Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar.
Um er að ræða tvílyft bárujárnsklætt timburhús á steinkjallara. DV greindi fyrst frá.
Húsið var byggt árið 1903 en fasteignamat eignarinnar er tæplega fimmtíu milljónir og er ásett verð 52,9 milljónir.
Í húsinu er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi en hér að neðan má sjá myndir af húsinu.



