Enski boltinn

Laporte frá í mánuð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Laporte verður ekki með City í mars mánuði.
Laporte verður ekki með City í mars mánuði. Vísir/Getty

Aymeric Laporte, miðvörður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, verður frá næsta mánuðinn eftir að hafa farið meiddur af velli gegn Real Madrid í vikunni.

Hinn 25 ára gamli Laporte hefur verið að glíma við mikil meiðsli undanfarna mánuði og aðeins leikið átta leiki það sem af er leiktíð. Var hann loks að komast á skrið er hann haltraði af velli eftir rúmlega hálftíma leik gegn Real Madrid á útivelli í vikunni.

City vann leikinn á endanum 2-1 en þó Ferandinho hafi komið vel inn í lið City er ljóst að lið Pep Guardiola mun sakna franska miðvarðarins sem hefur verið frábær fyrir félagið síðan hann kom fyrir 57 milljónir evra í janúar 2018. Eftir leik sagði Pep að mögulega hefði það verið áhætta að láta franska varnarmanninn spila en hann gæti varla hvílt Laporte þar sem hann væri einn besti miðvörður í fótboltanum í dag.

Jafnframt sagði Pep að Laporte væri meiddur aftan í læri svo það væru 3-4 vikur á meiðslalistanum. Því miður kæmi þetta í kjölfarið á því að Laporte hefði verið fimm mánuði á  meiðsalistanum.

BBC greindi frá.






Tengdar fréttir

Stundum segir Pep okkur ekkert fyrr en að leiknum kemur

Pep Guardiola kom mörgum á óvart með liðsvali sínu og leikaðferð Manchester City gegn Real Madrid í kvöld en á endanum stóð City uppi sem sigurvegari, 2-1, í Madrid.Pep Guardiola kom mörgum á óvart með liðsvali sínu og leikaðferð Manchester City gegn Real Madrid í kvöld en á endanum stóð City uppi sem sigurvegari, 2-1, í Madrid.

Man. City í frábærum málum frá Madrid

Englandsmeistarar Manchester City unnu 2-1 sigur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í kvöld og eru í kjörstöðu fyrir seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sergio Ramos sá rautt í leiknum.

Veðmál Guardiola næstum búið að kosta Manchester City

Manchester City vann magnaðan 2-1 sigur á Real Madrid á útivelli í gærkvöld er liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Pep Guardiola gerði óvæntar breytingar fyrir leik sem voru næstum búnar að kosta City.

Ný vítaskytta Man City loksins fundin?

Helmingur vítaspyrna Manchester City á leiktíðinni hafði farið forgörðum þangað til Kevin De Bruyne steig upp og skoraði örugglega í sigri liðsins á Real Madrid í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×