Dagur, stattu við orð þín Viðar Þorsteinsson skrifar 28. febrúar 2020 15:35 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauðst nýlega í Kastljóssviðtali til að hækka grunnlaun almennra leikskólastarfsmanna í Eflingu hjá borginni um 110 þúsund krónur eða 20 þúsund umfram Lífskjarasamninginn. Sams konar tilboð var kynnt á vef borgarinnar degi síðar undir fyrirsögninni „Tilboð Reykjavíkurborgar fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Þar segir: „Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.“ Þetta er gott tilboð sem getur myndað grunn að lausn kjaradeilu Eflingarfélaga við Reykjavíkurborg. Gallinn er bara sá að samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur aldrei lagt fram tilboð þessa efnis á samningafundum. Upphæðir í þessa veru hafa vissulega verið kynntar, en hafa alltaf verið kirfilega bundnar einu tilteknu starfsheiti og með ýmsum kvöðum og skilyrðum sem borgarstjóri hefur ekki minnst á. Misvísandi skilaboð Stærsta óvissuatriðið er til hve margra úr hópi 1.850 Eflingarfélaga tilboð borgarinnar nái. Í umfjöllun í fjölmiðlum um „Kastljósstilboðið“ var tilboði borgarinnar stillt upp eins og það næði til allra Eflingarfélaga hjá borginni. Í efni frá borginni hefur verið rætt um „stórar starfstéttir hjá Eflingu“ og almennt um „félagsmenn Eflingar“ án nánari sundurliðunar. Niðurstaða samninganefndar Eflingar er að tilboð borgarstjóra um hækkanir umfram lífskjarasamninginn hljóti að ná til allra félaga Eflingar hjá borginni í einhverri mynd jafnvel þótt erfitt hafi verið að fá samninganefnd borgarinnar til að samþykkja það. Samninganefnd Eflingar er tilbúin til að útfæra þær hækkanir þannig að þær verði stiglækkandi því ofar sem farið er í launastiga Eflingarstarfa, 20 þúsund umfram lífskjarasamninginn fyrir þá sem hafa lægst grunnlaun og 10 þúsund fyrir þá sem hafa hæst grunnlaun. Sé sátt um að hækka þannig grunnlaun Eflingarfélaga um á bilinu 100-110 þúsund er kominn viðræðugrundvöllur til lausnar á kjaradeilunni. Viðbótarleiðrétting á launum kvennastétta Útistandandandi verkefni varðandi launalið kjarasamningsins er þá að útfæra loforð borgarstjórnarmeirihlutans í samstarssáttamála um leiðréttingu á launum sögulega vanmetinna kvennastétta. Þetta hefur borgin nú, eftir að verkfallsaðgerðir hófust, lýst sig viljuga til að gera í samhengi við yfirstandandi kjarasamningsgerð. Samninganefnd Eflingar hefur lagt fram útfærða tillögu um hvernig megi framkvæma þá leiðréttingu. Hún felst í fyrsta lagi í því að bæta upp fyrri sérgreiðslur, sem voru á formi yfirvinnugreiðslna, og fá þær inn í kjarasamning í útfærslu sem leiðir til jöfnunaráhrifa fyrir lægst launuðu kvennastéttirnar. Í öðru lagi felst tillagan í því að setja inn sérstakt álag fyrir u.þ.b. 300 starfsmenn undir 7 tilteknum starfsheitum sem ekki nutu fyrrnefndra sérgreiðslna. Hjá um 200 af umræddum 300 starfsmönnum yrði þetta jöfnunarálag að upphæð 7 þúsund krónur. Heildarkostnaður brot af árlegum sparnaði borgarinnar Þessar uppbætur og álag yrðu flatar krónutölur utan við grunn til útreiknings yfirvinnu- og vaktavinnukaups, og því ódýrar fyrir borgina. Raunar myndi heildarkostnaður við þær nema aðeins 600 milljónum á öllum samningstímanum, sem er langt undir þeirri upphæð sem Reykjavíkurborg sparar sér árlega með því að láta ófaglærða Eflingarfélaga sinna störfum faglærðra. Borgarstjóri á að sjá til þess að viðsemjendum borgarinnar séu veittar skýrar og greinargóðar upplýsingar um þau tilboð sem óskað er eftir að ræða af alvöru við samningaborðið. Umfram allt á þó borgarstjóri að standa við orð sín og tryggja að samræmi sé milli fullyrðinga hans og þess sem fer fram í samningaherberginu í hans umboði.Höfundur er framkvæmdastjóri Eflingar - stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauðst nýlega í Kastljóssviðtali til að hækka grunnlaun almennra leikskólastarfsmanna í Eflingu hjá borginni um 110 þúsund krónur eða 20 þúsund umfram Lífskjarasamninginn. Sams konar tilboð var kynnt á vef borgarinnar degi síðar undir fyrirsögninni „Tilboð Reykjavíkurborgar fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Þar segir: „Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.“ Þetta er gott tilboð sem getur myndað grunn að lausn kjaradeilu Eflingarfélaga við Reykjavíkurborg. Gallinn er bara sá að samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur aldrei lagt fram tilboð þessa efnis á samningafundum. Upphæðir í þessa veru hafa vissulega verið kynntar, en hafa alltaf verið kirfilega bundnar einu tilteknu starfsheiti og með ýmsum kvöðum og skilyrðum sem borgarstjóri hefur ekki minnst á. Misvísandi skilaboð Stærsta óvissuatriðið er til hve margra úr hópi 1.850 Eflingarfélaga tilboð borgarinnar nái. Í umfjöllun í fjölmiðlum um „Kastljósstilboðið“ var tilboði borgarinnar stillt upp eins og það næði til allra Eflingarfélaga hjá borginni. Í efni frá borginni hefur verið rætt um „stórar starfstéttir hjá Eflingu“ og almennt um „félagsmenn Eflingar“ án nánari sundurliðunar. Niðurstaða samninganefndar Eflingar er að tilboð borgarstjóra um hækkanir umfram lífskjarasamninginn hljóti að ná til allra félaga Eflingar hjá borginni í einhverri mynd jafnvel þótt erfitt hafi verið að fá samninganefnd borgarinnar til að samþykkja það. Samninganefnd Eflingar er tilbúin til að útfæra þær hækkanir þannig að þær verði stiglækkandi því ofar sem farið er í launastiga Eflingarstarfa, 20 þúsund umfram lífskjarasamninginn fyrir þá sem hafa lægst grunnlaun og 10 þúsund fyrir þá sem hafa hæst grunnlaun. Sé sátt um að hækka þannig grunnlaun Eflingarfélaga um á bilinu 100-110 þúsund er kominn viðræðugrundvöllur til lausnar á kjaradeilunni. Viðbótarleiðrétting á launum kvennastétta Útistandandandi verkefni varðandi launalið kjarasamningsins er þá að útfæra loforð borgarstjórnarmeirihlutans í samstarssáttamála um leiðréttingu á launum sögulega vanmetinna kvennastétta. Þetta hefur borgin nú, eftir að verkfallsaðgerðir hófust, lýst sig viljuga til að gera í samhengi við yfirstandandi kjarasamningsgerð. Samninganefnd Eflingar hefur lagt fram útfærða tillögu um hvernig megi framkvæma þá leiðréttingu. Hún felst í fyrsta lagi í því að bæta upp fyrri sérgreiðslur, sem voru á formi yfirvinnugreiðslna, og fá þær inn í kjarasamning í útfærslu sem leiðir til jöfnunaráhrifa fyrir lægst launuðu kvennastéttirnar. Í öðru lagi felst tillagan í því að setja inn sérstakt álag fyrir u.þ.b. 300 starfsmenn undir 7 tilteknum starfsheitum sem ekki nutu fyrrnefndra sérgreiðslna. Hjá um 200 af umræddum 300 starfsmönnum yrði þetta jöfnunarálag að upphæð 7 þúsund krónur. Heildarkostnaður brot af árlegum sparnaði borgarinnar Þessar uppbætur og álag yrðu flatar krónutölur utan við grunn til útreiknings yfirvinnu- og vaktavinnukaups, og því ódýrar fyrir borgina. Raunar myndi heildarkostnaður við þær nema aðeins 600 milljónum á öllum samningstímanum, sem er langt undir þeirri upphæð sem Reykjavíkurborg sparar sér árlega með því að láta ófaglærða Eflingarfélaga sinna störfum faglærðra. Borgarstjóri á að sjá til þess að viðsemjendum borgarinnar séu veittar skýrar og greinargóðar upplýsingar um þau tilboð sem óskað er eftir að ræða af alvöru við samningaborðið. Umfram allt á þó borgarstjóri að standa við orð sín og tryggja að samræmi sé milli fullyrðinga hans og þess sem fer fram í samningaherberginu í hans umboði.Höfundur er framkvæmdastjóri Eflingar - stéttarfélags
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun