Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2020 14:00 Thomas Lundin og listafólkið sem keppir til úrslita í Söngvakeppninni á laugardag. Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir það aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Söngvakeppninnar og nú. Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. Hann segir að þó að öll lögin fimm sem keppi til úrslita nú séu góð þá sé það eitt lag sem beri höfuð og herðar yfir hin. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í Eurovision. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas hefur í dómum sínum reynst sannspár, en þannig spáði Svölu Björgvins og laginu Paper sigri árið 2017, Ara Ólafssyni og laginu Our Choice sigri árið 2018 og Hatara og Hatrið mun sigra á síðasta ári. Thomas Lundin starfar meðal annars sem söngvari.Mynd/Cata Portin Heillast enn á ný af Íslendingum Thomas Lundin segist enn á ný heillast af gæðum íslensku Söngvakeppninnar. „Svakalega vel pródúseruð lög og duglegir söngvarar og söngkonur. Það sem heillaði mig mest er þessi ótrúlega breidd í úrslitunum. Öll fimm lögin eru einstök – ekkert þeirra minnir á annað. Strax eftir fyrstu hlustun finnst manni lögin skýr og það er auðvelt að muna eftir þeim. Það er oft þannig í þessum söngvakeppnum að lögin líkjast hvert öðru þannig að maður nær engu gripi utan um þau og á erfitt að skilja í sundur,“ segir Thomas. Ekki þörf á „skömmustukodda“ í sófanum, sama hvað gerist Thomas segir Íslendinga geta verið stolta af öllum lögunum og að öll þeirra geti verið verðugur fulltrúi Íslendinga í Rotterdam. Ekki sé þörf fyrir Íslendinga að fela sig á bakvið „skömmustukodda“ heima í sófanum þegar kemur að stóru stundinni. Hann segir að þrátt fyrir öll þessi fínu lög þá eigi hann sér uppáhaldslag í keppninni í ár. Hafi hann aldrei staðið frammi fyrir eins auðveldu vali þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara öll þau ár sem Vísir hefur leitað til hans til að fá álit hans sem erlends Eurovision-sérfræðings. „Ég trúi ekki öðru en að Daði og Gagnamagnið taki þetta ár. Og með yfirburðum. Þetta atriði er með allt! Mögulega hefði viðlagið getað verið sterkara, en á einhvern undarlegan máta er það einmitt einn af styrkleikum lagsins. Að það sé ekki með skýrt popplagsviðlag,“ segir Thomas. Kaldhæðnin framkvæmd með hlýju Thomas segist elska lit- og fagurfræðina í atriði sveitarinnar. „Sviðsetningin er einföld, skilvirk og skemmtileg! Kaldhæðnin sem gegnsýrir atriðið er framkvæmd með hlýju. Söngvarinn syngur mjög vel. Ég giska á og vona að Daði og Gagnamagnið vinni Söngvakeppnina 2020.“ Thomas segir að hann spái lagi Ísoldar og Helgu, Meet Me Halfway, öðru sæti. „Flott lag sem vex með hverri hlustun. Flutningurinn er flottur en lagið ef til vill of lítt einkennandi til að ná árangri í Rotterdam. Ég held hins vegar að Daði og Gagnamagnið eigi góða möguleika á að komast upp úr undanriðlinum og í úrslit Eurovision í maí.“ Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag, en Eurovision-keppnin sjálf fer fram í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. Mun Ísland keppa á síðara undanúrslitakvöldinu, það er fimmtudaginn 14. maí. Að neðan má hlusta á hin þrjú lögin sem keppa til úrslita á laugardaginn. Dimma - Almyrkvi Íva - Oculis Videre Nína - Ekkó Eurovision Íslandsvinir Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir það aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Söngvakeppninnar og nú. Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. Hann segir að þó að öll lögin fimm sem keppi til úrslita nú séu góð þá sé það eitt lag sem beri höfuð og herðar yfir hin. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í Eurovision. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas hefur í dómum sínum reynst sannspár, en þannig spáði Svölu Björgvins og laginu Paper sigri árið 2017, Ara Ólafssyni og laginu Our Choice sigri árið 2018 og Hatara og Hatrið mun sigra á síðasta ári. Thomas Lundin starfar meðal annars sem söngvari.Mynd/Cata Portin Heillast enn á ný af Íslendingum Thomas Lundin segist enn á ný heillast af gæðum íslensku Söngvakeppninnar. „Svakalega vel pródúseruð lög og duglegir söngvarar og söngkonur. Það sem heillaði mig mest er þessi ótrúlega breidd í úrslitunum. Öll fimm lögin eru einstök – ekkert þeirra minnir á annað. Strax eftir fyrstu hlustun finnst manni lögin skýr og það er auðvelt að muna eftir þeim. Það er oft þannig í þessum söngvakeppnum að lögin líkjast hvert öðru þannig að maður nær engu gripi utan um þau og á erfitt að skilja í sundur,“ segir Thomas. Ekki þörf á „skömmustukodda“ í sófanum, sama hvað gerist Thomas segir Íslendinga geta verið stolta af öllum lögunum og að öll þeirra geti verið verðugur fulltrúi Íslendinga í Rotterdam. Ekki sé þörf fyrir Íslendinga að fela sig á bakvið „skömmustukodda“ heima í sófanum þegar kemur að stóru stundinni. Hann segir að þrátt fyrir öll þessi fínu lög þá eigi hann sér uppáhaldslag í keppninni í ár. Hafi hann aldrei staðið frammi fyrir eins auðveldu vali þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara öll þau ár sem Vísir hefur leitað til hans til að fá álit hans sem erlends Eurovision-sérfræðings. „Ég trúi ekki öðru en að Daði og Gagnamagnið taki þetta ár. Og með yfirburðum. Þetta atriði er með allt! Mögulega hefði viðlagið getað verið sterkara, en á einhvern undarlegan máta er það einmitt einn af styrkleikum lagsins. Að það sé ekki með skýrt popplagsviðlag,“ segir Thomas. Kaldhæðnin framkvæmd með hlýju Thomas segist elska lit- og fagurfræðina í atriði sveitarinnar. „Sviðsetningin er einföld, skilvirk og skemmtileg! Kaldhæðnin sem gegnsýrir atriðið er framkvæmd með hlýju. Söngvarinn syngur mjög vel. Ég giska á og vona að Daði og Gagnamagnið vinni Söngvakeppnina 2020.“ Thomas segir að hann spái lagi Ísoldar og Helgu, Meet Me Halfway, öðru sæti. „Flott lag sem vex með hverri hlustun. Flutningurinn er flottur en lagið ef til vill of lítt einkennandi til að ná árangri í Rotterdam. Ég held hins vegar að Daði og Gagnamagnið eigi góða möguleika á að komast upp úr undanriðlinum og í úrslit Eurovision í maí.“ Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag, en Eurovision-keppnin sjálf fer fram í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. Mun Ísland keppa á síðara undanúrslitakvöldinu, það er fimmtudaginn 14. maí. Að neðan má hlusta á hin þrjú lögin sem keppa til úrslita á laugardaginn. Dimma - Almyrkvi Íva - Oculis Videre Nína - Ekkó
Eurovision Íslandsvinir Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira