Fótbolti

Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Getty/VI Images

Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar.

Sandra María Jessen hefur verið kölluð inn í landsliðið í staðinn en þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir getur ekki tekið þátt í mótinu, en hún getur ekki ferðast með liðinu í ljósi kórónuveirunnar sem hefur greinst á Ítalíu og getur valdið Covid-19 sjúkdómnum.



Pinatar Cup er fjögurra þjóða æfingamót sem stendur frá 4. til 10. mars en þar mætir íslenska liðið Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Mótið er undirbúningur fyrir leiki í undankeppni EM 2021 sem fara fram í aprílmánuði.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með AC Milan á Ítalíu en leik liðsins á móti Fiorentina um síðustu helgi var frestað vegna kórónuveirunnar sem er farin að hafa mikil áhrif á Ítalíu.

Sandra María Jessen hefur leikið leikið 28 leiki fyrir A-landslið kvenna og skorað í þeim 6 mörk.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan, skoraði tvívegis í fyrsta leiknum og er með fimm mörk í fyrstu fimm leikjunum.


Tengdar fréttir

Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×