Lindelof kallaði nýju stjörnu Man United mjög ljótu orði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 10:30 Victor Lindelof og Bruno Ferndanes var vel heitt í hamsi. Getty/James Williamson Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni og vinnur því ekki titil á þessu tímabili. Tveir leikmenn liðsins rifust eins og hundur og köttur eftir að liðið lenti undir á móti spænska liðinu Sevilla í gær. Manchester United missti niður 1-0 forystu og er úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-1 tap á móti spænska liðinu Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Sjónvarpsmyndavélarnar sýndu samskipti sænska varnarmannsins Victor Lindelof og Portúgalans Bruno Fernandes eftir að Luuk de Jong skoraði sigurmark Sevilla. Bæði Victor Lindelof og Aaron Wan-Bissaka gerðu sig seka um að gleyma Luuk de Jong sem var einn og yfirgefinn í markteignum eftir fyrirgjöf Jesus Navas. Bruno Fernandes valdi hins vegar að hella sér yfir Svíann sem var allt annað en sáttur. Lindelof and Fernandes were seen screaming at each other after Luuk de Jong's goal... https://t.co/bFFeAx3Mo9— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2020 Varalesarar hafa nú komist að því sem Victor Lindelof sagði við Bruno Fernandes í rifildinu en sjónvarpsvélarnar sáu framan í hann þegar hann svaraði Portúgalanum. Bruno Fernandes hafði komið United liðinu í 1-0 í leiknum og var einnig duglegur að skapa færi fyrir félaga sína framan af leik. Victor Lindelof svaraði Bruno Fernandes þarna fullum hálsi og notaði ljót orð. Hann kallaði nýju stjörnu United liðsins „Vai tomar no cu filho da puta“ sem er í grófri þýðingu „Ríddu þér, helvítis tíkarsonur“ sem er eitthvað sem þú vilt ekki heyra leikmann segja við liðsfélaga. Bruno Fernandes vildi samt gera lítið úr atvikinu eftir leikinn. Hann sagði að það sem hefði gerst væri bara eðlilegt og að þeir væru að passa upp á hvorn annan. Bruno Fernandes and Victor Lindelof disagree regarding who was responsible for that Sevilla goal #Club2020 pic.twitter.com/z0vOI8smsn— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 16, 2020 „Þegar við fáum á okkur mark þá er það ölum að kenna og byrjar hjá sóknarmönnunum. Við megum ekki fá á okkur mark eftir innkast í fyrri hálfleik og þurftum að pressa betur. Við megum ekki fá á okkur svona ódýr mörk. Eftir það komu mistök eftir mistök,“ sagði Bruno Fernandes. „Við erum reiðir þegar við fáum á okkur mark en það er öllum að kenna. Það er ekki einn leikmaður sem ber alla sökina heldur allt liðið. Þetta snýst ekki um mig eða Victor. Það sem gerðist hjá okkur er ekkert. Það er eðlilegt og bara hluti af fótboltanum. Svona gerist og við erum að passa upp á hvorn annan,“ sagði Bruno Fernandes. „Svona hlutir gerast oftar hjá öðrum félögum. Það mikilvægasta er að átta sig á mistökunum sem við gerum og hlakka til að bæta sig þar í næstu leikjum,“ sagði Bruno Fernandes. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni og vinnur því ekki titil á þessu tímabili. Tveir leikmenn liðsins rifust eins og hundur og köttur eftir að liðið lenti undir á móti spænska liðinu Sevilla í gær. Manchester United missti niður 1-0 forystu og er úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-1 tap á móti spænska liðinu Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Sjónvarpsmyndavélarnar sýndu samskipti sænska varnarmannsins Victor Lindelof og Portúgalans Bruno Fernandes eftir að Luuk de Jong skoraði sigurmark Sevilla. Bæði Victor Lindelof og Aaron Wan-Bissaka gerðu sig seka um að gleyma Luuk de Jong sem var einn og yfirgefinn í markteignum eftir fyrirgjöf Jesus Navas. Bruno Fernandes valdi hins vegar að hella sér yfir Svíann sem var allt annað en sáttur. Lindelof and Fernandes were seen screaming at each other after Luuk de Jong's goal... https://t.co/bFFeAx3Mo9— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2020 Varalesarar hafa nú komist að því sem Victor Lindelof sagði við Bruno Fernandes í rifildinu en sjónvarpsvélarnar sáu framan í hann þegar hann svaraði Portúgalanum. Bruno Fernandes hafði komið United liðinu í 1-0 í leiknum og var einnig duglegur að skapa færi fyrir félaga sína framan af leik. Victor Lindelof svaraði Bruno Fernandes þarna fullum hálsi og notaði ljót orð. Hann kallaði nýju stjörnu United liðsins „Vai tomar no cu filho da puta“ sem er í grófri þýðingu „Ríddu þér, helvítis tíkarsonur“ sem er eitthvað sem þú vilt ekki heyra leikmann segja við liðsfélaga. Bruno Fernandes vildi samt gera lítið úr atvikinu eftir leikinn. Hann sagði að það sem hefði gerst væri bara eðlilegt og að þeir væru að passa upp á hvorn annan. Bruno Fernandes and Victor Lindelof disagree regarding who was responsible for that Sevilla goal #Club2020 pic.twitter.com/z0vOI8smsn— Football on BT Sport #Club2020 (@btsportfootball) August 16, 2020 „Þegar við fáum á okkur mark þá er það ölum að kenna og byrjar hjá sóknarmönnunum. Við megum ekki fá á okkur mark eftir innkast í fyrri hálfleik og þurftum að pressa betur. Við megum ekki fá á okkur svona ódýr mörk. Eftir það komu mistök eftir mistök,“ sagði Bruno Fernandes. „Við erum reiðir þegar við fáum á okkur mark en það er öllum að kenna. Það er ekki einn leikmaður sem ber alla sökina heldur allt liðið. Þetta snýst ekki um mig eða Victor. Það sem gerðist hjá okkur er ekkert. Það er eðlilegt og bara hluti af fótboltanum. Svona gerist og við erum að passa upp á hvorn annan,“ sagði Bruno Fernandes. „Svona hlutir gerast oftar hjá öðrum félögum. Það mikilvægasta er að átta sig á mistökunum sem við gerum og hlakka til að bæta sig þar í næstu leikjum,“ sagði Bruno Fernandes.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira