Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 7. febrúar 2020 14:30 „Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn“ var sérlega fyndið atriði í síðasta áramótaskaupi. Það dapurlega er að þetta var bara fyndið vegna þess að það endurspeglaði raunveruleg viðhorf alltof margra bíleigenda. Sjálfur hjóla ég ekki nógu mikið en mér dettur þó ekki í hug að blóta þeim hetjum þarna úti sem tekið hafa fram hjólið sem alvöru samgöngutæki. Samgöngur eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu efnahagskerfi. Grunnþjónustueining samgangna er ferð fólks milli staða til að sinna framleiðni og neyslu. Það snýr tannhjólunum í efnihagsmaskínu Íslands. Því meiri pening sem við eyðum í utanaðkomandi kostnað til að sinna þessari þjónustu því minni peningur verður eftir í hagkerfinu. Ef hægt er að skipta út bílakílómetrum fyrir hjólakílómetra, þannig að einstaklingur sinni samt áfram sömu verðmætasköpun í leik á starfi, þá næst ótrúlegur árangur. Ef þessi samgöngutæknihliðrun verður til þess að fjölskylda fer t.d. úr því að eiga tvo bíla og kemst af með einn þá verða áhrifin mögnuð. Berum saman kostnaðinn. Við Íslendingar framleiðum fisk, ál, ferðþjónustuvörur og fleira með blóði svita og tárum. En við eyðum líka óhemju verðmætum í samgöngur. Olía, bílar, dekk og varahlutir eru nefnilega ekki íslenskar framleiðsluvörur. Þess vegna fer drjúgur hluti verðmætasköpunar Íslands í kaup á erlendri samgönguþjónustu. Við eyðum nefnilega ekki bara í olíu. Dæmigerður bíll á Íslandi keyrir á líftíma sínum í kringum 200.000 km. Til þess þurfum við að kaupa erlenda olíu fyrir um 1,5 milljón kr. fyrir skatt. Við þurfum líka að kaupa bílinn sjálfan á t.d. 2,5 milljónir kr. fyrir skatt og dekk (sumar og vetrar, margoft) fyrir að lágmarki 500 þúsund kr. fyrir skatt. Við erum svo verulega heppinn ef við sleppum undir milljón kr. í varahluti. Sem sagt 5,5 milljónir í erlendan kostnað sem rafhjól gæti dekkað fyrir um 500 þúsund kr. Vissulega taka raf- og metanbílar út erlendan olíukostnað en ekki kaup á bifreiðinni sjálfri, dekkjum og varahlutum. Um síðustu áramót felldi ríkisstjórnin einmitt niður VSK af raf- og hefðbundnum hjólum sem gerir þessa samgöngutækni að enn hagstæðari kosti. Það eru um 250 þúsund fólksbílar í landinu. Ef við tækjum út 100 þúsund framtíðar bílakaup, en viðhéldum sömu framleiðni, myndi það þýða allt að 500 milljarða kr. sparnað fyrir þjóðarbúið. Þetta er vissulega mjög gróf og einfölduð nálgun en gefur innsýn í þann stórkostlega efnahagslega ávinning sem fylgir innleiðingu hjólreiða. Hjólreiðamaður gæti sem sagt mögulega átt 5 milljónir kr. auka til að eyða í innlenda afþreyingu, harðfisk og smjör sem annars hefðu farið í erlendan kostnað. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þreyta ykkur með jákvæðum áhrifum á heilsufar og loftmengun sem eru samt reyndar líka sameiginlegur kostnaður samfélagsins sem gott væri að minnka. Einnig taka hjól miklu minna pláss og spara því innviðakostnað. Kostnaður við hjólastíga er bara tilkomin vegna þess að við bíleigendur erum ekki tilbúnir til að gefa eftir göturnar undir hjól og þess vegna þarf að fjárfesta í hjólreiðastígum. Næst þegar hjól brunar framhjá bílnum þínum væri ekki réttara að öskra: „Takk fyrir þitt framlag til efnahags-, loftslags- og