Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2020 12:54 Daði Freyr hlýtur að teljast afar sigurstranglegur í Söngvakeppninni sem fram fer um næstu helgi. RÚV Daði og þau í Gagnamagninu teljast líklegust til að hafa sigur í Söngvakeppninni sem haldin verður um næstu helgi. Betsson hefur sett upp veðmálssíðu fyrir Söngvakeppnina þar sem framlag Íslands verður valið til næstu Eurovison – söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er stuðullinn aðeins 1,9 á að Think About Things hafi sigur. Það þýðir einfaldlega að sérfræðingar veðmálafyrirtæksins meta það svo að Daði og félagar séu líklegust til að standa uppi með pálmann í höndunum; sá sem leggur undir 1000 krónur mun fá 1,900 krónur til baka fari svo. Þannig leggst eitt og annað á árar með hinum hávaxna teknópoppara og hans fólki en eins og Vísir greindi frá fyrir skömmu segir finnski Eurovisionspekingurinn Thomas Lundin sjaldan hafa verið eins auðvelt að spá til um sigur í Söngvakeppninni. Hann telur að Daði verði sá sem fagnar og fer til Rotterdam í Hollandi. Áður hafði sjálfur Russel Crowe, leikarinn góðkunni, vakið athygli á framlagi Daða og gagnamagnsins og virðist því flest bera að sama brunni. Sú er staðan þegar þetta er skrifað en stuðlarnir eru breytilegir eftir því á hvað menn vilja leggja sinn pening. Eftir því sem fleiri veðja á Daða, þeim mun lækkar stuðullinn á sigur hans. Sú sem þykir líklegust til að veita Daða og gagnamagninu viðnám er Iva með lag sitt Oculis videre. Iva er með 3 í stuðul. Því næst koma þungarokkararnir í Dimmu með Almyrkva sinn, með stuðulinn 3,8. Ísold og Helga með Meet Me Halfway eru metnar af sérfræðingum Betsson með stuðulinn 7,55. Ólíklegust til að hafa sigur í keppninni telst Nína Dagbjört með Echo: Ef menn leggja þúsund krónur á að hún sigri ávaxta þeir ágætlega sitt pund og fara frá með 15 þúsund krónur – Nína Dagbjört er með stuðulinn 15. Eurovision Fjárhættuspil Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21 Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Daði og þau í Gagnamagninu teljast líklegust til að hafa sigur í Söngvakeppninni sem haldin verður um næstu helgi. Betsson hefur sett upp veðmálssíðu fyrir Söngvakeppnina þar sem framlag Íslands verður valið til næstu Eurovison – söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er stuðullinn aðeins 1,9 á að Think About Things hafi sigur. Það þýðir einfaldlega að sérfræðingar veðmálafyrirtæksins meta það svo að Daði og félagar séu líklegust til að standa uppi með pálmann í höndunum; sá sem leggur undir 1000 krónur mun fá 1,900 krónur til baka fari svo. Þannig leggst eitt og annað á árar með hinum hávaxna teknópoppara og hans fólki en eins og Vísir greindi frá fyrir skömmu segir finnski Eurovisionspekingurinn Thomas Lundin sjaldan hafa verið eins auðvelt að spá til um sigur í Söngvakeppninni. Hann telur að Daði verði sá sem fagnar og fer til Rotterdam í Hollandi. Áður hafði sjálfur Russel Crowe, leikarinn góðkunni, vakið athygli á framlagi Daða og gagnamagnsins og virðist því flest bera að sama brunni. Sú er staðan þegar þetta er skrifað en stuðlarnir eru breytilegir eftir því á hvað menn vilja leggja sinn pening. Eftir því sem fleiri veðja á Daða, þeim mun lækkar stuðullinn á sigur hans. Sú sem þykir líklegust til að veita Daða og gagnamagninu viðnám er Iva með lag sitt Oculis videre. Iva er með 3 í stuðul. Því næst koma þungarokkararnir í Dimmu með Almyrkva sinn, með stuðulinn 3,8. Ísold og Helga með Meet Me Halfway eru metnar af sérfræðingum Betsson með stuðulinn 7,55. Ólíklegust til að hafa sigur í keppninni telst Nína Dagbjört með Echo: Ef menn leggja þúsund krónur á að hún sigri ávaxta þeir ágætlega sitt pund og fara frá með 15 þúsund krónur – Nína Dagbjört er með stuðulinn 15.
Eurovision Fjárhættuspil Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21 Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21
Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30
Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00