„Neikvæðni” núna eða braggi síðar? Guðlaugur Kristmundsson og Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. febrúar 2020 10:00 Í síðasta Garðapósti vísar bæjarfulltrúi meirihlutans til þess að af og til kvikni umræða um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Af greininni má ætla að bæjarfulltrúinn láti sér þetta í léttu rúmi liggja, enda sé þetta eins og hver önnur kvefpest sem gangi yfir. Bæjarfulltrúi meirihlutans heldur áfram og varar við að slík umræða um þurrar tölur sé leiðinleg og fólk eigi helst ekki að verja tíma sínum í að fylgjast með slíkum málum. Bæjarfulltrúinn bendir réttilega á að skuldasöfnun hefur verið hófleg og það hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í gegnum rekstur og sjóðsstreymi. Við erum sammála að sú staða er góð, æskileg og henni ætti að viðhalda. Við gagnrýnum hins vegar lélega áætlanagerð framkvæmda, slæma verkstjórn þeirra og hryllilega lélega upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa, sem hafa það hlutverk að veita aðhald og tryggja góða notkun fjármuna. Meirihlutanum finnst of þægilegt að draga upp úr hatti þær tölur sem koma vel út en hunsa aðra mælikvarða. Ábyrg fjármálastefna? Braggamál Reykjavíkurborgar er okkur minnistætt. Þar fór framkvæmd illa fram úr áætlunum og kjörnir fulltrúar brugðust eftirlitsskyldu sinni. Bragginn kostaði 400 milljónir króna en átti að kosta 158 milljónir. Framkvæmdin kostaði hvern Reykvíking rúmar 3.000 krónur og samfélagið fór á hliðina yfir innfluttum stráum. Garðabær tók í notkun fundarsal sem kostaði meira en 400 milljónir. Þar lá engin áætlun fyrir, enda framkvæmdin aðeins að hentisemi meirihlutans, sem mjatlaði fjármunum í hana í hvert sinn sem verktakar kölluðu eftir meira fé. Fundarsalurinn kostaði hvern Garðbæing rúmlega 25.000 krónur, varlega áætlað. Stolt Garðabæjar Skilaboð íbúa til kjörinna fulltrúa eru mjög skýr þegar kemur að innviðum sveitarfélagsins. Þeir kalla eftir styrkari stoðum undir grunnþjónustu Garðabæjar þar með talið stolt bæjarins, leikskólana. Leikskólarnir okkar eru alltaf ofarlega á blaði þegar íbúar eru spurðir um þá þætti þjónustu samfélagsins sem þeir eru ánægðir með, enda standast þeir líka mjög vel samanburð við leikskóla annarra sveitarfélaga. Slík þjónusta hlýtur að þurfa að hvíla á styrkum stoðum, þar sem allur aðbúnaður eflir faglegt starf og tryggir gleði og ánægju allra sem að koma. Annað er skammarlegt. Mikil þörf er á fjárfestingum í leik- og grunnskólum bæjarins. Vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk þarf að bæta, útisvæði leikskólanna kalla á viðhald og endurnýjun og grunnskólar þurfa að stækka til að rúma vel allan nemendahópinn. Ný hverfi kalla á uppbyggingu þjónustu og ráðast þarf í þá uppbyggingu á grundvelli vandaðra áætlana, öflugra framkvæmda og virks eftirlits. Gagnsæ stjórnsýsla og ábyrgð kjörinna fulltrúa Stærsta framkvæmd Garðabæjar er nýtt fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri. Sú framkvæmd kostar hvern bæjarbúa að lágmarki 280.000 krónur. Meirihlutinn bregst hins vegar illa við og sakar okkur um neikvæðni þegar við ætlum að rekja eftirlitsskyldur okkar, spyrja spurninga og krefjast heiðarlegra svara um stöðu mála. Samt erum við eingöngu að uppfylla skyldur okkar, lögum samkvæmt. Við viljum ekki að Garðabær æði út í nýtt braggamál og reisi sér ofurdýran minnisvarða um lélega áætlanagerð og slæmt eftirlit með framkvæmdum. Íbúar Garðabæjar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að kjörnir fulltrúar sinni ekki eftirlitsskyldu sinni. Þeir eiga heimtingu á að fulltrúar þeirra ræki starf sitt af trúmennsku og fari vel með þá fjármuni sem þeim er treyst fyrir. Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja 8 fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki og þrír frá Garðabæjarlistanum. Við í Garðabæjarlistanum munum hér eftir sem hingað til rækja eftirlitshlutverk okkar til að tryggja ábyrga notkun fjármuna. Við hljótum að gera þá kröfu til annarra bæjarfulltrúa. Þeir ættu allir að taka því fagnandi þegar leitast er við að upplýsa sem allra best hvernig staðið er að framkvæmdum í bænum, enda slíkar framkvæmdir á þeirra ábyrgð. Við ætlum ekki að bíða eftir að braggareikningar berist eftir á. Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og Guðlaugur Kristmundsson fulltrúi Garðabæjarlistans í leikskólanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Guðlaugur Kristmundsson Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta Garðapósti vísar bæjarfulltrúi meirihlutans til þess að af og til kvikni umræða um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Af greininni má ætla að bæjarfulltrúinn láti sér þetta í léttu rúmi liggja, enda sé þetta eins og hver önnur kvefpest sem gangi yfir. Bæjarfulltrúi meirihlutans heldur áfram og varar við að slík umræða um þurrar tölur sé leiðinleg og fólk eigi helst ekki að verja tíma sínum í að fylgjast með slíkum málum. Bæjarfulltrúinn bendir réttilega á að skuldasöfnun hefur verið hófleg og það hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í gegnum rekstur og sjóðsstreymi. Við erum sammála að sú staða er góð, æskileg og henni ætti að viðhalda. Við gagnrýnum hins vegar lélega áætlanagerð framkvæmda, slæma verkstjórn þeirra og hryllilega lélega upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa, sem hafa það hlutverk að veita aðhald og tryggja góða notkun fjármuna. Meirihlutanum finnst of þægilegt að draga upp úr hatti þær tölur sem koma vel út en hunsa aðra mælikvarða. Ábyrg fjármálastefna? Braggamál Reykjavíkurborgar er okkur minnistætt. Þar fór framkvæmd illa fram úr áætlunum og kjörnir fulltrúar brugðust eftirlitsskyldu sinni. Bragginn kostaði 400 milljónir króna en átti að kosta 158 milljónir. Framkvæmdin kostaði hvern Reykvíking rúmar 3.000 krónur og samfélagið fór á hliðina yfir innfluttum stráum. Garðabær tók í notkun fundarsal sem kostaði meira en 400 milljónir. Þar lá engin áætlun fyrir, enda framkvæmdin aðeins að hentisemi meirihlutans, sem mjatlaði fjármunum í hana í hvert sinn sem verktakar kölluðu eftir meira fé. Fundarsalurinn kostaði hvern Garðbæing rúmlega 25.000 krónur, varlega áætlað. Stolt Garðabæjar Skilaboð íbúa til kjörinna fulltrúa eru mjög skýr þegar kemur að innviðum sveitarfélagsins. Þeir kalla eftir styrkari stoðum undir grunnþjónustu Garðabæjar þar með talið stolt bæjarins, leikskólana. Leikskólarnir okkar eru alltaf ofarlega á blaði þegar íbúar eru spurðir um þá þætti þjónustu samfélagsins sem þeir eru ánægðir með, enda standast þeir líka mjög vel samanburð við leikskóla annarra sveitarfélaga. Slík þjónusta hlýtur að þurfa að hvíla á styrkum stoðum, þar sem allur aðbúnaður eflir faglegt starf og tryggir gleði og ánægju allra sem að koma. Annað er skammarlegt. Mikil þörf er á fjárfestingum í leik- og grunnskólum bæjarins. Vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk þarf að bæta, útisvæði leikskólanna kalla á viðhald og endurnýjun og grunnskólar þurfa að stækka til að rúma vel allan nemendahópinn. Ný hverfi kalla á uppbyggingu þjónustu og ráðast þarf í þá uppbyggingu á grundvelli vandaðra áætlana, öflugra framkvæmda og virks eftirlits. Gagnsæ stjórnsýsla og ábyrgð kjörinna fulltrúa Stærsta framkvæmd Garðabæjar er nýtt fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri. Sú framkvæmd kostar hvern bæjarbúa að lágmarki 280.000 krónur. Meirihlutinn bregst hins vegar illa við og sakar okkur um neikvæðni þegar við ætlum að rekja eftirlitsskyldur okkar, spyrja spurninga og krefjast heiðarlegra svara um stöðu mála. Samt erum við eingöngu að uppfylla skyldur okkar, lögum samkvæmt. Við viljum ekki að Garðabær æði út í nýtt braggamál og reisi sér ofurdýran minnisvarða um lélega áætlanagerð og slæmt eftirlit með framkvæmdum. Íbúar Garðabæjar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að kjörnir fulltrúar sinni ekki eftirlitsskyldu sinni. Þeir eiga heimtingu á að fulltrúar þeirra ræki starf sitt af trúmennsku og fari vel með þá fjármuni sem þeim er treyst fyrir. Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja 8 fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki og þrír frá Garðabæjarlistanum. Við í Garðabæjarlistanum munum hér eftir sem hingað til rækja eftirlitshlutverk okkar til að tryggja ábyrga notkun fjármuna. Við hljótum að gera þá kröfu til annarra bæjarfulltrúa. Þeir ættu allir að taka því fagnandi þegar leitast er við að upplýsa sem allra best hvernig staðið er að framkvæmdum í bænum, enda slíkar framkvæmdir á þeirra ábyrgð. Við ætlum ekki að bíða eftir að braggareikningar berist eftir á. Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og Guðlaugur Kristmundsson fulltrúi Garðabæjarlistans í leikskólanefnd.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar