„Umhverfisvænt ál“ - úlfur í sauðargæru? Tómas Guðbjartsson skrifar 16. febrúar 2020 10:30 Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs í Hafnarfirði sendir mér tóninn í grein sem kallast Tvískinnungur náttúruverndarsinnans og birtist á visir.is í fyrradag. Tilefnið er ummæli mín um álverið í Straumsvík, fyrirtæki sem ég hef sagt vera í dauðastríði og lækning ekki í sjónmáli. Ég stend við þá skoðun mína en er ósammála því að ég hafi talað af "yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa". Stundum er nauðsynlegt að tala beint út en í viðtölum og greinum hef ég ávallt tekið fram að lokun álversins yrði starfsmönnum þungbær, enda fátt erfiðara en að missa vinnuna. Rekstur Hafnarfjarðarbæjar verður einnig snúnari uns ný atvinnustarfssemi skýtur upp kollinum á rándýrri lóð Straumsvíkur. Mengandi risi í íbúðabyggð Þeirri staðreynd verður ekki haggað að miðaldra álverið er tímaskekkja, enda staðsett nánast í íbúðabyggð. Ekki bætir úr skák að vinnuveitandinn, Rio Tinto, hefur reynst starfsfólki erfiður og ítrekað beitt hótunum í kjarasamningum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enginn sýnt því áhuga að kaupa álverið af Rio Tinto. Því er ljóst hvert stefnir. Óvissa er það versta fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra og þess vegna farsælast að fara fyrr en síðar í markvissar aðgerðir í Straumsvík. Þarna leikur Hafnarfjarðarbær mikilvægt hlutverk ásamt ríkisvaldinu og Landsvirkjun. Er til „umhverfisvænt ál“? Það var orðið „umhverfisvænt ál“ sem truflaði mig mest í grein Ágústs. Ef slíkt ál er til þá hlýtur það að vera endurnýtt ál því bræðsla slíks áls krefst aðeins 5% þeirrar orku sem notuð er við bræðslu súráls. Endurvinnsla áls er nefnilega málið – og mun umhverfisvænna ferli en sú álframleiðsla sem stunduð er á Íslandi þar sem flytja þarf hráefnið yfir hálfan hnöttinn. Áldósir eru ágætt dæmi um vægi endurvinnslu en hér á landi eru 95% þeirra endurunnar en í Bandaríkjunum er hlutfallið hins vegar mun lægra. Ef Bandaríkjamenn næðu að endurvinna jafn mikið og við af áldósum væri ársframleiðsla allra íslensku álveranna óþörf. Því miður fellur slík endurvinnsla ekki að hagsmunum fyrirtækja eins og Rio Tinto. Rafmagnað Ísland Ég er heldur ekki að kaupa það að Ísland eigi að verða einhvers konar alþjóðlegur álbræðsluofn, eða að íslensk álframleiðsla leiði sjálfkrafa til minni framleiðslu annarra landa eins og Kína. Í dag framleiðir Ísland í kringum 2% af áli í heiminum og í það fer rúmlega 70% af raforku á Íslandi, orku sem að langmestu leyti kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Við höfum því gert okkar í orkukræfri stóriðju og vel það. Engin þjóð í heimi kemst nálægt okkur í rafmagnsframleiðslu á íbúa og næsta þjóð, Norðmenn eru varla hálfdrættingar. Þessi skammsýna stóriðjustefna hefur öll verið á kostnað okkar einstöku náttúru, sem við flest njótum að upplifa. Íslenskt ál bjargar ekki heiminum En er raunhæft að Ísland geti bjargað heiminum með frekari framleiðslu á “umhverfisvænu áli”? Raforkuframleiðsla á Íslandi nam tæpum 20TW stundum á árinu 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaorkuráðinu, sem Ísland er aðili að, mætti nýta um 40TW stundir (TWh/a) af vatnsorku á Íslandi á hagkvæman hátt (e. economically exploitable). Í heiminum öllum er að finna hagkvæma nýtanlega vatnsorku upp á um 9.000 TW stundir (TWh/a). Við Íslendingar gætum því, ef svo ólíklega vildi til að ákveðið yrði að virkja allar okkar jökulár og lindár sem falla undir þessi viðmið, lagt u.þ.b. 0,4 % til heimsframleiðslu á vatnsorku. Tæknilega gætum við svo virkjað 24TW (TWh/a) stundir til viðbótar sem myndi þýða að við virkjuðum allt sem hægt væri að virkja, þar með talið Gullfoss og Dettifoss. Ef við horfum á þessi 0, 4% sem við gætum fræðilega lagt til þá sést að Ísland er örlítil stærð í alþjóðlegu samhengi. Og vel á minnst, við höfum nú þegar nýtt helming af okkar nýtanlegu vatnsorku samkvæmt þessum tölum og fórnað óteljandi náttúruperlum til þess. Viljum við virkilega fórna meiru? Samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálaráðsins eru tæpar 2000 TW stundir óvirkjaðar í Evrópu, 1000 TW stundir í Norður Ameríku, 1500 TW stundir í Suður Ameríku og 3500 TW stundir í Asíu. Þurfa ekki allir að hjálpast að? Af hverju á litla Ísland, sem þegar er ofvirkjað, að fórna stærri hluta af sinni náttúru fyrir stóriðju? “Umhverfisvænt ál” - ef það er þá til – er nefnilega ekki endilega gott fyrir náttúruna og tvískinnungur í nafngiftinni. Eiginlega úlfur í sauðargæru, og að því er virðist íslenskri sauðagæru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Tengdar fréttir Álinu kálað Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. 12. febrúar 2020 16:30 Tvískinnungur náttúruverndarsinnans Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar ritar um stöðu álversins í Straumsvík og umræðu um það. 14. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs í Hafnarfirði sendir mér tóninn í grein sem kallast Tvískinnungur náttúruverndarsinnans og birtist á visir.is í fyrradag. Tilefnið er ummæli mín um álverið í Straumsvík, fyrirtæki sem ég hef sagt vera í dauðastríði og lækning ekki í sjónmáli. Ég stend við þá skoðun mína en er ósammála því að ég hafi talað af "yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa". Stundum er nauðsynlegt að tala beint út en í viðtölum og greinum hef ég ávallt tekið fram að lokun álversins yrði starfsmönnum þungbær, enda fátt erfiðara en að missa vinnuna. Rekstur Hafnarfjarðarbæjar verður einnig snúnari uns ný atvinnustarfssemi skýtur upp kollinum á rándýrri lóð Straumsvíkur. Mengandi risi í íbúðabyggð Þeirri staðreynd verður ekki haggað að miðaldra álverið er tímaskekkja, enda staðsett nánast í íbúðabyggð. Ekki bætir úr skák að vinnuveitandinn, Rio Tinto, hefur reynst starfsfólki erfiður og ítrekað beitt hótunum í kjarasamningum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enginn sýnt því áhuga að kaupa álverið af Rio Tinto. Því er ljóst hvert stefnir. Óvissa er það versta fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra og þess vegna farsælast að fara fyrr en síðar í markvissar aðgerðir í Straumsvík. Þarna leikur Hafnarfjarðarbær mikilvægt hlutverk ásamt ríkisvaldinu og Landsvirkjun. Er til „umhverfisvænt ál“? Það var orðið „umhverfisvænt ál“ sem truflaði mig mest í grein Ágústs. Ef slíkt ál er til þá hlýtur það að vera endurnýtt ál því bræðsla slíks áls krefst aðeins 5% þeirrar orku sem notuð er við bræðslu súráls. Endurvinnsla áls er nefnilega málið – og mun umhverfisvænna ferli en sú álframleiðsla sem stunduð er á Íslandi þar sem flytja þarf hráefnið yfir hálfan hnöttinn. Áldósir eru ágætt dæmi um vægi endurvinnslu en hér á landi eru 95% þeirra endurunnar en í Bandaríkjunum er hlutfallið hins vegar mun lægra. Ef Bandaríkjamenn næðu að endurvinna jafn mikið og við af áldósum væri ársframleiðsla allra íslensku álveranna óþörf. Því miður fellur slík endurvinnsla ekki að hagsmunum fyrirtækja eins og Rio Tinto. Rafmagnað Ísland Ég er heldur ekki að kaupa það að Ísland eigi að verða einhvers konar alþjóðlegur álbræðsluofn, eða að íslensk álframleiðsla leiði sjálfkrafa til minni framleiðslu annarra landa eins og Kína. Í dag framleiðir Ísland í kringum 2% af áli í heiminum og í það fer rúmlega 70% af raforku á Íslandi, orku sem að langmestu leyti kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Við höfum því gert okkar í orkukræfri stóriðju og vel það. Engin þjóð í heimi kemst nálægt okkur í rafmagnsframleiðslu á íbúa og næsta þjóð, Norðmenn eru varla hálfdrættingar. Þessi skammsýna stóriðjustefna hefur öll verið á kostnað okkar einstöku náttúru, sem við flest njótum að upplifa. Íslenskt ál bjargar ekki heiminum En er raunhæft að Ísland geti bjargað heiminum með frekari framleiðslu á “umhverfisvænu áli”? Raforkuframleiðsla á Íslandi nam tæpum 20TW stundum á árinu 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaorkuráðinu, sem Ísland er aðili að, mætti nýta um 40TW stundir (TWh/a) af vatnsorku á Íslandi á hagkvæman hátt (e. economically exploitable). Í heiminum öllum er að finna hagkvæma nýtanlega vatnsorku upp á um 9.000 TW stundir (TWh/a). Við Íslendingar gætum því, ef svo ólíklega vildi til að ákveðið yrði að virkja allar okkar jökulár og lindár sem falla undir þessi viðmið, lagt u.þ.b. 0,4 % til heimsframleiðslu á vatnsorku. Tæknilega gætum við svo virkjað 24TW (TWh/a) stundir til viðbótar sem myndi þýða að við virkjuðum allt sem hægt væri að virkja, þar með talið Gullfoss og Dettifoss. Ef við horfum á þessi 0, 4% sem við gætum fræðilega lagt til þá sést að Ísland er örlítil stærð í alþjóðlegu samhengi. Og vel á minnst, við höfum nú þegar nýtt helming af okkar nýtanlegu vatnsorku samkvæmt þessum tölum og fórnað óteljandi náttúruperlum til þess. Viljum við virkilega fórna meiru? Samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálaráðsins eru tæpar 2000 TW stundir óvirkjaðar í Evrópu, 1000 TW stundir í Norður Ameríku, 1500 TW stundir í Suður Ameríku og 3500 TW stundir í Asíu. Þurfa ekki allir að hjálpast að? Af hverju á litla Ísland, sem þegar er ofvirkjað, að fórna stærri hluta af sinni náttúru fyrir stóriðju? “Umhverfisvænt ál” - ef það er þá til – er nefnilega ekki endilega gott fyrir náttúruna og tvískinnungur í nafngiftinni. Eiginlega úlfur í sauðargæru, og að því er virðist íslenskri sauðagæru.
Álinu kálað Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. 12. febrúar 2020 16:30
Tvískinnungur náttúruverndarsinnans Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar ritar um stöðu álversins í Straumsvík og umræðu um það. 14. febrúar 2020 08:00
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun