Fyrirsætan Chrissy Teigen á von á sínu þriðja barni með söngvaranum John Legend. Fyrir eiga þau dótturina Luna, fjögurra ára, og soninn Miles sem er tveggja ára gamall.
Orðrómur um óléttuna fór á flug eftir að nýjasta tónlistarmyndband Legend var frumsýnt á fimmtudag. Undir lok myndbandsins sést parið á strönd og heldur Teigen um magann á sér.
Hún staðfesti svo fréttirnar á Twitter í gær þar sem hún birti myndband af sér og tilkynnti formlega að von væri á þriðja barninu.
— chrissy teigen (@chrissyteigen) August 14, 2020