lýðheilsumála“ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn“ var sérlega fyndið atriði í síðasta áramótaskaupi. Það dapurlega er að þetta var bara fyndið vegna þess að það endurspeglaði raunveruleg viðhorf alltof margra bíleigenda. Sjálfur hjóla ég ekki nógu mikið en mér dettur þó ekki í hug að blóta þeim hetjum þarna úti sem tekið hafa fram hjólið sem alvöru samgöngutæki. Samgöngur eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu efnahagskerfi. Grunnþjónustueining samgangna er ferð fólks milli staða til að sinna framleiðni og neyslu. Það snýr tannhjólunum í efnihagsmaskínu Íslands. Því meiri pening sem við eyðum í utanaðkomandi kostnað til að sinna þessari þjónustu því minni peningur verður eftir í hagkerfinu. Ef hægt er að skipta út bílakílómetrum fyrir hjólakílómetra, þannig að einstaklingur sinni samt áfram sömu verðmætasköpun í leik á starfi, þá næst ótrúlegur árangur. Ef þessi samgöngutæknihliðrun verður til þess að fjölskylda fer t.d. úr því að eiga tvo bíla og kemst af með einn þá verða áhrifin mögnuð. Berum saman kostnaðinn. Við Íslendingar framleiðum fisk, ál, ferðþjónustuvörur og fleira með blóði svita og tárum. En við eyðum líka óhemju verðmætum í samgöngur. Olía, bílar, dekk og varahlutir eru nefnilega ekki íslenskar framleiðsluvörur. Þess vegna fer drjúgur hluti verðmætasköpunar Íslands í kaup á erlendri samgönguþjónustu. Við eyðum nefnilega ekki bara í olíu. Dæmigerður bíll á Íslandi keyrir á líftíma sínum í kringum 200.000 km. Til þess þurfum við að kaupa erlenda olíu fyrir um 1,5 milljón kr. fyrir skatt. Við þurfum líka að kaupa bílinn sjálfan á t.d. 2,5 milljónir kr. fyrir skatt og dekk (sumar og vetrar, margoft) fyrir að lágmarki 500 þúsund kr. fyrir skatt. Við erum svo verulega heppinn ef við sleppum undir milljón kr. í varahluti. Sem sagt 5,5 milljónir í erlendan kostnað sem rafhjól gæti dekkað fyrir um 500 þúsund kr. Vissulega taka raf- og metanbílar út erlendan olíukostnað en ekki kaup á bifreiðinni sjálfri, dekkjum og varahlutum. Um síðustu áramót felldi ríkisstjórnin einmitt niður VSK af raf- og hefðbundnum hjólum sem gerir þessa samgöngutækni að enn hagstæðari kosti. Það eru um 250 þúsund fólksbílar í landinu. Ef við tækjum út 100 þúsund framtíðar bílakaup, en viðhéldum sömu framleiðni, myndi það þýða allt að 500 milljarða kr. sparnað fyrir þjóðarbúið. Þetta er vissulega mjög gróf og einfölduð nálgun en gefur innsýn í þann stórkostlega efnahagslega ávinning sem fylgir innleiðingu hjólreiða. Hjólreiðamaður gæti sem sagt mögulega átt 5 milljónir kr. auka til að eyða í innlenda afþreyingu, harðfisk og smjör sem annars hefðu farið í erlendan kostnað. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þreyta ykkur með jákvæðum áhrifum á heilsufar og loftmengun sem eru samt reyndar líka sameiginlegur kostnaður samfélagsins sem gott væri að minnka. Einnig taka hjól miklu minna pláss og spara því innviðakostnað. Kostnaður við hjólastíga er bara tilkomin vegna þess að við bíleigendur erum ekki tilbúnir til að gefa eftir göturnar undir hjól og þess vegna þarf að fjárfesta í hjólreiðastígum. Næst þegar hjól brunar framhjá bílnum þínum væri ekki réttara að öskra: „Takk fyrir þitt framlag til efnahags-, loftslags- og lýðheilsumála“ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun