Sérfræðingar segja börn heims sjá fram á ótrygga framtíð Atli Ísleifsson skrifar 19. febrúar 2020 07:22 Niðurstöður skýrslunnar benda til að framtíð allra barna á jörðinni sé ógnað með eyðileggingu lífríkis, loftslagsbreytinga og markaðsaðgerða stórfyrirtækja sem halda skyndibita, gosdrykkjum, áfengi og tóbaki að börnunum. Getty Ekkert land í heiminum nær með fullnægjandi hætti að verja heilsu barna, umhverfi þeirra og framtíð. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu hóps sérfræðinga í heilsu barna og unglinga en fjörutíu sérfræðingar víðs vegar að úr heiminum unnu að skýrslunni. Skýrslan var pöntuð af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), UNICEF og læknatímaritinu Lancet. Niðurstöður skýrslunnar benda til að framtíð allra barna á jörðinni sé ógnað með eyðileggingu lífríkis, loftslagsbreytinga og markaðsaðgerða stórfyrirtækja sem halda skyndibita, gosdrykkjum, áfengi og tóbaki að börnunum. Forsvarsmaður hópsins sem vann skýrsluna, Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands, bendir á að þrátt fyrir stórstígar framfarir í barnavernd síðustu áratugi segi sérfræðingarnir að ekki sé nóg að gert. Raunar ríki nú stöðnun í þeim málum, sérstaklega í fátækari hluta heimsins þar sem talið er að 250 milljónir barna undir fimm ára aldri séu nú í bráðri hættu með að ná aldrei almennilegum þroska vegna fátæktar og slæms mataræðis. Í skýrslunni er löndum heimsins raðað eftir því hvaða ríki búi best að börnum sínum og lendir Ísland í níunda sæti, á eftir ríkjum á borð við Holland, Suður-Kóreu og Noreg, sem er á toppnum. Á botni listans eru síðan lönd á borð við Búrúndí, Tsjad og Sómalíu. Börn og uppeldi Heilsa Loftslagsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Ekkert land í heiminum nær með fullnægjandi hætti að verja heilsu barna, umhverfi þeirra og framtíð. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu hóps sérfræðinga í heilsu barna og unglinga en fjörutíu sérfræðingar víðs vegar að úr heiminum unnu að skýrslunni. Skýrslan var pöntuð af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), UNICEF og læknatímaritinu Lancet. Niðurstöður skýrslunnar benda til að framtíð allra barna á jörðinni sé ógnað með eyðileggingu lífríkis, loftslagsbreytinga og markaðsaðgerða stórfyrirtækja sem halda skyndibita, gosdrykkjum, áfengi og tóbaki að börnunum. Forsvarsmaður hópsins sem vann skýrsluna, Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands, bendir á að þrátt fyrir stórstígar framfarir í barnavernd síðustu áratugi segi sérfræðingarnir að ekki sé nóg að gert. Raunar ríki nú stöðnun í þeim málum, sérstaklega í fátækari hluta heimsins þar sem talið er að 250 milljónir barna undir fimm ára aldri séu nú í bráðri hættu með að ná aldrei almennilegum þroska vegna fátæktar og slæms mataræðis. Í skýrslunni er löndum heimsins raðað eftir því hvaða ríki búi best að börnum sínum og lendir Ísland í níunda sæti, á eftir ríkjum á borð við Holland, Suður-Kóreu og Noreg, sem er á toppnum. Á botni listans eru síðan lönd á borð við Búrúndí, Tsjad og Sómalíu.
Börn og uppeldi Heilsa Loftslagsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira