Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 08:31 Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, bregst hér við eftir að jöfnunarmark hans á móti Manchester City var dæmt af í gær. Getty/Carl Recine/ Virgil van Dijk hélt að hann hefði jafnað metin fyrir Liverpool á móti Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Markið var hins vegar dæmt af og Manchester City endaði á því að gjörsigra Liverpool 3–0. Dómari leiksins var kallaður á skjáinn og dæmdi í framhaldinu markið af. Virgil van Dijk skallaði þarna hornspyrnu Mo Salah í netið en markið var dæmt af þar sem dómararnir töldu að Andy Robertson, sem var rangstæður, hafi staðið í vegi fyrir sjónlínu markvarðarins. Gagnrýndu ákvörðun dómaranna Manchester United-goðsagnirnar Peter Schmeichel og Wayne Rooney fundu báðir til með Liverpool og gagnrýndu ákvörðun dómaranna. Schmeichel gat ekki skilið hvernig markið fékk ekki að standa. „Þetta er slæm ákvörðun,“ sagði Schmeichel í útsendingu Viaplay og hélt áfram: „Hver veit hvort hann truflar markvörðinn þarna? Hver veit það? Enginn. Þeir þurfa að vera nákvæmari í reglunum,“ sagði Schmeichel og hélt áfram: „Þetta þarf að vera miklu skýrara, við getum ekki verið með þessa umræðu. Mér finnst þetta svolítið hart gagnvart Liverpool, að markið sé ekki dæmt gilt,“ sagði Schmeichel. Röng ákvörðun Wayne Rooney, sérfræðingur BBC, gagnrýndi ákvörðunina einnig. „Ég held ekki að Andy Robertson hafi truflað Donnarumma í því að verja skotið. Markvörður City sá boltann alla tímann svo mér finnst þetta hafa verið röng ákvörðun,“ segir Rooney samkvæmt BBC. Virgil van Dijk sjálfur var fámáll um atvikið eftir leikinn. „Það er engin ástæða fyrir mig að tala um það. Sannleikurinn er sá að við töpuðum 0–3 og það er mjög þungt. Það skiptir engu máli hvað ég segi, því allt sem ég segi mun enda í fjölmiðlum og allt landsleikjahléið mun snúast um ummæli mín um ákvörðunina. Ég einbeiti mér bara að því að við töpuðum, þið getið deilt um hvort markið hefði átt að standa,“ sagði van Dijk við Sky Sports. Wayne Rooney does not think Virgil van Dijk's goal should've been disallowed ❌#MOTD pic.twitter.com/gsNDHwrZsY— Match of the Day (@BBCMOTD) November 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Dómari leiksins var kallaður á skjáinn og dæmdi í framhaldinu markið af. Virgil van Dijk skallaði þarna hornspyrnu Mo Salah í netið en markið var dæmt af þar sem dómararnir töldu að Andy Robertson, sem var rangstæður, hafi staðið í vegi fyrir sjónlínu markvarðarins. Gagnrýndu ákvörðun dómaranna Manchester United-goðsagnirnar Peter Schmeichel og Wayne Rooney fundu báðir til með Liverpool og gagnrýndu ákvörðun dómaranna. Schmeichel gat ekki skilið hvernig markið fékk ekki að standa. „Þetta er slæm ákvörðun,“ sagði Schmeichel í útsendingu Viaplay og hélt áfram: „Hver veit hvort hann truflar markvörðinn þarna? Hver veit það? Enginn. Þeir þurfa að vera nákvæmari í reglunum,“ sagði Schmeichel og hélt áfram: „Þetta þarf að vera miklu skýrara, við getum ekki verið með þessa umræðu. Mér finnst þetta svolítið hart gagnvart Liverpool, að markið sé ekki dæmt gilt,“ sagði Schmeichel. Röng ákvörðun Wayne Rooney, sérfræðingur BBC, gagnrýndi ákvörðunina einnig. „Ég held ekki að Andy Robertson hafi truflað Donnarumma í því að verja skotið. Markvörður City sá boltann alla tímann svo mér finnst þetta hafa verið röng ákvörðun,“ segir Rooney samkvæmt BBC. Virgil van Dijk sjálfur var fámáll um atvikið eftir leikinn. „Það er engin ástæða fyrir mig að tala um það. Sannleikurinn er sá að við töpuðum 0–3 og það er mjög þungt. Það skiptir engu máli hvað ég segi, því allt sem ég segi mun enda í fjölmiðlum og allt landsleikjahléið mun snúast um ummæli mín um ákvörðunina. Ég einbeiti mér bara að því að við töpuðum, þið getið deilt um hvort markið hefði átt að standa,“ sagði van Dijk við Sky Sports. Wayne Rooney does not think Virgil van Dijk's goal should've been disallowed ❌#MOTD pic.twitter.com/gsNDHwrZsY— Match of the Day (@BBCMOTD) November 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira