Úti um friðinn Þórir Guðmundsson skrifar 24. febrúar 2020 08:15 Ári eftir að vinnuveitendur og félög flestra starfsmanna þeirra gerðu tímamótasamning um þróun launa innan einkageirans stendur opinberi geirinn nú frammi fyrir kröfum um meiri hækkanir en fengust þá. Kröfunum fylgja hótanir um verkföll, sem verða enn viðameiri en yfirstandandi verkfall Eflingar. Verði gengið að kröfum um meiri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningnum þá er friðurinn úti á vinnumarkaðnum í heild sinni. Almennt launafólk sætti sig í fyrra við krónutöluhækkanir í ljósi ástandsins í efnahagslífinu og sem framlag til jöfnuðar í samfélaginu. Fyrir marga launamenn var lífskjarasamningurinn fórn. Fólk með meðaltekjur og þar yfir tók með honum þátt í að lyfta fólki á lægstu launum gegn því að bera hlutfallslega minna úr býtum sjálft. Þetta fólk mun ekki láta það yfir sig ganga að opinberi markaðurinn stökkvi framúr. Það mun nota hvert tækifæri til að fá sams konar hækkanir eða meiri og þá fer verðbólguhjólið af stað. Miðað við yfirlýst tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar þá virðist stærsti vinnuveitandinn meðal sveitarfélaga þegar hafa gengið lengra en einkageirinn gerði fyrir ári. Orðræða forystufólks Eflingar nú er hin sama og fyrir ári – en það vonast eftir annarri niðurstöðu.Vísir/Sigurjón Orðræða forystufólks Eflingar um skammarlega lág laun ófaglærðra starfsmanna á leikskólum og víðar hefur skiljanlega fengið mikinn hljómgrunn meðal almennings. Væri hægt að hækka allra lægstu launin, án þess að það hefði áhrif á önnur laun, má ætla að allgóð sátt yrði um það. Langflestir eru með mun hærri tekjur og geta illa ímyndað sér líf á útborguðum launum rétt yfir 200 þúsund krónum. En umræðan um lægstu launin fór fram í fyrra og henni lauk með ákveðinni lausn, sem var kölluð lífskjarasamningur. Sá samningur var varnarsigur í erfiðri stöðu. Sú staða hefur ekkert batnað. Ekkert hefur gerst á þessum tæplega ellefu mánuðum sem eru liðnir frá lífskjarasamningnum sem réttlætir að setja hann í uppnám. Einn er þó munur á samningsstöðu verkalýðsfélaganna. Nú er ekki verið að semja við fyrirtæki á markaði heldur við opinbera geirann. Forystufólk Eflingar, sem skrifaði undir lífskjarasamninginn í apríl í fyrra, sækir nú meira úr sjóðum hins opinbera en fékkst frá atvinnulífinu þá. Dæmin um kauphækkanir hjá hinu opinbera eru ekki til eftirbreytni. Skemmst er að minnast ótrúlegra hækkana sem nánustu samstarfsmenn fyrrverandi ríkislögreglustjóra fengu síðastliðið haust og hækkana sem kjararáð sáluga úthlutaði og voru sem innspýting eiturs í kjaraviðræður árum saman. Ríki og sveitarfélög þurfa að hafa hugfast að samningar á komandi vikum snúast ekki bara um kjör starfsmanna þeirra. Þeir snúast um stríð og frið á vinnumarkaði. Ef hið opinbera endar á að yfirbjóða einkageirann þá er úti um friðinn.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Þórir Guðmundsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Ári eftir að vinnuveitendur og félög flestra starfsmanna þeirra gerðu tímamótasamning um þróun launa innan einkageirans stendur opinberi geirinn nú frammi fyrir kröfum um meiri hækkanir en fengust þá. Kröfunum fylgja hótanir um verkföll, sem verða enn viðameiri en yfirstandandi verkfall Eflingar. Verði gengið að kröfum um meiri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningnum þá er friðurinn úti á vinnumarkaðnum í heild sinni. Almennt launafólk sætti sig í fyrra við krónutöluhækkanir í ljósi ástandsins í efnahagslífinu og sem framlag til jöfnuðar í samfélaginu. Fyrir marga launamenn var lífskjarasamningurinn fórn. Fólk með meðaltekjur og þar yfir tók með honum þátt í að lyfta fólki á lægstu launum gegn því að bera hlutfallslega minna úr býtum sjálft. Þetta fólk mun ekki láta það yfir sig ganga að opinberi markaðurinn stökkvi framúr. Það mun nota hvert tækifæri til að fá sams konar hækkanir eða meiri og þá fer verðbólguhjólið af stað. Miðað við yfirlýst tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar þá virðist stærsti vinnuveitandinn meðal sveitarfélaga þegar hafa gengið lengra en einkageirinn gerði fyrir ári. Orðræða forystufólks Eflingar nú er hin sama og fyrir ári – en það vonast eftir annarri niðurstöðu.Vísir/Sigurjón Orðræða forystufólks Eflingar um skammarlega lág laun ófaglærðra starfsmanna á leikskólum og víðar hefur skiljanlega fengið mikinn hljómgrunn meðal almennings. Væri hægt að hækka allra lægstu launin, án þess að það hefði áhrif á önnur laun, má ætla að allgóð sátt yrði um það. Langflestir eru með mun hærri tekjur og geta illa ímyndað sér líf á útborguðum launum rétt yfir 200 þúsund krónum. En umræðan um lægstu launin fór fram í fyrra og henni lauk með ákveðinni lausn, sem var kölluð lífskjarasamningur. Sá samningur var varnarsigur í erfiðri stöðu. Sú staða hefur ekkert batnað. Ekkert hefur gerst á þessum tæplega ellefu mánuðum sem eru liðnir frá lífskjarasamningnum sem réttlætir að setja hann í uppnám. Einn er þó munur á samningsstöðu verkalýðsfélaganna. Nú er ekki verið að semja við fyrirtæki á markaði heldur við opinbera geirann. Forystufólk Eflingar, sem skrifaði undir lífskjarasamninginn í apríl í fyrra, sækir nú meira úr sjóðum hins opinbera en fékkst frá atvinnulífinu þá. Dæmin um kauphækkanir hjá hinu opinbera eru ekki til eftirbreytni. Skemmst er að minnast ótrúlegra hækkana sem nánustu samstarfsmenn fyrrverandi ríkislögreglustjóra fengu síðastliðið haust og hækkana sem kjararáð sáluga úthlutaði og voru sem innspýting eiturs í kjaraviðræður árum saman. Ríki og sveitarfélög þurfa að hafa hugfast að samningar á komandi vikum snúast ekki bara um kjör starfsmanna þeirra. Þeir snúast um stríð og frið á vinnumarkaði. Ef hið opinbera endar á að yfirbjóða einkageirann þá er úti um friðinn.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun