Auglýsing fyrir starf við sjónvarp hjá Hringbraut vekur athygli Stefán Árni Pálsson skrifar 29. febrúar 2020 16:52 Viðkomandi þarf að hafa umsjón með eldhúsi starfsmanna. Unsplash/Catt Liu Fjölbreytt starf við sjónvarp er auglýst í atvinnublaði Fréttablaðsins í dag. Margir eiga sér draum að starfa í sjónvarpi og hafa eflaust lesið lengra til að sjá í hverju starfið felst. Hvort tækifærið sé loksins komið. Torg ehf, sem gefur út Fréttablaðið og sjónvarpsstöðina Hringbraut, leitar eftir starfsmanni í fast starf frá klukkan 9-17. Hann þarf hvorki að standa fyrir framan né aftan myndavélina heldur snýst hluti starfsins um förðun. En það með er ekki öll sagan sögð. Viðkomandi þarf að taka að sér almenn þrif á skrifstofuhúsnæði auk þess að hafa umsjón með eldhúsi starfsfólks. Einnig felst í starfinu að sjá um almenn innkaup á rekstrarvörum. Má reikna með að um sé að ræða kaup á til dæmis kaffi, klósettpappír og skrifstofuvörum. Auglýsingin sem nokkrir netverjar veltu fyrir sér hvort átt hefði verið við. Sigurður Mikael Jónsson, sem var einmitt blaðamaður hjá Fréttablaðinu í nokkur ár en starfar nú sem upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi, vakti athygli á auglýsingunni á Twitter í dag. Sagðist hann hafa tárast af hlátri þegar hann sá auglýsinguna. „Það er alveg ljóst að þú finnur ekki sminku/ræstitækni/matráð sem sér líka um að panta klósettpappír nema þú auglýsir,“ segir Mikael. Það er alveg ljóst að þú finnur ekki sminku/ræstitækni/matráð sem sér líka um að panta klósettpappír nema þú auglýsir. #fjölbreytt pic.twitter.com/7f7GbZIoKN— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) February 29, 2020 Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Fjölbreytt starf við sjónvarp er auglýst í atvinnublaði Fréttablaðsins í dag. Margir eiga sér draum að starfa í sjónvarpi og hafa eflaust lesið lengra til að sjá í hverju starfið felst. Hvort tækifærið sé loksins komið. Torg ehf, sem gefur út Fréttablaðið og sjónvarpsstöðina Hringbraut, leitar eftir starfsmanni í fast starf frá klukkan 9-17. Hann þarf hvorki að standa fyrir framan né aftan myndavélina heldur snýst hluti starfsins um förðun. En það með er ekki öll sagan sögð. Viðkomandi þarf að taka að sér almenn þrif á skrifstofuhúsnæði auk þess að hafa umsjón með eldhúsi starfsfólks. Einnig felst í starfinu að sjá um almenn innkaup á rekstrarvörum. Má reikna með að um sé að ræða kaup á til dæmis kaffi, klósettpappír og skrifstofuvörum. Auglýsingin sem nokkrir netverjar veltu fyrir sér hvort átt hefði verið við. Sigurður Mikael Jónsson, sem var einmitt blaðamaður hjá Fréttablaðinu í nokkur ár en starfar nú sem upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi, vakti athygli á auglýsingunni á Twitter í dag. Sagðist hann hafa tárast af hlátri þegar hann sá auglýsinguna. „Það er alveg ljóst að þú finnur ekki sminku/ræstitækni/matráð sem sér líka um að panta klósettpappír nema þú auglýsir,“ segir Mikael. Það er alveg ljóst að þú finnur ekki sminku/ræstitækni/matráð sem sér líka um að panta klósettpappír nema þú auglýsir. #fjölbreytt pic.twitter.com/7f7GbZIoKN— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) February 29, 2020
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira