Viljum við bjarga barni? Ásdís Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 10:30 „Mig dreymir um að lifa eins og annað fólk. Að börnin okkar fái að ganga í skóla. Við flúðum heimili okkar og stefndum lífi okkar í hættu til að eiga von um framtíð og að börnin okkar gætu lært,“ sagði Toulin Jindi fréttamanni Kveiks þegar þátturinn rannsakaði aðstæður flóttafólks í Grikklandi. Toulin flúði stríðið í Sýrlandi ásamt manni sínum og tveimur sonum. Þau hafa hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi sem flóttamenn. Það þýðir að gríska ríkið hefur skoðað mál þeirra og samþykkt að þau eigi rétt á vernd. Samkvæmt alþjóðasáttmálum á þessi ákvörðun að tryggja þeim mannsæmandi líf, heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir börnin. Raunveruleikinn er annar. Sýrlenska fjölskyldan býr í 25 fermetra íbúð, strákarnir fá ekki að ganga í skóla og eiginmaður Toulin vinnur 12-17 tíma vaktir fyrir 450 kr á tímann. Þrátt fyrir að strákanir séu báðir með langvarandi heilsuvanda er bráðaþjónusta eina heilbrigðisþjónustan sem þeir fá. Í vikunni ætla íslensk stjórnvöld að senda fimm fjölskyldur til Grikklands með þeim rökum að þar hafi þau þegar hlotið alþjóðlega vernd. Þar á meðal eru systkinin Ali níu ára, Kayan fimm ára, Saja fjögurra ára og Jadin eins árs. Svo eru það systurnar Rita fimm ára og Fatima átta ára sem eru á Íslandi með einstæðum pabba sínum. Það eru enn fleiri börn í hópnum. Ef heppnin verður með þeim, bíða þessara fjölskyldna svipaðar aðstæður og Toulin og hennar fjölskylda búa við. Börn án menntunar og læknisþjónustu í 25 fermetra íbúð telst varla lán á okkar mælikvarða. En aðstæður sýrlensku fjölskyldunnar eru mun betri en margra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi. Hún á þó þak yfir höfuðið. Fjölmargir flóttamenn fá hvergi húsnæði og neyðast til að búa í tjaldbúðum. Í landi þar sem atvinnuleysi er yfir 16% er nær ógerlegt fyrir flóttamenn að finna vinnu. Fjölmargir hafa hvorki aðgang að rafmagni né rennandi vatni. Eftir efnahagshrunið eru Grikkir tregir til að leigja útlendingum eða ráða þá í vinnu. Og hvað með aðstæður barna – hvað bíður Ali, Kayan, Saju, Jadin, Ritu, Fatimu og hinna barnanna sem við Íslendingar ætlum að senda á brott? Við vitum að einungis 40% þeirra 28.000 barna sem eru á flótta í Grikklandi ganga í skóla. Aðstæður barna á flótta eru í raun svo slæmar að Grikkland hefur sent út neyðarkall til annarra Evrópuþjóða og beðið þær um að taka á móti einhverjum af þeim 4.000 börnum sem búa í flóttamannabúðum á eyjum við strendur Grikklands. Aðstæður þar eru svo ómannúðlegar og ógeðslegar að þeim hefur ítrekað verið lýst sem helvíti á jörðu. Og undanfarið hafa sérfræðingar varað við því að þegar, ekki ef, kórónavírusinn berst í búðirnar verði afleiðingarnar hræðilegar. Við vitum líka að hatursglæpir gegn flóttafólki hafa aukist mjög í Grikklandi þar sem árásum á börn, konur og menn fjölgar. Eftir að Tyrkland opnaði landamærin til Grikklands í lok febrúar er allt á suðupunkti. Vopnaðir nýnasististar flykkjast til landamæranna til að dreifa áróðri og ráðast á flóttamenn og hjálparstarfsmenn, sýrlenskur flóttamaður var skotinn til bana, gríska landhelgisgæslan skaut að gúmmíbáti fullum af flóttafólki og sýrlenskur drengur drukknaði eftir að bátnum hans hvolfdi.Ekki flokkpólitískt að virða réttinn til verndar Sumir halda því fram að ekki hafi verið hægt að sjá fyrir flóttamannastraum síðustu ára þegar Flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur 1951. En sáttmálinn var skrifaður eftir að Evrópa hafði gengið í gegnum eyðileggingu seinni heimsstyrjaldarinnar. Í fyrstu náði hann einungis yfir þær milljónir Evrópubúa sem enn voru á vergangi eftir stríðið. Sáttmálinn var skrifaður af fóki sem hafði upplifað hörmungar af stærðargráðu sem við getum ekki ímyndað okkur. Skrifaður af fólki sem trúði því að komandi kynslóðir myndu aldrei leyfa sögunni að endurtaka sig – myndu leggja sig fram um að skjóta skjólshúsi yfir þá sem væru á flótta í stað þess að bera fyrir sig smáaletrið í alþjóðasamningum og reglugerðum til að þvo hendur sínar af áskoruninni. Að virða rétt þeirra sem flýja stríð og ofsóknir er ekki og á ekki að vera flokkpólitískt mál. Það var í tíð Ólafs Thors sem flóttamannasáttmálinn var samþykktur á Íslandi, í tíð Bjarna Benediktssonar eldri sem viðbótarbókunin frá 1967 var samþykkt og það var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem hætti að senda fólk á flótta til Grikklands með vísun í Dyflinnarreglugerðina. Ólöf Nordal, sagði í pontu Alþingis þegar hún var innanríkisráðherra að við þyrftum að „passa okkur á því að við séum ekki að steypa fólki í óöruggt umhverfi.“ Síðustu vikur hafa virt, ópólitísk samtök á borð við UNICEF, Rauða krossinn og Barnaheill öll sent frá sér yfirlýsingar þar sem þau biðla til stjórnvalda að virða rétt barna til öryggis, lífs og þroska við bestu mögulegu aðstæður. Almenningur grípur inn í því kerfið er brotið Útlendingastofnun segist hafa hagsmuni barna að leiðarljósi. Aðspurður um þær aðstæður sem tækju við fjölskyldunum fimm í Grikklandi sagði settur forstjóri Útlendingastofnunar Þorsteinn Gunnarsson: „Samkvæmt lögum um útlendinga þá er okkur ekki heimilt að senda neinn til baka sem gæti átt hættu á ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Meðan við förum eftir því, já, þá getum við staðið við bak þessara ákvarðana með góðri samvisku.“Innanríkisráðherra sagði ínýlegri yfirlýsinguað við ákvörðun um alþjóðlega vernd skuli taka afstöðu til þess sem er barni fyrir bestu og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna ætti að vera hafður að leiðarljósi. Hún benti einnig á að ekki væri hægt að réttlæta stöðug inngrip stjórnmálamanna í einstaka mál. Það græfi undan jafnræði því allir í sömu stöðu eigi að fá sambærilega meðferð.Kæra Áslaug Arna. Kæri Þorsteinn. Það er ómannúðleg og vanvirðandi meðferð á börnum að senda þau þaðan sem þau njóta öryggis, menntunar og heilbrigðisþjónustu í land sem hefur sjálft lýst því yfir að það geti ekki tryggt þúsundum barna á flótta grundvallarmannréttindi. Ef markmið okkar er að tryggja börnum mannúðlega meðferð, þá sendum við þau ekki til Grikklands. Ekki núna, ekki á morgun og ekki aftur nema að Grikkland geti tryggt þeim virðingu og öryggi.Við erum öll sammála um að það er óþolandi að þurfa að takast á um einstök mál í opinberri umræðu. En svarið getur ekki verið að við sitjum hljóð á meðan börn, konur og menn eru send úr öryggi í ömurð. Lausnin er augljós en hún krefst hugrekkis, mannúðar og vilja: Veitum barnafjölskyldum efnislega meðferð á Íslandi. Hættum að endursenda fólk til Grikklands.Mótmælaganga gegn brottvísunum til Grikklands verður farin frá Hlemmi mánudaginn 9. mars klukkan 17:30. Höfundur er sérfræðingur í alþjóðasamskiptum með áherslu á mannúð og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
„Mig dreymir um að lifa eins og annað fólk. Að börnin okkar fái að ganga í skóla. Við flúðum heimili okkar og stefndum lífi okkar í hættu til að eiga von um framtíð og að börnin okkar gætu lært,“ sagði Toulin Jindi fréttamanni Kveiks þegar þátturinn rannsakaði aðstæður flóttafólks í Grikklandi. Toulin flúði stríðið í Sýrlandi ásamt manni sínum og tveimur sonum. Þau hafa hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi sem flóttamenn. Það þýðir að gríska ríkið hefur skoðað mál þeirra og samþykkt að þau eigi rétt á vernd. Samkvæmt alþjóðasáttmálum á þessi ákvörðun að tryggja þeim mannsæmandi líf, heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir börnin. Raunveruleikinn er annar. Sýrlenska fjölskyldan býr í 25 fermetra íbúð, strákarnir fá ekki að ganga í skóla og eiginmaður Toulin vinnur 12-17 tíma vaktir fyrir 450 kr á tímann. Þrátt fyrir að strákanir séu báðir með langvarandi heilsuvanda er bráðaþjónusta eina heilbrigðisþjónustan sem þeir fá. Í vikunni ætla íslensk stjórnvöld að senda fimm fjölskyldur til Grikklands með þeim rökum að þar hafi þau þegar hlotið alþjóðlega vernd. Þar á meðal eru systkinin Ali níu ára, Kayan fimm ára, Saja fjögurra ára og Jadin eins árs. Svo eru það systurnar Rita fimm ára og Fatima átta ára sem eru á Íslandi með einstæðum pabba sínum. Það eru enn fleiri börn í hópnum. Ef heppnin verður með þeim, bíða þessara fjölskyldna svipaðar aðstæður og Toulin og hennar fjölskylda búa við. Börn án menntunar og læknisþjónustu í 25 fermetra íbúð telst varla lán á okkar mælikvarða. En aðstæður sýrlensku fjölskyldunnar eru mun betri en margra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi. Hún á þó þak yfir höfuðið. Fjölmargir flóttamenn fá hvergi húsnæði og neyðast til að búa í tjaldbúðum. Í landi þar sem atvinnuleysi er yfir 16% er nær ógerlegt fyrir flóttamenn að finna vinnu. Fjölmargir hafa hvorki aðgang að rafmagni né rennandi vatni. Eftir efnahagshrunið eru Grikkir tregir til að leigja útlendingum eða ráða þá í vinnu. Og hvað með aðstæður barna – hvað bíður Ali, Kayan, Saju, Jadin, Ritu, Fatimu og hinna barnanna sem við Íslendingar ætlum að senda á brott? Við vitum að einungis 40% þeirra 28.000 barna sem eru á flótta í Grikklandi ganga í skóla. Aðstæður barna á flótta eru í raun svo slæmar að Grikkland hefur sent út neyðarkall til annarra Evrópuþjóða og beðið þær um að taka á móti einhverjum af þeim 4.000 börnum sem búa í flóttamannabúðum á eyjum við strendur Grikklands. Aðstæður þar eru svo ómannúðlegar og ógeðslegar að þeim hefur ítrekað verið lýst sem helvíti á jörðu. Og undanfarið hafa sérfræðingar varað við því að þegar, ekki ef, kórónavírusinn berst í búðirnar verði afleiðingarnar hræðilegar. Við vitum líka að hatursglæpir gegn flóttafólki hafa aukist mjög í Grikklandi þar sem árásum á börn, konur og menn fjölgar. Eftir að Tyrkland opnaði landamærin til Grikklands í lok febrúar er allt á suðupunkti. Vopnaðir nýnasististar flykkjast til landamæranna til að dreifa áróðri og ráðast á flóttamenn og hjálparstarfsmenn, sýrlenskur flóttamaður var skotinn til bana, gríska landhelgisgæslan skaut að gúmmíbáti fullum af flóttafólki og sýrlenskur drengur drukknaði eftir að bátnum hans hvolfdi.Ekki flokkpólitískt að virða réttinn til verndar Sumir halda því fram að ekki hafi verið hægt að sjá fyrir flóttamannastraum síðustu ára þegar Flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur 1951. En sáttmálinn var skrifaður eftir að Evrópa hafði gengið í gegnum eyðileggingu seinni heimsstyrjaldarinnar. Í fyrstu náði hann einungis yfir þær milljónir Evrópubúa sem enn voru á vergangi eftir stríðið. Sáttmálinn var skrifaður af fóki sem hafði upplifað hörmungar af stærðargráðu sem við getum ekki ímyndað okkur. Skrifaður af fólki sem trúði því að komandi kynslóðir myndu aldrei leyfa sögunni að endurtaka sig – myndu leggja sig fram um að skjóta skjólshúsi yfir þá sem væru á flótta í stað þess að bera fyrir sig smáaletrið í alþjóðasamningum og reglugerðum til að þvo hendur sínar af áskoruninni. Að virða rétt þeirra sem flýja stríð og ofsóknir er ekki og á ekki að vera flokkpólitískt mál. Það var í tíð Ólafs Thors sem flóttamannasáttmálinn var samþykktur á Íslandi, í tíð Bjarna Benediktssonar eldri sem viðbótarbókunin frá 1967 var samþykkt og það var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem hætti að senda fólk á flótta til Grikklands með vísun í Dyflinnarreglugerðina. Ólöf Nordal, sagði í pontu Alþingis þegar hún var innanríkisráðherra að við þyrftum að „passa okkur á því að við séum ekki að steypa fólki í óöruggt umhverfi.“ Síðustu vikur hafa virt, ópólitísk samtök á borð við UNICEF, Rauða krossinn og Barnaheill öll sent frá sér yfirlýsingar þar sem þau biðla til stjórnvalda að virða rétt barna til öryggis, lífs og þroska við bestu mögulegu aðstæður. Almenningur grípur inn í því kerfið er brotið Útlendingastofnun segist hafa hagsmuni barna að leiðarljósi. Aðspurður um þær aðstæður sem tækju við fjölskyldunum fimm í Grikklandi sagði settur forstjóri Útlendingastofnunar Þorsteinn Gunnarsson: „Samkvæmt lögum um útlendinga þá er okkur ekki heimilt að senda neinn til baka sem gæti átt hættu á ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Meðan við förum eftir því, já, þá getum við staðið við bak þessara ákvarðana með góðri samvisku.“Innanríkisráðherra sagði ínýlegri yfirlýsinguað við ákvörðun um alþjóðlega vernd skuli taka afstöðu til þess sem er barni fyrir bestu og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna ætti að vera hafður að leiðarljósi. Hún benti einnig á að ekki væri hægt að réttlæta stöðug inngrip stjórnmálamanna í einstaka mál. Það græfi undan jafnræði því allir í sömu stöðu eigi að fá sambærilega meðferð.Kæra Áslaug Arna. Kæri Þorsteinn. Það er ómannúðleg og vanvirðandi meðferð á börnum að senda þau þaðan sem þau njóta öryggis, menntunar og heilbrigðisþjónustu í land sem hefur sjálft lýst því yfir að það geti ekki tryggt þúsundum barna á flótta grundvallarmannréttindi. Ef markmið okkar er að tryggja börnum mannúðlega meðferð, þá sendum við þau ekki til Grikklands. Ekki núna, ekki á morgun og ekki aftur nema að Grikkland geti tryggt þeim virðingu og öryggi.Við erum öll sammála um að það er óþolandi að þurfa að takast á um einstök mál í opinberri umræðu. En svarið getur ekki verið að við sitjum hljóð á meðan börn, konur og menn eru send úr öryggi í ömurð. Lausnin er augljós en hún krefst hugrekkis, mannúðar og vilja: Veitum barnafjölskyldum efnislega meðferð á Íslandi. Hættum að endursenda fólk til Grikklands.Mótmælaganga gegn brottvísunum til Grikklands verður farin frá Hlemmi mánudaginn 9. mars klukkan 17:30. Höfundur er sérfræðingur í alþjóðasamskiptum með áherslu á mannúð og mannréttindi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun