Börn eiga rétt á að þekkja uppruna sinn Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 11:00 Á Íslandi eiga börn sem getin eru með tæknifrjóvgun og kynfrumugjöf ekki sjálfstæðan rétt á upplýsingum um uppruna sinn. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum sem hefur ekki tryggt réttindi barna að þessu leyti. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um réttindi barns til að vera skráð eftir fæðingu, fá nafn, ríkisfang og við vita um foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. Undirrituð hefur nú í sjötta sinn lagt fram tillögu um rétt barna til að vita um uppruna sinn og falið dómsmálaráðherra að tryggja réttindi barna að þessu leyti. Tillagan hefur ekki enn verið afgreidd á Alþingi. Við viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi barna. Sýnum það í verki. Það er löngu orðið tímabært að innleiða ný lög sem tryggja þennan rétt barna. Umsögn Umboðsmanns barna Lög um tæknifrjóvgun, sem tóku í gildi 15. maí 1996, gera ráð fyrir að sá sem gefur kynfrumur til tæknifrjóvgunar skuli njóta nafnleyndar. Nafnleynd kynfrumugjafa vegur þyngra en réttindi barna til að fá að vita um uppruna sinn. Umboðsmaður barna sendi frá sér umsögn árið 1996, þegar frumvarpið var til umfjöllunar hjá Alþingi. Í henni kom fram sú afdráttarlausa skoðun að barn sem getið er með gjafakynfrumu ætti að fá rétt á að vita um uppruna sinn, eftir því sem unnt er. Þannig verði velferð þess best tryggð til framtíðar. Reynsla nágrannaríkja Helstu rökin fyrir nafnleynd kynfrumugjafa hafa verið sú að nafnleynd tryggi framboð á kynfrumum. Reynsla nágrannaríkjanna sýnir að slíkt hafi ekki veri raunin en eins og fyrr segir þá hafa öll Norðurlöndin, utan Íslands, nú þegar tryggt lagalegan rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Reyndar dróst kynfrumugjöf í Svíþjóð saman eftir að lögunum var breytt á þann veg að börn ættu rétt á að þekkja uppruna sinn, en fór síðan aftur í sama horf. Mikilvægt er að virða friðhelgi fólks og þörfin fyrir að nálgast upplýsingar um líffræðilegan uppruna, getur verið mjög mismunandi. Því yrðu slíkar upplýsingar aðeins veittar ef „barnið“ óskar sjálft eftir þeim. Rétturinn ætti ávallt að vera barnsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eiga börn sem getin eru með tæknifrjóvgun og kynfrumugjöf ekki sjálfstæðan rétt á upplýsingum um uppruna sinn. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum sem hefur ekki tryggt réttindi barna að þessu leyti. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um réttindi barns til að vera skráð eftir fæðingu, fá nafn, ríkisfang og við vita um foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. Undirrituð hefur nú í sjötta sinn lagt fram tillögu um rétt barna til að vita um uppruna sinn og falið dómsmálaráðherra að tryggja réttindi barna að þessu leyti. Tillagan hefur ekki enn verið afgreidd á Alþingi. Við viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi barna. Sýnum það í verki. Það er löngu orðið tímabært að innleiða ný lög sem tryggja þennan rétt barna. Umsögn Umboðsmanns barna Lög um tæknifrjóvgun, sem tóku í gildi 15. maí 1996, gera ráð fyrir að sá sem gefur kynfrumur til tæknifrjóvgunar skuli njóta nafnleyndar. Nafnleynd kynfrumugjafa vegur þyngra en réttindi barna til að fá að vita um uppruna sinn. Umboðsmaður barna sendi frá sér umsögn árið 1996, þegar frumvarpið var til umfjöllunar hjá Alþingi. Í henni kom fram sú afdráttarlausa skoðun að barn sem getið er með gjafakynfrumu ætti að fá rétt á að vita um uppruna sinn, eftir því sem unnt er. Þannig verði velferð þess best tryggð til framtíðar. Reynsla nágrannaríkja Helstu rökin fyrir nafnleynd kynfrumugjafa hafa verið sú að nafnleynd tryggi framboð á kynfrumum. Reynsla nágrannaríkjanna sýnir að slíkt hafi ekki veri raunin en eins og fyrr segir þá hafa öll Norðurlöndin, utan Íslands, nú þegar tryggt lagalegan rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Reyndar dróst kynfrumugjöf í Svíþjóð saman eftir að lögunum var breytt á þann veg að börn ættu rétt á að þekkja uppruna sinn, en fór síðan aftur í sama horf. Mikilvægt er að virða friðhelgi fólks og þörfin fyrir að nálgast upplýsingar um líffræðilegan uppruna, getur verið mjög mismunandi. Því yrðu slíkar upplýsingar aðeins veittar ef „barnið“ óskar sjálft eftir þeim. Rétturinn ætti ávallt að vera barnsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun