleiri fréttir

Sjá meira


×