Ef þú sérð það - þá getur þú verið það Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 10. febrúar 2020 16:30 Eins og örugglega allir Íslendingar vita þá vann Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaun í nótt, fyrst Íslendinga. Verðlaunin fékk hún fyrir tónlist við kvikmyndina Joker. Fyrir hafði okkar kona unnið öll verðlaun sem hún var tilnefnd til og þá líka fyrir tónsköpun sína við þættina Chernobyl. Óskarsverðlaunin eru nú líklegast talin þau allra virtustu og eftirsóttustu. Svo það er ekkert hægt að draga úr þeirri staðreynd að þjóðin er að springa úr stolti. Hildur hefur lagt mikla áherslu á að koma því að í viðtölum að velgegni hennar þessa dagana beintengist því að umræða síðastliðnu ára um að gefa konum fleiri tækifæri og pláss í kvikmyndaiðnaðinum. Í þakkarræðu sinni á Óskarsverðlaununum beindi hún orðum sínum af stúlkum, konum, mæðrum og dætrum þarna úti sem finna fyrir tónlistinni krauma innra með sér. Hvatti þær til að láta rödd sína óma því við þurfum að heyra hana. Þessar línur hafa vakið mikla athygli, ekki bara hér á okkar ástkæra ylhýra, heldur útum allan heim. Bara það að sjá Hildi Guðnadóttur vinna þessi verðlaun, öll þessi verðlaun, sem og segja þessi þýðingamiklu orð, er svo öflugt fræ í jafnréttisbaráttu kynjanna. Þetta mun hafa áhrif á stúlkur og ungar konur sem eru að læra á hljóðfæri. Hvort sem það er selló, bassa eða trommur. Eða bara hvað sem er. Það að sjá hana ganga sína sigurgöngu býr til pláss og sýn í hugarheimi framtíðarkynslóðar um að trúa því að geta gert það sama. Allavega skapað tónlist. Verið höfundur tónverks, lags eða texta. Síðast þegar ég vissi þá fengu konur greitt tæp 9% höfundarréttargjalda frá STEF. Sem þýðir að á móti 9 körlum þá er 1 kona sem hefur samið lag eða texta hér á landi. Einmitt. Landinu sem er oft talið vera jafnréttisparadís og trónir á toppum lista yfir slíka málaflokka. Ég efast ekki í eina mínútu um að Hildur Guðnadóttir sé að fara að hafa áhrif til hins betra og við förum að sjá þetta sorglega prósentuhlutfall breytast á næstu árum. „If you can see it, you can be it“ eða „Ef þú getur séð það, þá getur þú verið það“ á við um svo margt þegar það kemur að mannréttindabaráttunni allri. Margt hefur áunnist. Mjög margt er ennþá ábótavant. Ég trúi ennþá á að við náum að sigra og gera jafnréttið lóðrétt í allri sinni dýrð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Sjá meira
Eins og örugglega allir Íslendingar vita þá vann Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaun í nótt, fyrst Íslendinga. Verðlaunin fékk hún fyrir tónlist við kvikmyndina Joker. Fyrir hafði okkar kona unnið öll verðlaun sem hún var tilnefnd til og þá líka fyrir tónsköpun sína við þættina Chernobyl. Óskarsverðlaunin eru nú líklegast talin þau allra virtustu og eftirsóttustu. Svo það er ekkert hægt að draga úr þeirri staðreynd að þjóðin er að springa úr stolti. Hildur hefur lagt mikla áherslu á að koma því að í viðtölum að velgegni hennar þessa dagana beintengist því að umræða síðastliðnu ára um að gefa konum fleiri tækifæri og pláss í kvikmyndaiðnaðinum. Í þakkarræðu sinni á Óskarsverðlaununum beindi hún orðum sínum af stúlkum, konum, mæðrum og dætrum þarna úti sem finna fyrir tónlistinni krauma innra með sér. Hvatti þær til að láta rödd sína óma því við þurfum að heyra hana. Þessar línur hafa vakið mikla athygli, ekki bara hér á okkar ástkæra ylhýra, heldur útum allan heim. Bara það að sjá Hildi Guðnadóttur vinna þessi verðlaun, öll þessi verðlaun, sem og segja þessi þýðingamiklu orð, er svo öflugt fræ í jafnréttisbaráttu kynjanna. Þetta mun hafa áhrif á stúlkur og ungar konur sem eru að læra á hljóðfæri. Hvort sem það er selló, bassa eða trommur. Eða bara hvað sem er. Það að sjá hana ganga sína sigurgöngu býr til pláss og sýn í hugarheimi framtíðarkynslóðar um að trúa því að geta gert það sama. Allavega skapað tónlist. Verið höfundur tónverks, lags eða texta. Síðast þegar ég vissi þá fengu konur greitt tæp 9% höfundarréttargjalda frá STEF. Sem þýðir að á móti 9 körlum þá er 1 kona sem hefur samið lag eða texta hér á landi. Einmitt. Landinu sem er oft talið vera jafnréttisparadís og trónir á toppum lista yfir slíka málaflokka. Ég efast ekki í eina mínútu um að Hildur Guðnadóttir sé að fara að hafa áhrif til hins betra og við förum að sjá þetta sorglega prósentuhlutfall breytast á næstu árum. „If you can see it, you can be it“ eða „Ef þú getur séð það, þá getur þú verið það“ á við um svo margt þegar það kemur að mannréttindabaráttunni allri. Margt hefur áunnist. Mjög margt er ennþá ábótavant. Ég trúi ennþá á að við náum að sigra og gera jafnréttið lóðrétt í allri sinni dýrð.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun