Viaplay hirðir enska boltann af TV2 Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 10:45 Pep Guardiola og Jürgen Klopp munu kljást á Viaplay næstu árin. GETTY/ANDREW POWELL Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028. Frá þessu greina norrænir miðlar í morgun, til að mynda vefur TV 2 sem sýnt hefur frá enska boltanum í Noregi um árabil. NENT er nú þegar með sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi til ársins 2022. Þar að auki hefur Viaplay boðið upp á útsendingar frá þýsku bundesligunni, frönsku Ligue 1 og Meistaradeild Evrópu. Þá munu Danir fylgjast með Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar í gegnum streymisveituna. Í samtali við VG segir Olav T. Sandnes, forstjóri TV 2 í Noregi, að tilboð Viaplay í sýningaréttinn hafi einfaldlega verið of hátt. Reikningsdæmið hjá TV 2 hafi ekki gengið upp og því fór sem fór. „Við höfum vitaskuld rétt á því að vera vonsvikin í dag. Við höfum þó alltaf vitað að sýningarrétturinn er aðeins til leigu, ekki eignar. Ég trúi því að enska úrvalsdeildin komi aftur til TV2 einn góðan veðurdag,“ segir Sandnes. Haft er eftir Anders Jensen, forseta og framkvæmdastjóra NENT, í tilkynningu sem send var út vegna tíðindanna að enska úrvalsdeildin hafi verið einn af hornsteinum íþróttatengdrar afþreyingar hjá Viaplay. Nýi sýningarrétturinn í Noregi renni styrkari stoðum undir frekari framþróun á „þessu frábæra íþróttaefni“ að sögn Jensen. Líklegt til að leika sama leikinn hér Viaplay boðaði síðastliðið haust að Íslendingar gætu gerst áskrifendur að norrænu streymisveitunni á fyrri hluta þessa árs. Íslendingar munu þó ekki geta fylgst með leikjum úr enska boltanum eða Meistaradeildinni á Viaplay meðan íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa sýningarréttinn, Síminn að ensku úrvalsdeildinni en Sýn að Meistaradeild Evrópu. Fastlega er hins vegar gert ráð fyrir að Viaplay muni bjóða í sýningarréttinn að báðum deildum á Íslandi þegar fyrirliggjandi samningar renna út. Sýningarréttur Símans rennur út árið 2022 en Sýnar rennur út við lok tímabilsins 2021. Danmörk Enski boltinn Finnland Fjölmiðlar Meistaradeild Evrópu Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. 11. september 2019 08:00 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028. Frá þessu greina norrænir miðlar í morgun, til að mynda vefur TV 2 sem sýnt hefur frá enska boltanum í Noregi um árabil. NENT er nú þegar með sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi til ársins 2022. Þar að auki hefur Viaplay boðið upp á útsendingar frá þýsku bundesligunni, frönsku Ligue 1 og Meistaradeild Evrópu. Þá munu Danir fylgjast með Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar í gegnum streymisveituna. Í samtali við VG segir Olav T. Sandnes, forstjóri TV 2 í Noregi, að tilboð Viaplay í sýningaréttinn hafi einfaldlega verið of hátt. Reikningsdæmið hjá TV 2 hafi ekki gengið upp og því fór sem fór. „Við höfum vitaskuld rétt á því að vera vonsvikin í dag. Við höfum þó alltaf vitað að sýningarrétturinn er aðeins til leigu, ekki eignar. Ég trúi því að enska úrvalsdeildin komi aftur til TV2 einn góðan veðurdag,“ segir Sandnes. Haft er eftir Anders Jensen, forseta og framkvæmdastjóra NENT, í tilkynningu sem send var út vegna tíðindanna að enska úrvalsdeildin hafi verið einn af hornsteinum íþróttatengdrar afþreyingar hjá Viaplay. Nýi sýningarrétturinn í Noregi renni styrkari stoðum undir frekari framþróun á „þessu frábæra íþróttaefni“ að sögn Jensen. Líklegt til að leika sama leikinn hér Viaplay boðaði síðastliðið haust að Íslendingar gætu gerst áskrifendur að norrænu streymisveitunni á fyrri hluta þessa árs. Íslendingar munu þó ekki geta fylgst með leikjum úr enska boltanum eða Meistaradeildinni á Viaplay meðan íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa sýningarréttinn, Síminn að ensku úrvalsdeildinni en Sýn að Meistaradeild Evrópu. Fastlega er hins vegar gert ráð fyrir að Viaplay muni bjóða í sýningarréttinn að báðum deildum á Íslandi þegar fyrirliggjandi samningar renna út. Sýningarréttur Símans rennur út árið 2022 en Sýnar rennur út við lok tímabilsins 2021.
Danmörk Enski boltinn Finnland Fjölmiðlar Meistaradeild Evrópu Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. 11. september 2019 08:00 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Viaplay getur ekki sýnt frá enska boltanum eða Meistaradeildinni Efnisveitan Viaplay mun ekki geta sýnt frá ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni, eða veitt aðgang að öðru efni sem er háð sýningarrétti hér á landi. Þetta er mat fjarskiptafyrirtækjanna Símans og Sýnar. 11. september 2019 08:00