Bezos ætlar að leggja milljarða í baráttuna gegn loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 18. febrúar 2020 23:18 Bezos ætti ekki að muna um að leggja sitt af mörkum enda er hann talinn ríkasti maður heims með eignir sem eru metnar á tugi þúsunda milljarða króna. Vísir/EPA Bandaríski milljarðamæringurinn og stofnandi tæknirisans Amazons, ætlar að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til á annað þúsund milljarða íslenskra króna á næstu árum. Bezos segir loftslagsbreytingar stærstu ógnina sem steðjar að jörðinni. Tilkynnt var um stofnun Bezos Jarðarsjóðsins í gær og sagðist Bezos þá ætla að leggja tíu milljarða dollara, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða íslenskra króna, í sjóðinn. Sjóðurinn á að styrkja einstaklinga og samtök um allan heim og verður byrjað að úthluta úr honum í sumar. Bezos er talinn ríkasti maður jarðar og eru auðæfi hans metin á um 130 milljarða dollara, jafnvirði um 16.600 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar námu tekjur íslenska ríkisins tæpum 882 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt tölum Hagstofunnar. „Loftslagsbreytingar eru stærsta ógnin við plánetuna okkar. Ég vil vinna með öðrum bæði til að halda á lofti þekktum leiðum og að kanna nýjar leiðir til að berjast gegn hræðilegum afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir þessa plánetu sem við deilum öll,“ sagði Bezos í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíðindin af sjóðnum koma á sama tíma og hópur starfsmanna Amazon hefur mótmælt athafnaleysi fyrirtækisins í loftslagsmálum. Fyrirtækið er stórlosandi gróðurhúsaloftegundanna sem valda hnattrænni hlýnun með umsvifamiklum vöruflutningum og orkufreku tölvuskýi sem það rekur, að sögn Washington Post sem er sömuleiðis í eigu Bezos. Loftslagssamtök starfsmanna Amazon fögnuðu ákvörðun Bezos um að stofna loftslagssjóðinn en settu á sama tíma spurningamerki við að fyrirtækið héldi áfram að gera olíu- og gasfyrirtækjum kleift að dæla upp meira af jarðefnaeldsneyti. Amazon CEO Jeff Bezos announces he will commit $10 billion to fund scientists, activists, nonprofits and other groups fighting to protect the environment and counter the effects of climate change https://t.co/gtQ3VNHIi5 pic.twitter.com/MBElH4cUPi— Reuters (@Reuters) February 18, 2020 Amazon Loftslagsmál Tengdar fréttir Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn og stofnandi tæknirisans Amazons, ætlar að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til á annað þúsund milljarða íslenskra króna á næstu árum. Bezos segir loftslagsbreytingar stærstu ógnina sem steðjar að jörðinni. Tilkynnt var um stofnun Bezos Jarðarsjóðsins í gær og sagðist Bezos þá ætla að leggja tíu milljarða dollara, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða íslenskra króna, í sjóðinn. Sjóðurinn á að styrkja einstaklinga og samtök um allan heim og verður byrjað að úthluta úr honum í sumar. Bezos er talinn ríkasti maður jarðar og eru auðæfi hans metin á um 130 milljarða dollara, jafnvirði um 16.600 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar námu tekjur íslenska ríkisins tæpum 882 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt tölum Hagstofunnar. „Loftslagsbreytingar eru stærsta ógnin við plánetuna okkar. Ég vil vinna með öðrum bæði til að halda á lofti þekktum leiðum og að kanna nýjar leiðir til að berjast gegn hræðilegum afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir þessa plánetu sem við deilum öll,“ sagði Bezos í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíðindin af sjóðnum koma á sama tíma og hópur starfsmanna Amazon hefur mótmælt athafnaleysi fyrirtækisins í loftslagsmálum. Fyrirtækið er stórlosandi gróðurhúsaloftegundanna sem valda hnattrænni hlýnun með umsvifamiklum vöruflutningum og orkufreku tölvuskýi sem það rekur, að sögn Washington Post sem er sömuleiðis í eigu Bezos. Loftslagssamtök starfsmanna Amazon fögnuðu ákvörðun Bezos um að stofna loftslagssjóðinn en settu á sama tíma spurningamerki við að fyrirtækið héldi áfram að gera olíu- og gasfyrirtækjum kleift að dæla upp meira af jarðefnaeldsneyti. Amazon CEO Jeff Bezos announces he will commit $10 billion to fund scientists, activists, nonprofits and other groups fighting to protect the environment and counter the effects of climate change https://t.co/gtQ3VNHIi5 pic.twitter.com/MBElH4cUPi— Reuters (@Reuters) February 18, 2020
Amazon Loftslagsmál Tengdar fréttir Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30