Nýsköpun á krossgötum? Rúnar Ómarsson skrifar 28. febrúar 2020 14:30 Hafandi starfað á vettvangi „nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. Einhverntímann var ég með erindi á ráðstefnu í nýsköpun (það er löngu hætt að bjóða mér ég hef of sterkar skoðanir á þessu fyrir ráðstefnugesti) og þá lagði ágætur starfsmaður stoðkerfisins til að stofnuð yrði ný stofnun í stoðkerfinu, sem hefði það hlutverk að kortleggja stoðkerfið svo hægt væri að rata um það… Ríkisstofnanir eru ekki endilega heppilegasti staðurinn til að frjóvga hugmyndir einstaklinga og hugsanlega er mjög lágt hlutfall starfsmanna þar með reynslu af slíkri vegferð, t.d. alþjóðlegri markaðssetningu, sem hlýtur að vera “the holy grail” í flestum nýsköpunarfyrirtækjum. Að einhverju leyti lifa frumkvöðlar og ríkisstofnanir á sitthvoru tímabeltinu. Annarsvegar ertu með einstaklinga sem oft hafa sett allt sitt fé í frumþróun hugmynda sem þeir vilja setja á markað, helst hratt þar sem tími/peningar/orka þeirra ekki óþrjótandi, og hinsvegar með stofnun (eða margar stofnanir) hvers starfsmenn hafa allt aðra hvata til að „útskrifa verkefni“ (og skapa sér hugsanlega verkefnaleysi) úr stoðkerfinu og út á markaðinn. Stofnanir stoðkerfisins (og yfirmenn þess) ættu í auknum mæli að beita sér fyrir því að þær viðskiptahugmyndir sem einstaklingar og fyrirtæki ganga með breytist í söluhæf verðmæti. Hér á landi þykja „rannsóknir og þróun“ mjög fín fyrirbæri, og víst er að þær eru oft mikilvægur grunnur að framförum í vísindum, tækni og verðmætum. Það má hins vegar ekki gleymast að ef markmiðið er að auka verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið þá þarf rannsóknum og þróun á ákveðnu stigi að ljúka (allavega víkja tímabundið) og vörurnar/þjónustan að komast á markaðshæft stig, fara í sölu. Skapa tekjur. Þar virðast íslensk fyrirtæki (og stofnanir) oft hika, en hik er sama og tap eins og þar stendur. E.t.v. ætti að veita sömu ívilnanir til fyrirtækja vegna markaðs og sölukostnaðar eins og gert er með rannsóknar og þróunarkostnað. Það virðist allavega þurfa að smyrja lamirnar á þeim hluta verðmætasköpunar verulega, því afar fá fyrirtæki virðast komast af rannsóknar og þróunarstigi yfir á markaðs og sölustig alþjóðlega. Ekki er hægt að skrifa það á að við Íslendingar séum ekki tækifærissinnaðir og markaðshugsandi einstaklingar upp til hópa. Íslendingar hafa verið það þegar kemur að innflutningi í gegnum tíðina, á öllum mögulegum og ómögulegum varningi, fyrir örlítinn markað. En þegar kemur að alþjóðlegri markaðssetningu þá hefur of mikið verið horft til þess að einhver opinber stofnun taki við boltanum. E.t.v. er það bara ekki rétta leiðin á markað? Ég hvet ráðherra nýsköpunar og þá sem með honum starfa í þessum geira til að beita sér fyrir því að hvatar til árangurs í markaðs og sölustarfi verði skoðaðir betur, og að ef einhverjir fjármunir sparist við uppstokkun Nýsköpunarmiðstöðvar þá verði þeir notaðir til að sinna þessum þætti betur. Það er ekki góð fjárfesting að rannsaka og þróa nema á einhverjum tímapunkti verði til samkeppnishæf vara/þjónusta, sem rata þarf svo með rétta leið á markað. Um þessar mundir eru 20 ár frá því stofnað var fyrirtækið Nikita Clothing á Íslandi. Fyrirtækið óx úr 0 króna veltu í vel á annann milljarð (allt innri vöxtur) á nokkrum árum. Starfsmenn fyrirtækisins skiptu tugum og (afleidd störf hundruðum) þeir nutu sýn vel í starfi og sköpuðu mikil verðmæti. 99% sölu félagsins var utan Íslands. Stofnendur og starfsmenn fyrirtækisins öðluðust verðmæta reynslu af vöruþróun, markaðssetningu, fjármögnun, framleiðslu og dreifingu vara í gegnum dreifingaraðila, smásöluaðila, netverslanir og aðra kanala á þeim rúmlega tíu árum sem fyrirtækið var með höfuðstöðvar á Íslandi, en á endanum var það selt úr landi, og þar lifir það enn. Á sama tíma var Lazytown (Latibær) byggt upp af kjarki og útsjónarsemi, varð að heimsmarkaðsvöru líkt og Nikita Clothing og skapaði milljarða tekjur, verðmæt störf og þekkingu í samfélaginu. Það er hálf furðulegt að stofnendur hvorugs þessarra fyrirtækja hafa lítið eða ekkert verið beðnir af starfsmönnum stoðkerfisins að miðla sinni reynslu til annarra frumkvöðla og fyrirtækja sem leitað hafa til stoðkerfisins í gegnum árin, jafnvel með fyrirtæki í skyldum rekstri. Af hverju? Erum við ekki örugglega í þessu saman? Til að nýsköpun verði sjálfbær fjárfesting fyrir einstaklinga, fjárfestingasjóði og okkar sameiginlegu sjóði þarf að ná meiri árangri í tekjusköpun. Koma svo! Höfundur er raðfrumkvöðull og ráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hafandi starfað á vettvangi „nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. Einhverntímann var ég með erindi á ráðstefnu í nýsköpun (það er löngu hætt að bjóða mér ég hef of sterkar skoðanir á þessu fyrir ráðstefnugesti) og þá lagði ágætur starfsmaður stoðkerfisins til að stofnuð yrði ný stofnun í stoðkerfinu, sem hefði það hlutverk að kortleggja stoðkerfið svo hægt væri að rata um það… Ríkisstofnanir eru ekki endilega heppilegasti staðurinn til að frjóvga hugmyndir einstaklinga og hugsanlega er mjög lágt hlutfall starfsmanna þar með reynslu af slíkri vegferð, t.d. alþjóðlegri markaðssetningu, sem hlýtur að vera “the holy grail” í flestum nýsköpunarfyrirtækjum. Að einhverju leyti lifa frumkvöðlar og ríkisstofnanir á sitthvoru tímabeltinu. Annarsvegar ertu með einstaklinga sem oft hafa sett allt sitt fé í frumþróun hugmynda sem þeir vilja setja á markað, helst hratt þar sem tími/peningar/orka þeirra ekki óþrjótandi, og hinsvegar með stofnun (eða margar stofnanir) hvers starfsmenn hafa allt aðra hvata til að „útskrifa verkefni“ (og skapa sér hugsanlega verkefnaleysi) úr stoðkerfinu og út á markaðinn. Stofnanir stoðkerfisins (og yfirmenn þess) ættu í auknum mæli að beita sér fyrir því að þær viðskiptahugmyndir sem einstaklingar og fyrirtæki ganga með breytist í söluhæf verðmæti. Hér á landi þykja „rannsóknir og þróun“ mjög fín fyrirbæri, og víst er að þær eru oft mikilvægur grunnur að framförum í vísindum, tækni og verðmætum. Það má hins vegar ekki gleymast að ef markmiðið er að auka verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið þá þarf rannsóknum og þróun á ákveðnu stigi að ljúka (allavega víkja tímabundið) og vörurnar/þjónustan að komast á markaðshæft stig, fara í sölu. Skapa tekjur. Þar virðast íslensk fyrirtæki (og stofnanir) oft hika, en hik er sama og tap eins og þar stendur. E.t.v. ætti að veita sömu ívilnanir til fyrirtækja vegna markaðs og sölukostnaðar eins og gert er með rannsóknar og þróunarkostnað. Það virðist allavega þurfa að smyrja lamirnar á þeim hluta verðmætasköpunar verulega, því afar fá fyrirtæki virðast komast af rannsóknar og þróunarstigi yfir á markaðs og sölustig alþjóðlega. Ekki er hægt að skrifa það á að við Íslendingar séum ekki tækifærissinnaðir og markaðshugsandi einstaklingar upp til hópa. Íslendingar hafa verið það þegar kemur að innflutningi í gegnum tíðina, á öllum mögulegum og ómögulegum varningi, fyrir örlítinn markað. En þegar kemur að alþjóðlegri markaðssetningu þá hefur of mikið verið horft til þess að einhver opinber stofnun taki við boltanum. E.t.v. er það bara ekki rétta leiðin á markað? Ég hvet ráðherra nýsköpunar og þá sem með honum starfa í þessum geira til að beita sér fyrir því að hvatar til árangurs í markaðs og sölustarfi verði skoðaðir betur, og að ef einhverjir fjármunir sparist við uppstokkun Nýsköpunarmiðstöðvar þá verði þeir notaðir til að sinna þessum þætti betur. Það er ekki góð fjárfesting að rannsaka og þróa nema á einhverjum tímapunkti verði til samkeppnishæf vara/þjónusta, sem rata þarf svo með rétta leið á markað. Um þessar mundir eru 20 ár frá því stofnað var fyrirtækið Nikita Clothing á Íslandi. Fyrirtækið óx úr 0 króna veltu í vel á annann milljarð (allt innri vöxtur) á nokkrum árum. Starfsmenn fyrirtækisins skiptu tugum og (afleidd störf hundruðum) þeir nutu sýn vel í starfi og sköpuðu mikil verðmæti. 99% sölu félagsins var utan Íslands. Stofnendur og starfsmenn fyrirtækisins öðluðust verðmæta reynslu af vöruþróun, markaðssetningu, fjármögnun, framleiðslu og dreifingu vara í gegnum dreifingaraðila, smásöluaðila, netverslanir og aðra kanala á þeim rúmlega tíu árum sem fyrirtækið var með höfuðstöðvar á Íslandi, en á endanum var það selt úr landi, og þar lifir það enn. Á sama tíma var Lazytown (Latibær) byggt upp af kjarki og útsjónarsemi, varð að heimsmarkaðsvöru líkt og Nikita Clothing og skapaði milljarða tekjur, verðmæt störf og þekkingu í samfélaginu. Það er hálf furðulegt að stofnendur hvorugs þessarra fyrirtækja hafa lítið eða ekkert verið beðnir af starfsmönnum stoðkerfisins að miðla sinni reynslu til annarra frumkvöðla og fyrirtækja sem leitað hafa til stoðkerfisins í gegnum árin, jafnvel með fyrirtæki í skyldum rekstri. Af hverju? Erum við ekki örugglega í þessu saman? Til að nýsköpun verði sjálfbær fjárfesting fyrir einstaklinga, fjárfestingasjóði og okkar sameiginlegu sjóði þarf að ná meiri árangri í tekjusköpun. Koma svo! Höfundur er raðfrumkvöðull og ráðgjafi
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun