Framkvæmdastjóri á rangri hillu? Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 13:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ritar harðorðan pistil um kröfur láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg í fylgirit Fréttablaðins, Markaðinn, í gær 29. janúar. Í pistlinum spáir Halldór Benjamín því að eldi og brennisteini muni rigna yfir íslenskan vinnumarkað verði tímabær kjaraleiðrétting borgarstarfsmanna á lægstu launum að veruleika. Bölsýni framkvæmdastjórans er slík að jafnvel frægar heimsendaspár Harðar Ægissonar, ritstjóra hins sama Markaðar, blikna í samanburði. Mætti jafnvel segja að milli Halldórs og Harðar sé komið á höfrungahlaup, þar sem hvor stekkur fram fyrir hinn í ýkjum og skrumskælingum á afleiðingum þess að gera láglaunafólki kleift að lifa af launum sínum. Ekki er síður eftirtektarvert að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar beitingu félagsmanna Eflingar á stjórnarskrár- og lögverðum samningsrétti sínum „svik“ og uppnefnir hana „skemmdarverkastarfsemi.“ Áhugavert er að skoða þennan málflutning í samhengi við ítarlegt viðtal við Halldór Benjamín í málgagni íslenskra hægrimanna, Þjóðmálum, sem birtist á dögunum. Þar tjáir hann gremju sína og óþol vegna fjölda kjarasamninga á forræði Samtaka atvinnulífsins og meints hægagangs við frágang þeirra. Af lestri viðtalsins er auðsjáanlegt að framkvæmdastjórinn getur ekki hugsað sér neitt leiðinlegra en að gera kjarasamninga. Það hlýtur að teljast athyglisvert því einmitt það er helsta ábyrgðarsvið Samtaka atvinnulífsins, líkt og fram kemur í 2. grein í samþykktum þeirra. Sú spurning hlýtur því óneitanlega að vakna hvort Halldór Benjamín sé á réttri hillu í starfsvali. Spurningin um réttan starfsvettvang Halldórs Benjamíns verður enn nærtækari nú þegar ljóst er að ergelsi hans í garð kjarasamningagerðar beinist ekki aðeins að þeim samningum sem íþyngja honum beint, heldur einnig að gerð kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins eiga alls enga aðild að. Þannig virðist Halldór Benjamín taka því sem sérstakri móðgun við sig að Reykjavíkurborg eigi nú í viðræðum við Eflingu um endurnýjun kjarasamnings í samræmi við gildandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Framkvæmdastjóranum væri ef til vill nær að verja sinni naumt skömmtuðu starfsorku til kjarasamningsgerðar í að ganga frá sínum eigin samningum, fremur en að sóa henni í að amast við samningagerð annarra aðila vinnumarkaðarins sem honum er óviðkomandi með öllu. Kjarasamningagerð er eitt af helstu skilgreindu verkefnum samtaka verkafólks og atvinnurekenda samkvæmt lögum. Hún getur krafist mikillar þolinmæði og natni, auk virðingar fyrir lögbundnum réttindum og hlutverkum allra sem þar eiga aðkomu. Það er áhyggjuefni ef til leiðtogahlutverka í samtökum aðila vinnumarkaðarins veljast einstaklingar sem virðast afhuga kjarasamningsgerð og verja orku sinni í að bölsótast út í fyrirliggjandi lagaramma vinnumarkaðar fremur en að leita þar farsælla lausna af yfirvegun og virðingu fyrir gagnaðilum. Enn verra er, ef slíkt óþol brýst út í vanstillingu, afskiptasemi og „hótunum“ líkt og þeim sem Halldór Benjamín stærir sig af í lok viðtalsins í Þjóðmálum og lesa má út úr skrifum hans í Markaðinn. Höfundur er formaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sólveig Anna Jónsdóttir Verkföll 2020 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ritar harðorðan pistil um kröfur láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg í fylgirit Fréttablaðins, Markaðinn, í gær 29. janúar. Í pistlinum spáir Halldór Benjamín því að eldi og brennisteini muni rigna yfir íslenskan vinnumarkað verði tímabær kjaraleiðrétting borgarstarfsmanna á lægstu launum að veruleika. Bölsýni framkvæmdastjórans er slík að jafnvel frægar heimsendaspár Harðar Ægissonar, ritstjóra hins sama Markaðar, blikna í samanburði. Mætti jafnvel segja að milli Halldórs og Harðar sé komið á höfrungahlaup, þar sem hvor stekkur fram fyrir hinn í ýkjum og skrumskælingum á afleiðingum þess að gera láglaunafólki kleift að lifa af launum sínum. Ekki er síður eftirtektarvert að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar beitingu félagsmanna Eflingar á stjórnarskrár- og lögverðum samningsrétti sínum „svik“ og uppnefnir hana „skemmdarverkastarfsemi.“ Áhugavert er að skoða þennan málflutning í samhengi við ítarlegt viðtal við Halldór Benjamín í málgagni íslenskra hægrimanna, Þjóðmálum, sem birtist á dögunum. Þar tjáir hann gremju sína og óþol vegna fjölda kjarasamninga á forræði Samtaka atvinnulífsins og meints hægagangs við frágang þeirra. Af lestri viðtalsins er auðsjáanlegt að framkvæmdastjórinn getur ekki hugsað sér neitt leiðinlegra en að gera kjarasamninga. Það hlýtur að teljast athyglisvert því einmitt það er helsta ábyrgðarsvið Samtaka atvinnulífsins, líkt og fram kemur í 2. grein í samþykktum þeirra. Sú spurning hlýtur því óneitanlega að vakna hvort Halldór Benjamín sé á réttri hillu í starfsvali. Spurningin um réttan starfsvettvang Halldórs Benjamíns verður enn nærtækari nú þegar ljóst er að ergelsi hans í garð kjarasamningagerðar beinist ekki aðeins að þeim samningum sem íþyngja honum beint, heldur einnig að gerð kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins eiga alls enga aðild að. Þannig virðist Halldór Benjamín taka því sem sérstakri móðgun við sig að Reykjavíkurborg eigi nú í viðræðum við Eflingu um endurnýjun kjarasamnings í samræmi við gildandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Framkvæmdastjóranum væri ef til vill nær að verja sinni naumt skömmtuðu starfsorku til kjarasamningsgerðar í að ganga frá sínum eigin samningum, fremur en að sóa henni í að amast við samningagerð annarra aðila vinnumarkaðarins sem honum er óviðkomandi með öllu. Kjarasamningagerð er eitt af helstu skilgreindu verkefnum samtaka verkafólks og atvinnurekenda samkvæmt lögum. Hún getur krafist mikillar þolinmæði og natni, auk virðingar fyrir lögbundnum réttindum og hlutverkum allra sem þar eiga aðkomu. Það er áhyggjuefni ef til leiðtogahlutverka í samtökum aðila vinnumarkaðarins veljast einstaklingar sem virðast afhuga kjarasamningsgerð og verja orku sinni í að bölsótast út í fyrirliggjandi lagaramma vinnumarkaðar fremur en að leita þar farsælla lausna af yfirvegun og virðingu fyrir gagnaðilum. Enn verra er, ef slíkt óþol brýst út í vanstillingu, afskiptasemi og „hótunum“ líkt og þeim sem Halldór Benjamín stærir sig af í lok viðtalsins í Þjóðmálum og lesa má út úr skrifum hans í Markaðinn. Höfundur er formaður Eflingar.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun