Einn af hverjum þremur fær krabbamein Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 15:00 Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og þá beinum við sjónum að því sem vel hefur tekist – og því sem betur má fara þegar kemur að baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára aldur. Krabbamein eru svo algeng að flest okkar eiga amk einn nákominn sem fengið hefur krabbamein. Á Íslandi greindust sem dæmi að meðaltali 1647 einstaklingar með krabbamein á ári á árabilinu 2014 – 2018. Þeim fjölgar hins vegar sem lifa eftir að hafa fengið krabbamein og í árslok 2018 voru 15.294 einstaklingar á lífi, þar af 6.832 karlar og 8.462 konur. Þrátt fyrir framfarir í greiningu og meðferð er yfir fjórðungur dánarmeina ennþá af völdum krabbameina en bæði nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina fer sem betur fer lækkandi. Þó nýgengi lækki fjölgar samt krabbameinstilvikum hér á landi, fyrst og fremst af því að landsmönnum fjölgar og þjóðin eldist. Eru krabbamein alltaf lífshættuleg? Umræða um krabbamein er flókin. Greining krabbameins er flestum mikið áfall, því enn er það svo að flestir tengja orðið krabbamein við lífshættu. Það er hins vegar ekki endilega raunin því mörg krabbamein er hægt að lækna og öðrum er hægt að halda niðri í mjög langan tíma, líkt og mörgum langvinnum sjúkdómum. Þeir sem greinast með þessa sjúkdóma þurfa því ekki endilega að óttast um líf sitt þó meðferðin sé hins vegar oft á tíðum afar erfið og geti skert lífsgæði til skemmri eða lengri tíma. Framfarir í lækningum á öðrum krabbameinum, sérstaklega þeim sjaldgæfari, eru hins vegar oft á tíðum mun minni og lífshorfur takmarkaðar. Við greiningu slíkra sjúkdóma blasir við allt annar og alvarlegri veruleiki. Meiri þekking á krabbameinum og alvarleika þeirra er mikilvæg, við þurfum öll að vita betur hvað við er að fást í hverju tilviki. Áskoranir og leiðir Á alþjóðlega krabbameinsdeginum reikar hugurinn víða, áskoranirnar eru sannarlega margar. Árangur hér á landi er afar góður varðandi greiningu og meðferð og með aukinni gæðaskráningu á greiningu og meðferð í samstarfi Krabbameinsfélagsins og spítalanna er hægt að fylgjast enn betur með, til að tryggja árangur til framtíðar. Sjúkratryggingar Íslands veittu nýverið 220 milljónum til endurhæfingar þeirra sem fá krabbamein, með samningi við Ljósið. Það er risastórt framfaraskref sem ber að fagna. En áhyggjuefnin eru líka til staðar. Aðstaða krabbameinssjúklinga á dag- og göngudeild Landspítala er óboðleg og afar brýnt að bæta úr. Mönnunarvandi í heilbrigðisþjónustunni er sífellt áhyggjuefni, ekki minnst þegar ljóst er að þeim fjölgar sem þurfa þjónustu krabbameinseininganna. Forvarnir Huga þarf mun betur að forvörnum en nú er gert. Við öðlumst sífellt meiri upplýsingar um hvernig hægt er að draga úr líkum á krabbameinum með heilbrigðum lífsstíl. Mottumars er skammt undan og þar verður lögð áhersla á hreyfingu sem leið til að draga úr líkum á að karlmenn fái krabbamein. Félagið býður karlmönnum upp á stutt námskeið í samstarfi við hlaup.is og stendur fyrir Karlahlaupi þann 1. mars næstkomandi sem hentar öllum karlmönnum, hægum og hröðum. Stuðningsnetið Að greinast og lifa með krabbamein er sérstök reynsla og enginn þekkir hana eins vel og þeir sem hafa gengið í gegnum það sjálfir. Í dag hefst vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og Krafts, eins aðildarfélags félagsins um Stuðningsnetið, undir yfirskriftinni Ég skil þig. Í Stuðningsnetinu býður fjöldi einstaklinga, sem fengið hefur krabbamein eða eru aðstandendur, fram krafta sína til að styðja fólk í sömu stöðu. Það er ómetanlegt. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og þá beinum við sjónum að því sem vel hefur tekist – og því sem betur má fara þegar kemur að baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára aldur. Krabbamein eru svo algeng að flest okkar eiga amk einn nákominn sem fengið hefur krabbamein. Á Íslandi greindust sem dæmi að meðaltali 1647 einstaklingar með krabbamein á ári á árabilinu 2014 – 2018. Þeim fjölgar hins vegar sem lifa eftir að hafa fengið krabbamein og í árslok 2018 voru 15.294 einstaklingar á lífi, þar af 6.832 karlar og 8.462 konur. Þrátt fyrir framfarir í greiningu og meðferð er yfir fjórðungur dánarmeina ennþá af völdum krabbameina en bæði nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina fer sem betur fer lækkandi. Þó nýgengi lækki fjölgar samt krabbameinstilvikum hér á landi, fyrst og fremst af því að landsmönnum fjölgar og þjóðin eldist. Eru krabbamein alltaf lífshættuleg? Umræða um krabbamein er flókin. Greining krabbameins er flestum mikið áfall, því enn er það svo að flestir tengja orðið krabbamein við lífshættu. Það er hins vegar ekki endilega raunin því mörg krabbamein er hægt að lækna og öðrum er hægt að halda niðri í mjög langan tíma, líkt og mörgum langvinnum sjúkdómum. Þeir sem greinast með þessa sjúkdóma þurfa því ekki endilega að óttast um líf sitt þó meðferðin sé hins vegar oft á tíðum afar erfið og geti skert lífsgæði til skemmri eða lengri tíma. Framfarir í lækningum á öðrum krabbameinum, sérstaklega þeim sjaldgæfari, eru hins vegar oft á tíðum mun minni og lífshorfur takmarkaðar. Við greiningu slíkra sjúkdóma blasir við allt annar og alvarlegri veruleiki. Meiri þekking á krabbameinum og alvarleika þeirra er mikilvæg, við þurfum öll að vita betur hvað við er að fást í hverju tilviki. Áskoranir og leiðir Á alþjóðlega krabbameinsdeginum reikar hugurinn víða, áskoranirnar eru sannarlega margar. Árangur hér á landi er afar góður varðandi greiningu og meðferð og með aukinni gæðaskráningu á greiningu og meðferð í samstarfi Krabbameinsfélagsins og spítalanna er hægt að fylgjast enn betur með, til að tryggja árangur til framtíðar. Sjúkratryggingar Íslands veittu nýverið 220 milljónum til endurhæfingar þeirra sem fá krabbamein, með samningi við Ljósið. Það er risastórt framfaraskref sem ber að fagna. En áhyggjuefnin eru líka til staðar. Aðstaða krabbameinssjúklinga á dag- og göngudeild Landspítala er óboðleg og afar brýnt að bæta úr. Mönnunarvandi í heilbrigðisþjónustunni er sífellt áhyggjuefni, ekki minnst þegar ljóst er að þeim fjölgar sem þurfa þjónustu krabbameinseininganna. Forvarnir Huga þarf mun betur að forvörnum en nú er gert. Við öðlumst sífellt meiri upplýsingar um hvernig hægt er að draga úr líkum á krabbameinum með heilbrigðum lífsstíl. Mottumars er skammt undan og þar verður lögð áhersla á hreyfingu sem leið til að draga úr líkum á að karlmenn fái krabbamein. Félagið býður karlmönnum upp á stutt námskeið í samstarfi við hlaup.is og stendur fyrir Karlahlaupi þann 1. mars næstkomandi sem hentar öllum karlmönnum, hægum og hröðum. Stuðningsnetið Að greinast og lifa með krabbamein er sérstök reynsla og enginn þekkir hana eins vel og þeir sem hafa gengið í gegnum það sjálfir. Í dag hefst vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og Krafts, eins aðildarfélags félagsins um Stuðningsnetið, undir yfirskriftinni Ég skil þig. Í Stuðningsnetinu býður fjöldi einstaklinga, sem fengið hefur krabbamein eða eru aðstandendur, fram krafta sína til að styðja fólk í sömu stöðu. Það er ómetanlegt. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun