Síminn á ekki heima í svefnherberginu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 20:30 Ungmenni sem sækja nám í fjölbrautakerfi sofa lengur á nóttunni en jafnaldrar þeirra í bekkjakerfi samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöður benda til þess að ungmenni verji um það bil jafnmiklum tíma á sólarhring í svefn og fer í skjánotkun. Í dag voru kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar um heilsuhegðun ungra Íslendinga. Þar var skoðuð staða og þróun á heilbrigðisþáttum um 500 ungmenna og tengsl þeirra þátta við atgervi, andlega líðan, svefn og skólaumhverfi. „Í rauninni erum við búin að skoða árgang sem er fæddur 1999, reykvísk börn, fjórum sinnum á tíu árum á þeirra uppvaxtarárum,“ segir Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Það er við sjö og níu ára aldur og aftur við fimmtán og sautján ára aldur. Þetta er eitt stærsta verkefni sem framkvæmt hefur verið í skólum á Íslandi að sögn Erlings. Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.Vísir/Egill Fjöldi rannsakenda tók þátt í rannsókninni en niðurstöður hafa verið kynntar á heimasíðu verkefnisins. Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ein þeirra en hún skoðaði breytinguna sem varð milli 15 og 17 ára aldurs með tilliti til svefns og hreyfingar. Sofa allt of lítið „Svefntíminn styttist. Hann var ekki nema, á skóladögum, rétt rúmir sex tímar í 10. bekk og fór eiginlega rétt undir sex tíma í framhaldsskóla á skóladögum. Sem kom okkur á óvart því við héldum að það væri eiginlega ekki hægt að sofa mikið minna en þessa sex klukkutíma,“ segir Rúna. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis er mælt með minnst átta klukkustunda nætursvefni fyrir þennan aldurshóp. Rúna Sif Stefánsdóttir, doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.Vísir/Egill Þá var nokkur munur á milli fjölbrautar- og bekkjarkerfis. „Þeir sem voru í bekkjakerfi sváfu styttra, svona 20-30 mínútum styttra. Helsti munurinn var að þau fóru öll að sofa á svipuðum tíma, milli eitt og tvö á nóttunni, því miður, en þeir sem voru í bekkjarkerfi þurftu að vakna fyrr til að mæta í skólann,“ segir Rúna. Síminn á ekki heima í svefnherberginu Svo virðist sem þeir sem séu í fjölbrautakerfi séu annað hvort að sleppa því að mæta snemma eða þá að velja sér áfanga sem byrja seinna á daginn. „Það hjálpaði nemendunum að fá að sofa aðeins lengur en það var aðeins meiri breytileiki í svefninum þeirra. Sem þýðir að það var ekki jafnmikill stöðugleiki, fóru ekki að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Þannig að fjölbreytin var með meiri svefn en meiri breytileika.“ Hreyfingin dróst einnig saman milli rannsókna. Á milli 15 og 17 ára breyttist hún lítið sem ekkert um helgar en á virkumdögum dróst hún saman um 19%. Niðurstöður benda einnig til þess að ungmennin verji um sex klukkutímum á dag fyrir framan skjá og að skjánotkun hafi neikvæð áhrif á andlega líðan. Þeir sem hreyfa sig meira virðast þó finna fyrir minni vanlíðan en aðrir. „Þau eru auðvitað mikið við skjá og tölvu í sambandi við skóla og vinnu og fleira. En svo er síminn að taka yfir völdin hjá þeim og það er áhyggjuefni sem að þurfum auðvitað að hugsa um. Sérstaklega þegar við erum að tala um svefninn. Síminn á ekki að vera í svefnherberginu. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Ungmenni sem sækja nám í fjölbrautakerfi sofa lengur á nóttunni en jafnaldrar þeirra í bekkjakerfi samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöður benda til þess að ungmenni verji um það bil jafnmiklum tíma á sólarhring í svefn og fer í skjánotkun. Í dag voru kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar um heilsuhegðun ungra Íslendinga. Þar var skoðuð staða og þróun á heilbrigðisþáttum um 500 ungmenna og tengsl þeirra þátta við atgervi, andlega líðan, svefn og skólaumhverfi. „Í rauninni erum við búin að skoða árgang sem er fæddur 1999, reykvísk börn, fjórum sinnum á tíu árum á þeirra uppvaxtarárum,“ segir Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Það er við sjö og níu ára aldur og aftur við fimmtán og sautján ára aldur. Þetta er eitt stærsta verkefni sem framkvæmt hefur verið í skólum á Íslandi að sögn Erlings. Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.Vísir/Egill Fjöldi rannsakenda tók þátt í rannsókninni en niðurstöður hafa verið kynntar á heimasíðu verkefnisins. Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ein þeirra en hún skoðaði breytinguna sem varð milli 15 og 17 ára aldurs með tilliti til svefns og hreyfingar. Sofa allt of lítið „Svefntíminn styttist. Hann var ekki nema, á skóladögum, rétt rúmir sex tímar í 10. bekk og fór eiginlega rétt undir sex tíma í framhaldsskóla á skóladögum. Sem kom okkur á óvart því við héldum að það væri eiginlega ekki hægt að sofa mikið minna en þessa sex klukkutíma,“ segir Rúna. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis er mælt með minnst átta klukkustunda nætursvefni fyrir þennan aldurshóp. Rúna Sif Stefánsdóttir, doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.Vísir/Egill Þá var nokkur munur á milli fjölbrautar- og bekkjarkerfis. „Þeir sem voru í bekkjakerfi sváfu styttra, svona 20-30 mínútum styttra. Helsti munurinn var að þau fóru öll að sofa á svipuðum tíma, milli eitt og tvö á nóttunni, því miður, en þeir sem voru í bekkjarkerfi þurftu að vakna fyrr til að mæta í skólann,“ segir Rúna. Síminn á ekki heima í svefnherberginu Svo virðist sem þeir sem séu í fjölbrautakerfi séu annað hvort að sleppa því að mæta snemma eða þá að velja sér áfanga sem byrja seinna á daginn. „Það hjálpaði nemendunum að fá að sofa aðeins lengur en það var aðeins meiri breytileiki í svefninum þeirra. Sem þýðir að það var ekki jafnmikill stöðugleiki, fóru ekki að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Þannig að fjölbreytin var með meiri svefn en meiri breytileika.“ Hreyfingin dróst einnig saman milli rannsókna. Á milli 15 og 17 ára breyttist hún lítið sem ekkert um helgar en á virkumdögum dróst hún saman um 19%. Niðurstöður benda einnig til þess að ungmennin verji um sex klukkutímum á dag fyrir framan skjá og að skjánotkun hafi neikvæð áhrif á andlega líðan. Þeir sem hreyfa sig meira virðast þó finna fyrir minni vanlíðan en aðrir. „Þau eru auðvitað mikið við skjá og tölvu í sambandi við skóla og vinnu og fleira. En svo er síminn að taka yfir völdin hjá þeim og það er áhyggjuefni sem að þurfum auðvitað að hugsa um. Sérstaklega þegar við erum að tala um svefninn. Síminn á ekki að vera í svefnherberginu.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira