Dagur, stattu við orð þín Viðar Þorsteinsson skrifar 28. febrúar 2020 15:35 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauðst nýlega í Kastljóssviðtali til að hækka grunnlaun almennra leikskólastarfsmanna í Eflingu hjá borginni um 110 þúsund krónur eða 20 þúsund umfram Lífskjarasamninginn. Sams konar tilboð var kynnt á vef borgarinnar degi síðar undir fyrirsögninni „Tilboð Reykjavíkurborgar fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Þar segir: „Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.“ Þetta er gott tilboð sem getur myndað grunn að lausn kjaradeilu Eflingarfélaga við Reykjavíkurborg. Gallinn er bara sá að samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur aldrei lagt fram tilboð þessa efnis á samningafundum. Upphæðir í þessa veru hafa vissulega verið kynntar, en hafa alltaf verið kirfilega bundnar einu tilteknu starfsheiti og með ýmsum kvöðum og skilyrðum sem borgarstjóri hefur ekki minnst á. Misvísandi skilaboð Stærsta óvissuatriðið er til hve margra úr hópi 1.850 Eflingarfélaga tilboð borgarinnar nái. Í umfjöllun í fjölmiðlum um „Kastljósstilboðið“ var tilboði borgarinnar stillt upp eins og það næði til allra Eflingarfélaga hjá borginni. Í efni frá borginni hefur verið rætt um „stórar starfstéttir hjá Eflingu“ og almennt um „félagsmenn Eflingar“ án nánari sundurliðunar. Niðurstaða samninganefndar Eflingar er að tilboð borgarstjóra um hækkanir umfram lífskjarasamninginn hljóti að ná til allra félaga Eflingar hjá borginni í einhverri mynd jafnvel þótt erfitt hafi verið að fá samninganefnd borgarinnar til að samþykkja það. Samninganefnd Eflingar er tilbúin til að útfæra þær hækkanir þannig að þær verði stiglækkandi því ofar sem farið er í launastiga Eflingarstarfa, 20 þúsund umfram lífskjarasamninginn fyrir þá sem hafa lægst grunnlaun og 10 þúsund fyrir þá sem hafa hæst grunnlaun. Sé sátt um að hækka þannig grunnlaun Eflingarfélaga um á bilinu 100-110 þúsund er kominn viðræðugrundvöllur til lausnar á kjaradeilunni. Viðbótarleiðrétting á launum kvennastétta Útistandandandi verkefni varðandi launalið kjarasamningsins er þá að útfæra loforð borgarstjórnarmeirihlutans í samstarssáttamála um leiðréttingu á launum sögulega vanmetinna kvennastétta. Þetta hefur borgin nú, eftir að verkfallsaðgerðir hófust, lýst sig viljuga til að gera í samhengi við yfirstandandi kjarasamningsgerð. Samninganefnd Eflingar hefur lagt fram útfærða tillögu um hvernig megi framkvæma þá leiðréttingu. Hún felst í fyrsta lagi í því að bæta upp fyrri sérgreiðslur, sem voru á formi yfirvinnugreiðslna, og fá þær inn í kjarasamning í útfærslu sem leiðir til jöfnunaráhrifa fyrir lægst launuðu kvennastéttirnar. Í öðru lagi felst tillagan í því að setja inn sérstakt álag fyrir u.þ.b. 300 starfsmenn undir 7 tilteknum starfsheitum sem ekki nutu fyrrnefndra sérgreiðslna. Hjá um 200 af umræddum 300 starfsmönnum yrði þetta jöfnunarálag að upphæð 7 þúsund krónur. Heildarkostnaður brot af árlegum sparnaði borgarinnar Þessar uppbætur og álag yrðu flatar krónutölur utan við grunn til útreiknings yfirvinnu- og vaktavinnukaups, og því ódýrar fyrir borgina. Raunar myndi heildarkostnaður við þær nema aðeins 600 milljónum á öllum samningstímanum, sem er langt undir þeirri upphæð sem Reykjavíkurborg sparar sér árlega með því að láta ófaglærða Eflingarfélaga sinna störfum faglærðra. Borgarstjóri á að sjá til þess að viðsemjendum borgarinnar séu veittar skýrar og greinargóðar upplýsingar um þau tilboð sem óskað er eftir að ræða af alvöru við samningaborðið. Umfram allt á þó borgarstjóri að standa við orð sín og tryggja að samræmi sé milli fullyrðinga hans og þess sem fer fram í samningaherberginu í hans umboði.Höfundur er framkvæmdastjóri Eflingar - stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauðst nýlega í Kastljóssviðtali til að hækka grunnlaun almennra leikskólastarfsmanna í Eflingu hjá borginni um 110 þúsund krónur eða 20 þúsund umfram Lífskjarasamninginn. Sams konar tilboð var kynnt á vef borgarinnar degi síðar undir fyrirsögninni „Tilboð Reykjavíkurborgar fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Þar segir: „Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.“ Þetta er gott tilboð sem getur myndað grunn að lausn kjaradeilu Eflingarfélaga við Reykjavíkurborg. Gallinn er bara sá að samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur aldrei lagt fram tilboð þessa efnis á samningafundum. Upphæðir í þessa veru hafa vissulega verið kynntar, en hafa alltaf verið kirfilega bundnar einu tilteknu starfsheiti og með ýmsum kvöðum og skilyrðum sem borgarstjóri hefur ekki minnst á. Misvísandi skilaboð Stærsta óvissuatriðið er til hve margra úr hópi 1.850 Eflingarfélaga tilboð borgarinnar nái. Í umfjöllun í fjölmiðlum um „Kastljósstilboðið“ var tilboði borgarinnar stillt upp eins og það næði til allra Eflingarfélaga hjá borginni. Í efni frá borginni hefur verið rætt um „stórar starfstéttir hjá Eflingu“ og almennt um „félagsmenn Eflingar“ án nánari sundurliðunar. Niðurstaða samninganefndar Eflingar er að tilboð borgarstjóra um hækkanir umfram lífskjarasamninginn hljóti að ná til allra félaga Eflingar hjá borginni í einhverri mynd jafnvel þótt erfitt hafi verið að fá samninganefnd borgarinnar til að samþykkja það. Samninganefnd Eflingar er tilbúin til að útfæra þær hækkanir þannig að þær verði stiglækkandi því ofar sem farið er í launastiga Eflingarstarfa, 20 þúsund umfram lífskjarasamninginn fyrir þá sem hafa lægst grunnlaun og 10 þúsund fyrir þá sem hafa hæst grunnlaun. Sé sátt um að hækka þannig grunnlaun Eflingarfélaga um á bilinu 100-110 þúsund er kominn viðræðugrundvöllur til lausnar á kjaradeilunni. Viðbótarleiðrétting á launum kvennastétta Útistandandandi verkefni varðandi launalið kjarasamningsins er þá að útfæra loforð borgarstjórnarmeirihlutans í samstarssáttamála um leiðréttingu á launum sögulega vanmetinna kvennastétta. Þetta hefur borgin nú, eftir að verkfallsaðgerðir hófust, lýst sig viljuga til að gera í samhengi við yfirstandandi kjarasamningsgerð. Samninganefnd Eflingar hefur lagt fram útfærða tillögu um hvernig megi framkvæma þá leiðréttingu. Hún felst í fyrsta lagi í því að bæta upp fyrri sérgreiðslur, sem voru á formi yfirvinnugreiðslna, og fá þær inn í kjarasamning í útfærslu sem leiðir til jöfnunaráhrifa fyrir lægst launuðu kvennastéttirnar. Í öðru lagi felst tillagan í því að setja inn sérstakt álag fyrir u.þ.b. 300 starfsmenn undir 7 tilteknum starfsheitum sem ekki nutu fyrrnefndra sérgreiðslna. Hjá um 200 af umræddum 300 starfsmönnum yrði þetta jöfnunarálag að upphæð 7 þúsund krónur. Heildarkostnaður brot af árlegum sparnaði borgarinnar Þessar uppbætur og álag yrðu flatar krónutölur utan við grunn til útreiknings yfirvinnu- og vaktavinnukaups, og því ódýrar fyrir borgina. Raunar myndi heildarkostnaður við þær nema aðeins 600 milljónum á öllum samningstímanum, sem er langt undir þeirri upphæð sem Reykjavíkurborg sparar sér árlega með því að láta ófaglærða Eflingarfélaga sinna störfum faglærðra. Borgarstjóri á að sjá til þess að viðsemjendum borgarinnar séu veittar skýrar og greinargóðar upplýsingar um þau tilboð sem óskað er eftir að ræða af alvöru við samningaborðið. Umfram allt á þó borgarstjóri að standa við orð sín og tryggja að samræmi sé milli fullyrðinga hans og þess sem fer fram í samningaherberginu í hans umboði.Höfundur er framkvæmdastjóri Eflingar - stéttarfélags
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun